Fréttir og viðburðir

Meðhöndlun á fiski

Um þróun í sjávarútvegi - 17.10.2017 Fréttir

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu þann 14. október sl. þakkar Arnljótur Bjarki Bergsson Sigurjóni Þórðarsyni fyrir grein í Morgunblaðinu 7. október. Tilefni greinarskrifa Sigurjóns er frétt á vef Matís frá 29. september að lokinni velheppnuðum viðburði World Seafood Congress. Í frétt Matís er hvorki talað um met né eru lýsingarorð í efstastigi notuð. Í fréttinni á vef Matís er bent á að útflutningsverðmæti á hvert kg afla þorsks hafi aukist um ríflega 350% frá árinu 1981. Sigurjón bendir réttilega á að verð þorskflaka á Bretlandsmarkaði hafi hækkað meira á sama tíma. Hér að neðan er ítarlegra svar Arnljóts Bjarka við grein Sigurjóns.

Lesa meira

Dregið úr ákjósanlegri fjárfestingu - 16.10.2017 Fréttir

Í frumvarpi til fjárlaga, sem lagt var fram 12. september sl., kemur fram áætlun um að lækka fjármagn ríkisins til matvælarannsókna (Matís) um 51 milljón á næstu tveimur árum, úr 441 milljón í 390 milljónir. Þetta er þvert á þörf fyrir nýsköpun í landbúnaði og sjávarútvegi um allt land og mun reynast skammgóður vermir fyrir ríkissjóð, enda hefur rekstur Matís gengið vel og skilað samfélaginu miklum ávinningi. Að teknu tilliti til skattgreiðslna og tryggingagjalds stóðu einungis um 80 milljónir eftir af þeim 435 milljónum sem þjónustusamningur um matvælarannsóknir skilaði Matís árið 2016.

Lesa meira

Loftslagsmaraþon í fyrsta sinn á Íslandi! - 13.10.2017 Fréttir

Hefurðu áhuga á loftslagsmálum og langar að leggja þitt af mörkum? Taktu þátt í sólarhringshakki um loftslagsmál 27. október nk. í Matís (3. hæð). Climathon/loftslagsmaraþon er sólarhringsáskorun um nýsköpun í loftslagsmálum sem haldin er samtímis í 237 borgum um allan heim. Unnið verður hörðum höndum í 24 klst. að útfæra nýjar hugmyndir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðra loftmengun. Dómnefnd velur bestu lausnirnar og veitir verðlaun.

Lesa meira
iStock_Faroe_Island

Matís í samstarfi hafríkja - 12.10.2017 Fréttir

Á ný yfirstöðnum fundi stórra hafþjóða um bláan vöxt (e. Large Ocean Nations Forum on Blue Growth), þann 3. október s.l. undirrituðu Høgni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís viljayfirlýsingu um samstarf (e. Letter of Intent). 

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir

Making sense! 3.5.2018 - 4.5.2018 Matís - Nordic Sensory Workshop

Save the date! 
Iceland, May 3-4, 2018 | The Nordic Workshop in Sensory Science

 

Viðburðasafn