Fréttir og viðburðir

Fjör á fyrsta degi Bændamarkaðar! - 12.7.2018 Fréttir

Fyrsti opnunardagur Bændamarkaðar í Pakkhúsinu á Hofsósi var laugardaginn 30. júní sl. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði og Þjóðminjasafn Íslands, en Pakkhúsið er menningarsögulegt hús frá um 1777 og tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafnsins.

Lesa meira
Fiskeldi | Aquaculture

Hvað segir FAO um áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg og fiskeldi? - 12.7.2018 Fréttir

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gaf á þriðjudaginn út ítarlega skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg og fiskeldi. Skýrslan, sem telur fyrir sex hundruð blaðsíður af efni frá yfir tvö hundruð höfundum, hefur að geyma eina umfangsmestu úttekt á málefninu sem birt hefur verið til þessa og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þróunar á aðgerða- og aðlögunaráætlunum og framkvæmd þeirra.

Lesa meira

Getur áhættumat stuðlað að beinum viðskiptum bænda með kjöt og kjötafurðir? - 11.7.2018 Fréttir

Dreifing og sala heimaslátraðra afurða er ekki leyfileg í dag en hver er raunverulega áhættan? Í Þýskalandi er eftirliti með slátrun bænda á lömbum undir þriggja mánaða aldri haldið í lágmarki þar sem áhættan fyrir neytendur er metin lítil. Bein viðskipti með afurðir af þeim lömbum eru ekki takmörkunum háð umfram hefðbundnar afurðir, en þetta kom fram í fyrirlestri Andreasar Hensel, forstjóra þýsku áhættumatsstofnuninni BfR á fundi Matís í Miðgarði, Varmahlíð, 5. júlí síðastliðinn.

Lesa meira
20180705_135955

Mikill áhugi á beinum viðskiptum með heimaslátrað kjöt - 9.7.2018 Fréttir

Nú fyrir helgi stóð Matís fyrir fundi um möguleika til beinna viðskipta með heimaslátrað kjöt og mikilvægi áhættumats í því samhengi.  Fundurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði og var mjög vel sóttur, enda ljóst að mikill áhugi er á því meðal bænda að slátra á bæjum sínum og selja afurðirnar í beinum viðskiptum til neytenda.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir