Fréttir og viðburðir

Shutterstock_450180892

Lífhagkerfi Snæfellsness - 13.12.2017 Fréttir

Með stuðningi Snæfellsnessbæjar, Grundafjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar hefur Matís unnið að því að stuðla að bættri nýtingu hráefna úr lífríki Breiðafjarðar með aukna sjálfbæra verðmætasköpun einkum m.t.t. næringarefnaþarfar til fóðrunar fiska. Unnið hefur verið að vistvænni verðmætamyndandi nýsköpun innan lífhagkerfisins með framangreindum stuðningi sem hefur verið mikilvægur fyrir þá þróunarvinnu sem Matís tekur þátt í. 

Lesa meira
Fiskeldi | Aquaculture

Þróun sértæks bóluefnis fyrir bleikju - 12.12.2017 Fréttir

Matís, í samstarfi við Íslandsbleikju, Háskólann á Akureyri, Keldur og spænska bóluefnisframleiðandann Hipra vinna að þróun sértæks bóluefnis fyrir bleikju.

Lesa meira

Rjómabúið Erpsstöðum vekur athygli forseta Íslands - 8.12.2017 Fréttir

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var í heimsókn hjá Rjómabúinu Erpsstöðum í vikunni. Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir reka þar blómlegt bú en þau, ásamt börnum sínum, hafa stundað nýsköpun af kappi undanfarin ár og áratug. Þau eru sannarlega ímynd hins íslenska frumkvöðlabónda.

Lesa meira

Nýsköpun og þróun á vörum og þjónustu eru mjög mikilvæg fyrir sjálfbæran vöxt fiskeldis - 6.12.2017 Fréttir

Matís var þátttakandi í verkefninu Aquaculture Innovation Network for northern Periphery and Arctic (AINNPA) sem styrkt var af Northern Periphery and Arctic Programme (NPA). Verkefnið, sem var forverkefni samstarfsaðilana fyrir undirbúning stærra verkefnis, snérist um að tengja saman lítil og meðalstór þróunarfyrirtæki á NPA svæðinu við fiskeldisiðnaðinn.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir

Making sense! 3.5.2018 - 4.5.2018 Matís - Nordic Sensory Workshop

Save the date! 
Iceland, May 3-4, 2018 | The Nordic Workshop in Sensory Science

 

Viðburðasafn