Fréttir og viðburðir

Afli1

Áherslan verði á ný á aukna verðmætasköpun - 18.12.2018 Fréttir

Íslendingum hefur lánast að fylgja eftir aldargamalli ákvörðun og halda hér uppi frjálsu og fullvalda ríki. Verstöðin Ísland hefur eflst á umliðinni öld, það er þróun sem hófst með vélvæðingu útgerðar í upphafi 20. aldar. Meðal þorskafli var frá 1918 til og með 2017 var rétt rúmlega 238 þúsund tonn á ári. Á sama tíma minnkaði hlutfall þorsks úr ¾ heildarafla Íslendinga í 21%, en heildarafli hefur aukist úr 98 þúsund tonnum í 1176 þúsund tonn vegna sóknar í aðra stofna samhliða auknum afköstum og bættri tækni. Að meðaltali hefur þorskur verið um 26% af lönduðum afla í hinni fullvalda verstöð. Þorskur er enn sem fyrr mikilvægasta tegundin sem við veiðum, um 44% af verðmæti landaðs afla 2017 eru til komin vegna þorskveiða. Við stofnun fullveldisins var hlutur þorsks í heildaraflaverðmæti nærri 78%. Íslenskur sjávarútvegur er fjölbreyttur og hefur þróast með sérhverju skrefi sem stigið hefur verið. Óskandi er að við fáum að læra af sögunni og getum stigið fleiri en færri heillaskref í framtíðinni.

Lesa meira
Fiskimjol_1544712547283

Norrænt samstarf um fiskimjöl og lýsi - 13.12.2018 Fréttir

Í ljósi sívaxandi próteinþarfar á heimsvísu hefur orðið til mikil þörf á aukinni þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsi fyrir dýrafóður til að hægt að sé auka verðmæti þessara afurða. Um miðjan nóvember síðastliðinn var því haldin vinnustofa í tengslum við norræna framleiðslu á fiskmjöli og lýsi í Kaupmannahöfn.

Lesa meira
Beitukong

Eru vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi raunhæfur kostur? - 10.12.2018 Fréttir

Veiðar á beitukóngi hafa verið stundaðar hér á landi um langt skeið og verið nýttur bæði í beitu og til manneldis. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar frá 1772 er greint frá því að beitukóngur hafi þótt mikill herramansmatur meðal íbúa í Breiðafirði. Það var hins vegar ekki fyrr en 1996 sem beitukóngsveiðar og vinnsla til útflutnings hófst fyrir alvöru hér á landi, en fyrirtækið Sægarpur á Grundarfirði ruddi þar veginn. Frá þeim tíma hefur veiðin hér við land verið nokkuð misjöfn milli ára, en þar hafa markaðsaðstæður haft mest áhrif. Veiðarnar hafa nær eingöngu verið stundaðar í Breiðafirði og það eru aðallega tvö fyrirtæki sem hafa stundað veiðar og vinnslu af krafti þ.e. Sægarpur á Grundarfirði og Royal Iceland í Reykjanesbæ. Rekstur Sægarps fór í þrot árið 2013 og síðan hefur Royal Iceland verið eitt um að sinna þessum veiðum

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir