Fréttir

Skiptiborð Matís um jólahátíðina

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Skiptiborð Matís verður lokað 24. og 31. desember. Beinn sími á örverudeild er 422-5116 eða 858-5116.

Upplýsingar um önnur símanúmer starfsmanna er að finna á heimasíðu okkar, www.matis.is.

Fréttir

Kæling afla með ískrapa um borð í smábátum

Hjá Matís er í gangi áhugavert verkefni í samstarfi við Thor-Ice, Háskóla Íslands, 3X-Technology, Landssamband smábátaeigenda og Valdi ehf. um kælingu afla með ískrapa um borð í smábátum.

Markmið verkefnisins er að bæta gæði afla frá smábátum og hámarka skilaverð. Til að ná þessum markmiðum verður hönnuð krapavél sem hentar smábátum og einnig þróað endurbætt verklag til kælingar afla. Aukin þekking á meðhöndlun og kælingu mun lækka hlutfall afla þeirra báta sem telst ónýtur vegna lélegrar eða engrar kælingar. Bætt kæling um borð í smábátum mun vafalítið auka almennt gæði þess afla sem landað er. Í því felst ávinningur fyrir bæði sjómenn og framleiðendur.

Helstu afurðir verkefnisins eru:

  • Meiri þekking á áhrifum mismunandi kælingar á hold og dauðastirðnun fisks
  • Meiri þekking og skilningur á orkunotkun mismunandi kælingar með ískrapa og flöguís.

Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Elíasson hjá Matís og einnig má finna upplýsingar um verkefni á vefsvæði verkefnisins.

Ítarefni

Umfjöllun um verkefnið í tímariti Háskóla Íslands.

Skýrslur

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Útgefið:

22/12/2014

Höfundar:

Roland Körber, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Margrét Björk Sigurðardóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Þýska ríkið / Icelandic ministry of industries and innovations, The German state

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Nauðsynlegt að Ísland hafi fullnægjandi getu og innviði þannig að stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar hafi getu til að fylgjast með því að matvælaöryggis sé gætt í samræmi við alþjóðlega staðla og reglugerðir. Verkefnið „Örugg Matvæli“ var tvíhliða verkefni milli Íslands og Þýskalands og megintilgangur þess var að auka matvælaöryggi á Íslandi og vernda neytendur með tilliti til öryggis og heilnæmis matvæla á íslenskum markaði. Verkefnið var unnin í samvinnu Matís, Matvælastofnunar (MAST) og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins á Íslandi og þýska Matvæla og landbúnaðar-ráðuneytisins auk lykilstofnana á sviði matvælaöryggis í Þýskalandi þ.e.a.s. Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES). Til að bæta innviði á Íslandi voru sérhæfð greiningartæki til rannsókna á matvælaöryggi keypt í gegnum opið útboð og sett upp í aðstöðu Matís í Reykjavík. Þýskur ráðgjafi var staðsettur á Íslandi í 6 mánuði til að veita faglega þekkingu á sviði matvælaöryggis sem nauðsynleg var fyrir framgang verkefnisins ásamt því að samhæfa vinnu í verkefninu. Þýskir sérfræðingar frá BfR og LAVES komu til Matís og Matvælastofnunar til að þjálfa sérfræðinga þessara stofnana í verkferlum sem skilgreindir voru sem forgangsatriði á sviði efnagreininga og opinbers eftirlits á sviði matvælaöryggis. Einnig voru haldnir kynningarfundir til að upplýsa helstu hagsmunaaðila á Íslandi um framgang verkefnisins og til að auka vitund þeirra um mikilvægi matvælaöryggis í allri framleiðslu- og fæðukeðjunni. Við lok verkefnisins höfðu íslenskir sérfæðingar verið þjálfaðir í verkferlum á afmörkuðum forgangsviðum við eftirlit og efnagreiningar á sviði matvælaöryggis. Verkefnið hefur því bæði stuðlað að bættri rannsóknaraðstöðu og getu beggja íslensku stofnananna hvað varðar sýnatöku og efnagreiningar á mikilvægum matvælaöryggisþáttum svo sem eftirliti með leifum plöntuvarnarefna og óæskileg efnum í matvælum og fóðri.

To ensure a high level of protection for human health and consumers’ interest in relation to food safety, it is essential that Iceland has the appropriate infrastructures to carry out inspections and official controls of food products in line with the requirements of the European food legislation. A bilateral project between Iceland and Germany was established and carried out 2014 to assist Iceland to achieve this goal. The objective of the project was to strengthen Iceland´s ability to ensure food safety and protect consumer interests in relation to food safety. The bilateral project was carried out in collaboration between Matís, Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST) and the Ministry of Industries and Innovations in Iceland from the Icelandic side and the German Federal Ministry of Food and Agriculture, Federal Institute for Risk Assessment (BfR) and Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) from the German side. The laboratory infrastructure for food safety analysis in Iceland wasimproved by procuring new laboratory equipment through an open tender process and install them at Matísfacilities in Reykjavík. A German Resident Advisor resided in Iceland for 6 months to provide the necessary professional experience in areas of food safety covered by the project and coordinate the project activities. German experts from BfR and LAVES came to Matís and MAST to train experts of these institutes in procedures identified as priority analytical and official control proceduresto ensure food safety in Iceland. A number of stakeholder events were also carried out to inform key stakeholders of project activities and increase their awareness of importance of food safety in the entire food chain. At the end of the project the majority of the priority procedures were implemented at the Icelandic institutes and the Icelandic experts that participated in the project were well informed and trained. The project has therefore contributed significantly to the improvement of both institutional and laboratory capacity in Iceland concerning sampling and analysis in important areas such as monitoring for residues of plant protection products, contaminants in food and feed as well as genetically modified food and feed.

Skoða skýrslu

Fréttir

Vor í lofti

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á að framleiða vörur úr eigin hráefni með það að markmiði að búa til vörur sem selja má til neytenda, aukist mikið. Í kjölfarið hafa margir farið í að koma sér upp aðstöðu til slíkrar framleiðslu.

Margir bændur hafa komið sér upp vinnsluaðstöðu á bæjunum og selja hangikjöt, pylsur og ýmiskonar önnur matvæli beint frá framleiðanda við miklar vinsældir neytenda. Sama má segja um fiskframleiðendur, margir framleiða harðfisk eða önnur matvæli úr sjávarfangi. Að koma upp slíkri vinnuaðstöðu og fá tilskilin leyfi kostar þó töluverða fjármuni og vinnu áður en hægt er að fara að framleiða matvælin.

Margir framleiðendur hafa leitað til Matís eftir aðstoð að koma upp aðstöðu sem uppfyllir kröfur til matvælaframleiðslu og við vöruþróun á þeim matvælum sem ætlunin er að framleiða. Verkefnið Vor í lofti var sett á fót á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári og er því að ljúka núna. Verkefninu var ætlað að styrkja smáframleiðendur á svæðinu til að koma upp fullvinnslu matvæla í smáum stíl og tóku alls átta aðilar þátt í verkefninu að einhverju eða öllu leyti. Verkefnið skilaði þátttakendum vel áleiðis að markmiðum þeirra og má ætla að með vaxandi ferðamannastraumi til svæðisins muni markaður fyrir slíka vöru aukast enn frekar.Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu og Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins. Skýrsla um verkefnið hefur verið gefin út og má sjá hana hér. Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Lilja Magnúsdóttir hjá Matís á Patreksfirði.

Fréttir

Ert þú að borða nóg af ómega-3 fitusýrum?

Þrátt fyrir að heilsusamleg áhrif þess að neyta fjölómettra fitusýra séu margsönnuð er þeirra ekki alltaf neytt í nægu magni vegna þess að neysla á feitum fiski er frekar lítil á Íslandi. Matís og fyrirtækið Grímur kokkur (www.grimurkokkur.is) hafa á undanförnum árum unnið saman að verkefnum um auðgun sjávarrétta úr mögrum fiski með ómega olíum.

Í norrænu verkefni, sem styrkt var af Nordic Innovation, þróaði Grímur kokkur tilbúna sjávarrétti sem auðgaðir voru ómega olíum til að auka magn ómega 3 fitusýra og um leið hollustugildi réttanna. Olían kom frá fyrirtækinu BioActive Foods í Noregi en hún er unnin að hluta til úr íslenskri fiskiolíu. Í samstarfi við Alfons Ramel á Rannsóknastofu i næringarfræði, Háskóla Íslands og Landspítala var gerð íhlutandi rannsókn til að kanna lífaðgengi (bioavailability) n-3 fitusýra sem bætt var í tilbúna rétt og bera saman við ómegaduft sem neytt var beint. Í rannsókninni tóku þátt 77 manns yfir 50 ára að aldri en auglýst var eftir þátttakendum. Einn hluti þátttakenda neytti hefðbundinna fiskrétta frá Grími kokki, annar hópurinn neytti fiskrétta sem auðgaðir voru með ómega olíu og þriðji hópurinn neyttir ómegadufts. Rannsóknin stóð í fjórar vikur og voru tekin sýni af blóði fyrir og eftir. Þeir þátttakendur sem fengu ómega olíu eða ómega duft fengu u.þ.b. ráðlagðan dagsskammt af DHA og EPA fitusýrum.  Magn EPA í blóði tvöfaldaðist hjá þeim sem neyttu ómega og DHA jókst líka marktækt. Engin breyting mældist í blóði þeirra sem ekki fengu ómega.

Þessar rannsóknaniðurstöður hafa nú birst í  vísindagrein í tímaritinu European Journal of Clinical Nutrition (2014) og heitir greinin: Bioavailability of long-chain n-3 fatty acids from enriched meals and from microencapsulated powder. Höfundar eru Harpa Hrund Hinriksdóttir, Valgerður Lilja Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir og Alfons Ramel. Matís, Grímur kokkur og BioActive Foods munu halda áfram rannsóknum á þessu sviði í EU verkefninu EnRichMar.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Afurðum ætlað að mæta þörfum á mörkuðum

Umbreyting afla í útflutningsverðmæti skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Nýting og vinnsla sjávarafurða koma þar við sögu. Eins og vinnslan snýst um virðingu fyrir neytendum og hráefnum, snýst nýtingin um virðingu fyrir hráefnum og umhverfi að samaskapi snýst verðmætasköpunin um virðingu fyrir samfélagi og auðlindum. Fullmargir fullyrða fullmikið um fullvinnslu og fullnýtingu. Samhliða fullyrðingaflaumi ber á óþarfa mismunun, þar sem afurðir eru flokkaðar nokkuð frjálslega sem aðalatriði og aukaatriði.

Grá(upplögð)lúða

Vissulega er markmiðið að nýta öll aðföng sem best á sem arðbærastan hátt. Keppikeflið má ekki vera nýtingarhlutfallið eitt og sér, verðmætin knýja þjóðfélagið áfram. Bræðsla, vinnsluaðferð sem notar allt hráefnið, þó heimtur séu ekki mikið umfram fitu og prótein innihald hráefnisins, aflanum er öllum ráðstafað til einnar og sömu vinnsluaðferðarinnar, og ekkert er skilið eftir, sama gildir um heilfrystingu fisks, vinnslu sem skilar háu hlutfalli afurða af hráefni en verðmætin eru tæpast eftirsóknarverð, ef frekari vinnsla er möguleg.

Er fullvinnsla að meðhöndla allt hráefni eða sú meðhöndlun sem er nauðsynleg þannig að neytandinn þurfi sem minnst að handleika matinn? Er fullnýting að lágmarka það sem fer forgörðum við meðhöndlun hvers hlekks í keðjunni frá báti að áti? Veltur nýtingin á notkun hráefna, flækjustigi vinnslu, notkun vinnslubúnaðar eða nýtingu á tækifærum til verðmætasköpunar? Nýting eins aðila, fyrirtækja samstæðu eða samanlagt allra þeirra sem höndla með sjávarfang hér á landi?

Eðlilega falla aukaafurðir vel að hugarheimi Íslendinga sem eru gefnir fyrir að velta aukaatriðum fyrir sér. Menn leggja áherslu á það sem skapar hverjum og einum mestar tekjur, fjölbreytt samfélag rúmar ólíkar áherslur, það sem er aukaatriði eins er aðalafurð annars. Hver og einn kappkostar að gera vel það sem hann gerir og sumir hafa náð miklum árangri. Þar sem hagtölur sýna mikil verðmæti þorsks er hægt að spyrja hvort ýsa sé aukaafurð þorsks? Líta ber á allan fisk sem hráefni fyrir verðmætar vörur. Aðstæður hverju sinni takmarka getu manna til athafna og hafa áhrif á nýtingu og verðmætasköpun. Nærtækara er að minna fólk á að taka lýsi en að taka aukaafurð.

Allt það framsýna fólk sem tekst verðmætasköpun úr vannýttum tækifærum sem liggja í því sem alla jafnan er ekki er neytt á hrós skilið fyrir hugvitssemi. Þó hægt sé að sníða klæði úr roði þá verður róið til fiskjar eftir hinum æta hluta, enn um sinn. Takmarkað magn hráefna krefst þess að mest verðmæti séu sköpuð úr hverjum fiski, þar skiptir framsýni máli.

Tækifæri til að gera betur

Þeir sem vilja reyna að eyða tíma sínum í að sannfæra fólk um að slor sé jákvætt, því það rími við þor, mega reyna það. En líklegra er að fleirum þyki slor neikvætt, kannski vegna þess það rímar við gor, því þarf það að vera á hreinu að Íslenskur sjávarútvegur er ekkert slor, heldur er íslenskur sjávarútvegur spennandi vettvangur ábyrgrar verðmætasköpunar á sjálfbæran hátt úr tækifærum sem ólíkar þarfir á fjölbreyttum mörkuðum skapa.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís.

Skýrslur

Nordtic Conference Report / Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið

Útgefið:

08/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Þóra Valsdóttir

Styrkt af:

NordBio

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nordtic Conference Report / Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið

Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið var haldin 25 júní á Hótel Selfossi. Meðan á formennsku íslenskra stjórnvalda í Norræna ráðherranefndinni 2014 hefur staðið hefur lífhagkerfið verið miðpunktur norrænnar samvinnu en Nordbio er stærst af þremur áhersluatriðunum á íslenska formennskuárinu. Meginmarkmið NordBio er að styrkja Norræna lífhagkerfið með því að hámarka nýtingu á lífrænum auðlindum, takmarka sóun og örva nýsköpun, styrkja þar með Norræna lífhagkerfið. Nordtic ráðstefnan var haldin í tengslum við árlegan fund norræna ráðherraráðsins í sjávarútvegi, landbúnaði, matvælum og skógi (MR-FJLS). Um 100 gestir frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnugestum var boðið sérstakt bragð af nýsköpun norðursins er niðurstöður úr nýsköpunar og matvælaverkefnum, innan NordBio, voru kynntar og smakkaðar. Verkefnunum var stýrt af Matís.

Conference on Nordic Bioeconomy and Arctic Bioeconomy was held on June 25th at Hotel Selfoss in Iceland. During the Icelandic chairmanship in The Nordic Council of Ministers in 2014 bioeconomy has been at the center of Nordic cooperation, as NordBio is the largest of three programs under the Icelandic chairmanship. The main objective of NordBio is to strengthen the Nordic Bioeconomy by optimizing utilization of biological resources, minimizing waste and stimulating innovation thus bolstering the Nordic Bioeconomy. The “Nordtic” conference was held in connections with an annual meeting of the Nordic Council of Ministers for Fisheries and Aquaculture, Agriculture, Food and Forestry (MR-FJLS). Around 100 people from all the Nordic countries participated in the conference. The conference participants were offered a special taste of innovation from the high north as results from food production projects, innovation projects under NordBio led by Matis, were presented and tasted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vor í lofti

Útgefið:

03/12/2014

Höfundar:

Lilja Magnúsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Gunnþórunn Einarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson.

Styrkt af:

Rannsókna- og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandarsýslu, Vöruþróunarsetur sjávarútvegsins

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Vor í lofti

Verkefnið Vor í lofti var styrkt af Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins og Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu. Verkefnið var unnið á sunnanverðum Vestfjörðum með þátttöku átta aðila, þar af voru þrír aðilar sem ætluðu sér í fullvinnslu sjávarafurða. Mikill tími fór í að aðstoða þátttakendur við að sækja um vinnsluleyfi og aðstoða við útbúnað á vinnslustað svo umsókn um leyfi væri tekin gild. Ráðgjöf Matís til þátttakenda kom sér mjög vel og skilaði þeim áleiðis að settum markmiðum hvers og eins. Brýn þörf er fyrir áframhaldandi aðstoð við uppsetningu á vinnslu matvæla í smáum stíl á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem mjög fáir aðilar hafa enn sem komið er fengið leyfi til fullvinnslu matvæla á svæðinu en markaður er óðum að skapast með auknum ferðamannastraumi til svæðisins auk heimamarkaðar.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Útgefið:

01/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Lilja Magnúsdóttir, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Birgit Johannessen, Elísabet Kemp Stefánsdóttir, Birgitte Jacobsen, Unn Laksá, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Svein Ø. Solberg, Rólvur Djurhuus, Sofie Erbs-Maibing, Bryndís Björnsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Kjartan Hoydal, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Guðmundur Bjarki Ingvarsson, Amalie Jessen, Hörður G. Kristinsson, Daði Már Kristófersson, Nette Levermann, Nuka Møller Lund, Josephine Nymand, Ólafur Reykdal, Janus Vang, Helge Paulsen, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

The Nordic Council of Ministers Arctic Co-operation Programme, NKJ (Nordic Joint Committee for Agricultural and Food Research), AG-Fisk (Working Group for Fisheries Co-operation), SNS (Nordic Forest Research), NordGen (the Nordic Genetic Resource Centre) and Matis.

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Skýrslan gefur yfirlit yfir lífauðlindir á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, nýtingu þeirra og framtíðartækifæri sem byggja á grænum vexti. Skýrslan er góður grunnur fyrir markvissa stefnumótun og áherslur í nýsköpun fyrir framtíðaruppbyggingu á svæðinu. Á grunni verkefnisins hefur verið mótuð framkvæmdaráætlun með fjórum megináherslum; 1. Stofun Vest-Norræns lífhagkerfispanels, 2. Stofnun þverfaglegrar Vest-Norrænnar miðstöðvar vísinda og fræða (Centre of Excellence), 3. Arctic Bioeconomy II – verkefni með áherslu á greiningu tækifæra á sviði líftækni og 4. Sérstök áætlun með áherslu á “Bláa lífhagkerfið”.

This final report provides an overview of bioresources in the West Nordic region focusing on Iceland, the Faroe Islands and Greenland, their utilisation and future opportunities based on green growth. The report provides good basis for strategic identification of beneficial projects in the region. Based on the results, a specific action plan has been formed consisting of four main actions; 1. Create a West Nordic Bioeconomy panel, 2. Establish an interdisciplinary Centre of Excellence (CoE) for the West Nordic region, 3. Arctic bioeconomy II – Project focusing on opportunities in biotechnology and 4. Program focusing on “The Blue Bioeconomy”.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countrie Executive Summary & Action Plan, Discussions and Conclusions, Overview of Opportunities Identified in the Report / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu – Samantekt, aðgerðaráætlun, umræður og ályktanir, og yfirlit yfir tækifæri

Útgefið:

01/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Lilja Magnúsdóttir, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Birgit Johannessen, Elísabet Kemp Stefánsdóttir, Birgitte Jacobsen, Unn Laksá, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Svein Ø. Solberg, Rólvur Djurhuus, Sofie Erbs-Maibing, Bryndís Björnsdóttir, Ragnhildur Gunnarsdóttir, Kjartan Hoydal, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Guðmundur Bjarki Ingvarsson, Amalie Jessen, Hörður G. Kristinsson, Daði Már Kristófersson, Nette Levermann, Nuka Møller Lund, Josephine Nymand, Ólafur Reykdal, Janus Vang, Helge Paulsen, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

The Nordic Council of Ministers Arctic Co-operation Programme, NKJ (Nordic Joint Committee for Agricultural and Food Research), AG-Fisk (Working Group for Fisheries Co-operation), SNS (Nordic Forest Research), NordGen (the Nordic Genetic Resource Centre) and Matis.

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Future Opportunities for Bioeconomy in the West Nordic Countries / Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu

Skýrslan dregur saman samantektarkafla, aðgerðaráætlun, umræður og ályktanir, og yfirlit yfir tækifæri úr lokaskýrslu verkefnisins Arctic Bioeconomy.

The report containes the executive summary, action Plan, discussions and conclusions and overview of opportunities identified in the final report of the project Arctic Bioeconomy.

Skoða skýrslu
IS