Fréttir og viðburðir

Screenshot-2019-02-20-at-09.21.00

Nýr samningur HÍ og Matís um rannsóknir, nýsköpun og kennslu - 20.2.2019 Fréttir

Í gær var undirritaður nýr samningur á milli Háskóla Íslands og Matís ohf um rannsóknir, nýsköpun og kennslu.

Lesa meira

Tækifæri í sjávarútvegi eru óþrjótandi - 5.2.2019 Fréttir

Í viðhafnarútgáfu Ægis sem kom út í tilefni 100 ára fullveldis Íslands var rætt ítarlega við Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís og prófessor í matvælaverkfræði við Háskóla Íslands um starfsferilinn. Hér fylgja nokkra glefsur úr viðtalinu.

Sigurjón hóf að leggja hönd á plóg í frystihúsinu á Norðfirði 10 ára gamall og reyndi Sigurjón fyrir sér í sjómennsku með föður sínum á unglingsárunum á Hornafirði og það var upptakturinn að námi tengdu fiskiðnaði.

Lesa meira

Getur grálúða bætt psoriasis og exem? | Hagnýting fitusýra úr grálúðu - 29.1.2019 Fréttir

Nú er nýhafið mjög áhugavert samstarfsverkefni milli Dermos og Matís þar sem ætlunin er meðal annars að kanna áhrif fituefna úr grálúðu til dæmis á húðsjúkdóma.

Lesa meira

Aðgerðir fyrir sjálfbær lífhagkerfi í útnorðri - 28.1.2019 Fréttir

Pallborð lífhagkerfis í útnorðri (e. West Nordic Bioeconomy Panel)  hefur dregið fram fimm stefnumótandi forgangsmarkmið og lagt til tengdar lykilaðgerðir í því markmiði að efla nýsköpun og sjálfbæra verðmætasköpun innan lífhagkerfis í útnorðri til lengri tíma.

Talið er að þessar lykilaðgerðir séu skynsamar og raunhæfar, næsta skref er að láta þær verða að veruleika. Allir hagsmunaðilar eru því hvattir til að leggja metnað sinn til verksins þar á meðal stjórnmálamenn, ríkisstofnanir og fyrirtæki,. Með því munu samfélögin í Færeyjum, á Grænlandi og á Íslandi stuðla að því að ná fram markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.    

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir