Fréttir og viðburðir

Rannsóknir í Surtsey - 13.8.2018 Fréttir

Breytingar á nýju eldfjalli hafa ekki verið rannsakaðar annarstaðar í heiminum en í Surtsey. Þátttaka Matís í samstarfinu hverfist um rannsókn á landnámi lífvera einkum örvera.

Lesa meira

Jákvæð áhrif þangextrakts í matvæli og húðkrem - 9.8.2018 Fréttir

Þriggja ára norrænu verkefni um lífvirkni bóluþangs sem styrkt var af Nordic Innovation er að ljúka um þessar mundir. Verkefninu (Seaweed bioactive ingredients with verified in-vivo bioactivities) var stýrt af Matís og unnið í samvinnu við rannsóknastofnunina VTT í Finnlandi, Háskóla Íslands, Háskólanum í Kristianstad og fyrirtækin Marinox (framleiðandi extrakts úr bóluþangi), FinnSnack (framleiðandi rúgvara), Pharmia (þróun og framleiðsla fæðubótaefna) og UNA skincare (framleiðandi húðvara).

Lesa meira

Matís mjög virkt í fiskveiðirannsóknum - 7.8.2018 Fréttir

Mikilvægt er að ný þekking sé hagnýtt svo auka megi verðmæti og hagkvæmni. Í kjölfar mikillar rannsókna og þróunarvinnu er þýðingarmikið að fara yfir þau atriði sem standa upp úr og vinna að innleiðingu nýrrar þekkingar í verklag fyrirtækja sem og annarra hagaðila það á við um sjávarútveg eins aðra þætti atvinnulífsins. Í þeim anda var sérstaklega rætt um sjálfbærni, nýtingu, nýsköpun við fiskveiðistjórnun sem og félagsleg og efnahagsleg áhrif sjávarútvegs í ljósi rannsókna og þróunarverkefna sem eru í vinnslu og hafa verið unnin með stuðningi Rannsóknaáætlana Evrópu.

Lesa meira

Draga á úr notkun plasts - 3.8.2018 Fréttir

Í anda almennrar stefnu umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgagnsforvarnir, Saman gegn sóun, stjórnarsáttmála ríkistjórnarinnar og áætlun umhverfisráðherra Norðurlandanna um að draga úr umhverfisáhrifum plasts var samráðsvettvangur um aðgerðaáætlun í plastmálefnum skipaður í nýliðnum júlímánuði.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir