Fréttir og viðburðir

Fyrstu landnemarnir eru bakteríur - 24.9.2018 Fréttir

Lofbornar bakteríufrumur sem falla niður úr andrúmsloftinu taka þátt sem fyrstu landnemar í samfélögum sem myndast á yfirborði jarðar. Umhverfi sem innihalda lítinn bakteríuþéttleika, eins og eldfjallasvæðin á Íslandi, fá einkum loftbornar bakteríur. Andrúmsloft er aðal dreifingarleið baktería en um 1016 bakteríur fara upp í andrúmsloftið frá yfirborði jarðar á hverri sekúndu. 

Lesa meira

Vinnsla súrþangs í fóðurbæti með mikla lífvirkni – framganga verkefnis - 21.9.2018 Fréttir

Nú er í gangi verkefni hjá Matís sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís. Verkefnið nefnist Súrþang og vitnar til þeirra möguleika sem eru til staðar í meðhöndlun þangs með mjólkursýrubakteríum og öðrum gerjunarörverum.

Lesa meira
Shutterstock_450180892

Örsláturhús myndu örva nýsköpun í landbúnaði - 20.9.2018 Fréttir

Örsláturhús eru til umfjöllunar í Bændablaðinu í dag í viðtali við Hrönn Ólínu Jörundsdóttur, sviðstjóra hjá Matís. Hugmyndin um örsláturhús hefur komið sífellt oftar til tals að undanförnu, en um er að ræða nýjan möguleika fyrir bændur til að þjónusta viðskiptavini sína milliliðalaust með heimaslátruðum afurðum. Lesa meira

Kanna hagkvæmni vinnslu á lýsi um borð - 19.9.2018 Fréttir

Nýverið lauk vinnu við verkefnið „Sjóvinnsla á þorskalýsi". Verkefnið var styrkt af AVS og unnið af Matís undir handleiðslu Marvins Inga Einarssyni. Markmið verkefnisins var að kanna hagvæmni þess að vinna lifur í hágæða þorskalýsi beint eftir vinnslu um borð og bera saman ávinning á slíkri vinnslu við löndun á heilli lifur.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir