Fréttir og viðburðir

Matís veitti innsýn í „prumpklefa“ í morgunútvarpi Rásar 2 - 19.9.2019 Fréttir

Rætt var við Ástu Heiðrúnu Pétursdóttur sérfræðing Matís í Morgunútvarpi Rásar 2, um verkefnið SeaCH4NGE sem fjallar um að kanna hvort viðbættir þörungar í fóður kúa hafi áhrif á metanlosun þeirra.

Lesa meira

Fræðslufundur um matvælasvindl - 17.9.2019 Fréttir

Þriðjudaginn 24. september stendur Matvælastofnun og Matís fyrir fræðslufundi um matvælasvindl (food fraud). Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 og er hann opinn öllum sem áhuga hafa á umjöllunarefninu.

Lesa meira
Krakkar_kokka

Skemmtilegur fróðleikur um matarhefðir, nærumhverfisneyslu og sjálfbærni, fyrir grunnskóla og leikskóla - 12.9.2019 Fréttir

 

Innlendar matarhefðir og uppruni matvæla eru börnum víða óljós í dag þar sem tenging frá haga í maga er óskýrari en áður. Nærumhverfisneyslu þarf jafnframt að gera hærra undir höfði og kynda undir áhuga á nýtingu hráefna og náttúruafurða úr eigin umhverfi. Börnin eru framtíðin og búa að skemmtilegum drifkrafti nýsköpunar og heilsusamlegs lífsstíls í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni samfélaga heims. Verkefnið KRAKKAR KOKKA er hannað af Matís með stuðningi Matarauðs Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Lesa meira

Ráðstefna um vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með umhverfis DNA - 10.9.2019 Fréttir

Ráðstefna um nýja aðferðafræði í verndunarlíffræði sem notast við umhverfis DNA (environmental DNA) til að meta líffræðilegan fjölbreytileika í vistkerfum verður haldin 2. og 3. október næstkomandi í fundarsal Hafrannsóknastofnunar. Þessi tækni hjálpar við að komast fyrir ýmsa af þeim annörkum sem fylgir öðrum aðferðum og býður upp á fljótlega og ódýra leið til þess að meta líffræðilegan fjöbreytileika í hafinu.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir