Fréttir og viðburðir

Örverudeild Matís biðlar til viðskiptavina sinna að takmarka sýnatöku þessa vikuna - 10.7.2019 Fréttir

Örverudeild Matís ohf biðlar til viðskiptavina sinna að takmarka sýnatöku þessa vikuna vegna mikils álags á deildinni vegna rannsókna á upptökum hópsýkingar af völdum Shiga-toxin myndandi E.coli (STEC) sbr. fréttatilkynningu landlæknis. Tekið er að sjálfsögðu á móti öllum forgangssýnum og nauðsynlegum sýnum til að viðhalda eðlilegri vinnslu og virkni fyrirtækja.

Lesa meira
Bakteriur á járágar

Fleiri einstaklingar greinast með sýkingu af völdum E. coli bakteríu - 9.7.2019 Fréttir

Þann 4. júlí síðastliðinn var greint frá því, að fjögur börn hafi greinst með alvarlega sýkingu af völdum E. coli bakteríu Opnast í nýjum glugga. Nú hafa sex börn á aldrinum 20 mánaða–12 ára greinst til viðbótar og eru tilfellin því alls tíu. Þessi sex börn eru ekki alvarlega veik en verða undir eftirliti á Barnaspítala Hringsins næstu daga. Börnin sem greindust í síðustu viku eru á batavegi.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir