Fréttir og viðburðir

Bændamarkaðurinn á Sveitasælunni 18. ágúst - 17.8.2018 Fréttir

Boðið verður upp á fjölbreytt úrval úr matarkistu Skagafjarðar svo sem kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið útiræktað grænmeti auk alls konar fisk- og kjötmetis svo eitthvað sé nefnt.   

Lesa meira
Meta_team

Á meðal helstu frumkvöðla og brautryðjenda í Evrópu í sjálfbærri þróun - 16.8.2018 Fréttir

Nýverið tilkynnti EIT (The European Institute og Innovation and Technology) þau verkefni og einstaklinga sem hlutu tilnefningu í ár til EIT verðlaunanna. Þar er horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að nýsköpun með nýstárlegum vörum, verkefnum og þjónustu þar sem tekist er á við alþjóðlegar áskoranir eins og loftlagsmál, orkumál, matvæli og heilsu. Á meðal tilnefninga í ár er verkefnið Metamorphosis sem Birgir Örn Smárason hjá Matís leiðir.

Lesa meira

Rannsóknir í Surtsey - 13.8.2018 Fréttir

Breytingar á nýju eldfjalli hafa ekki verið rannsakaðar annarstaðar í heiminum en í Surtsey. Þátttaka Matís í samstarfinu hverfist um rannsókn á landnámi lífvera einkum örvera.

Lesa meira

Jákvæð áhrif þangextrakts í matvæli og húðkrem - 9.8.2018 Fréttir

Þriggja ára norrænu verkefni um lífvirkni bóluþangs sem styrkt var af Nordic Innovation er að ljúka um þessar mundir. Verkefninu (Seaweed bioactive ingredients with verified in-vivo bioactivities) var stýrt af Matís og unnið í samvinnu við rannsóknastofnunina VTT í Finnlandi, Háskóla Íslands, Háskólanum í Kristianstad og fyrirtækin Marinox (framleiðandi extrakts úr bóluþangi), FinnSnack (framleiðandi rúgvara), Pharmia (þróun og framleiðsla fæðubótaefna) og UNA skincare (framleiðandi húðvara).

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir