Fréttir

Móttaka og skiptiborð Matís um jólahátíðina

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Skiptiborð og móttaka Matís verður lokað 24. og 31. desember. Beinn sími á örverudeild er 858-5116.

Upplýsingar um önnur símanúmer starfsmanna er að finna á heimasíðu okkar, www.matis.is.

Fréttir

Matís sendir ekki út jólakort í pósti en styrkir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna (SKB)

Líkt og undanfarin ár þá sendir Matís ekki út hefðbundin jólakort heldur eingöngu kort á rafrænu formi. Þess í stað styrkir Matís SKB, styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Er það ósk Matís að styrkurinn komi að góðum notum og styðji enn frekar við það frábæra starf sem nú þegar fer fram hjá SKB.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu SKB, www.skb.is.

Fréttir

Þróunarsamvinna í starfsemi Matís

Matís og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þar á undan hefur verið samstarfsaðili um kennslu í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, UNU-FTP, frá upphafi starfsemi skólans árið 1998.

“Í náminu er lögð áhersla á hagnýta þekkingu og reynslu og nemendur vinna náið með íslenskum leiðbeinendum í verkefnavinnu og starfskynningum sem taka rúman helming þeirra sex mánaða sem námið varir. Á hverju ári er boðið upp á sérnám á 3-4 brautum, en sérnámið tekur 4-5 mánuði. Matís sér um kennslu á gæðabraut og eru nemendur á þeirri braut á bilinu 5 til 10. Á hverju ári koma 15-20 sérfræðingar Matís að kennslu og verkefnaleiðbeiningum”, segir Heiða Pálmadóttir, fagstjóri hjá Matís.

Það getur verið heilmikið púsluspil að koma dagskránni fyrir sérnámið saman, “fyrst eru fyrirlestrar í 6 vikur og þar koma ýmsir að og ekki bara sérfræðingar hjá Matís, heldur fólk vítt og breitt úr íslenskum fiskiðnaði og tengdum greinum eins og flutningum og pakkningum. Það er farið í heimsóknir þar sem fyrirtæki taka á móti nemendum, þetta eru skemmtilegar og fræðandi heimsóknir fyrir nemendur og ekki síður fyrir fylgdarmenn. Skemmtilegar umræður skapast frekar í óformlegum heimsóknum en þegar setið er í fyrirlestri um efnið. Mér hefur sjálfri þótt gaman og fræðandi að fara með í þessar heimsóknir,” segir Heiða Pálmadóttir sem um langt árabil hefur haft umsjón með kennslunni.

Hagur UNU-FTP skólans af samstarfinu:

  • Matís hefur á að skipa fjölhæfum sérfræðingum með langa reynslu af rannsóknum og þjónustu í fiskiðnaðinum
  • Sérfræðingar Matís hafa góð tengsl við íslenskan fiskiðnað vegna smæðar landsins, allt frá veiðum til útflutnings og neyslu
  • Sérfræðingar Matís eiga margháttað samstarf við íslenska háskóla og tengjast menntun bæði í grunnámi og framhaldsnámi og mynda brú milli iðnaðar og háskóla á Íslandi

Hagur Matís af samstarfinu:

  • Matís leggur sitt að mörkum til þróunarhjálpar
  • Sérfræðingar Matís viðhalda tengslum við sjávarútveg og fiskiðnað og varðveita grunnþekkingu sína á því sviði
  • Skapar ný tækifæri til aukinna verkefna á alþjólegum markaði

Nemendur vinna lokaverkefni sín hjá Matís og við það skapast tengsl við nemendur sem slitna ekki. Margir koma aftur til frekara náms hér á Íslandi, þó nokkrir hafa komið í doktorsnám og mastersnám á síðustu árum. Við það að dvelja svo lengi á Íslandi skapast mikil og varanleg tengsl milli manna. Þetta hefur getið af sér verkefni og vinskap sem lengi heldur.

UNU_FTP

“Ég hef verið í sambandi við nemenda frá SriLanka, hann er að koma upp gæðakerfi og leitaði ráðlegginga um framkvæmd á einstökum mælingum eins og gæðamælingum á fiski og frekari útskýringum á aðferðafræði – þetta er hægt að vinna í gegnum netið og tekur okkur lítinn tíma að afgreiða. Annað dæmi er um nemanda í Kenýa sem hefur verið í sambandi vegna fitusýrugreininga en henni er sérstaklega hugleikið að auka lýsisneyslu, sérstaklega hjá ungum börnum og mæðrum þeirra.  Óneitanlega verður manni hugsað til nemenda sinna þegar hörmungar dynja yfir þjóðir þeirra og maður veit aldrei hvað um þau verður sérstaklega ef tengslin eru ekki stöðug. Það var líka sterk reynsla að taka á móti nemendum frá Norður Kóreu og Kúbu meðan ástandið var þar sem verst,” segir Heiða.

“Allt er þetta vel menntað fólk í byrjun og ákaflega áhugasamt um að læra og kynna sér sem best það sem við höfum upp á að bjóða” segir Heiða að lokum.

Fréttir

Rannsóknir tengdar húðvörum

Vegna umfjöllunar um húðvörur frá fyrirtækinu Villimey sem birtist í DV í gær, 16. desember 2016, vill Matís taka eftirfarandi fram:

Í frétt sem Matís birti á vef sínum þann 1. september sl. er um að ræða ónákvæmt orðalag en skilja má hluta fréttarinnar með þeim hætti að Matís hafi rannsakað virkni húðvaranna á líkamsstarfsemi.

Varðandi framkvæmd rannsókna þeirra er um ræðir er hið rétta að jurtir í vatnsupplausn (jurtaextrakt) með jurtum sem notaðar eru í húðvörur Villimeyjar voru prófaðar í margskonar húðfrumuprófum og bandvefsprófum.  Slík próf gefa m.a. vísbendingar um virkni ýmissa efna í húð -og bandvefsfrumum. Í viðkomandi frumuprófum var mælt magn kollagens og magn ensímanna elastasa, málmpróteinasa 1, málmpróteinasa 2 og málmpróteinasa 9.

Prófin sýndu að jurtirnar höfðu hamlandi áhrif á myndun ensímanna. Jafnframt gáfu prófin vísbendingu um aukið magn kollagens í húðfrumum. Þá kom fram virkni við að græða skrámur í frumuþekju með svokölluðu „Scratch wound healing“ prófi (skrámugræðipróf) sem og andoxunaráhrif.

Matís þykir miður að hafa sent frá sér texta sem innihélt ónákvæmt orðalag og biður alla viðeigandi afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Fréttir

Sjálfsagt að vísindamenn vinni með sjómönnum

„Við viljum að það teljist sjálfsagt að vísindamenn vinni með sjómönnum við fiskveiðirannsóknir og að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi líti á vísindamenn sem verðmæta samstarfsaðila í stefnumótunarvinnu,“ sagði Steve Mackinson frá Miðstöð umhverfis-, sjávarútvegs- og fiskeldisvísinda í Bretlandi í nýlegu viðtali í Horizon, EU Research & Innovation Magazine en tilefnið var m.a. WhiteFish verkefnið sem Matís og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) tóku þátt í fyrir Íslands hönd.

Matís, ásamt samstarfsaðilum frá Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi, var þátttakandi í ransóknaverkefninu WhiteFish sem var hluti af FP7, 7. rannsóknaráætlun Evrópu, en verkefninu er nýlokið. Markmið verkefnisins var að þróa og sannreyna aðferð til að reikna út, greina niður á einstakar lotur (t.d. kassa, bretti eða veiðiferð), umhverfisálag þorsk- og ýsuafurða. Verkefnið á sérstaklega að nýtast smáum og meðalstórum fyrirtækjum í virðiskeðju þorsk- og ýsuafurða, þannig að þau geti skráð sjálfbærni afurða og vinnsluleiða. Með því að geta sýnt fram á umhverfisálag einstakra framleiðslulota mun afurð verkefnisins nýtast til að skapa framleiðendum þorsk- og ýsuafurða samkeppnisforskot á markaði sem væntanlega munu skila bættum aðgangi að mörkuðum, hærra verði og aukinni velvild neytenda.

Greinin í heild er á heimasíðu Horizon.

Skylt efni

Fréttir

Handverkssláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti

Hjá handverkssláturhúsinu í Seglbúðum í Landbroti starfar fumkvöðull sem leitaði til Matís um úrlausn sinna mála. Erlendur  Björnsson bóndi hafði lengi haft áform um að koma sér upp kjötvinnslu, til að vinna afurðir úr eigin hráefni. Til þess hafði hann hugsað sér að nýta stóra skemmu við bæinn,  sem hann hafði komið sér upp fyrir nokkrum árum, en var fremur illa nýtt, mestmegnis sem geymsla fyrir tæki og tól.

Eftir nokkra yfirlegu, voru menn ásáttir að húsnæðið mætti eins nýta sem sláturhús af minni gerðinni, auk hefðbundinnar kjötvinnslu. Má segja að ekki sé hægt að komast nær hugmyndafræðinni „Beint frá býli“.

Í hönd fór mikill undirbúningur, sem byggðist m.a. á hönnun og skipulagningu sláturhússins og þeirra verkferla sem þar er krafist og einnig fór mikill tími í samskipti við opinbera eftirlitsaðila þar sem þetta var fyrsta sláturhús sinnar tegundar á landinu. Þá þurfti að sannfæra leyfisveitendur og eftirlitsaðila að jafnvel lítil sláturhús, með takmarkaðan mannafla, þar sem verkferlar byggja meira á handverki en sjálfvirkni, geti uppfyllt allar kröfur sem gerðar eru til sláturhúsa. Nú eru liðnar tvær sláturtíðir frá opnun sláturhússins á þeim tíma hefur verið staðfest að afurðir hússins eru orðnar mjög eftirsóknaverðar enda annáluð gæði hvort heldur litið sé til hollustuhátta eða bragðs og áferðar.

Næstu skref þeirra Erlends Björnssonar og Þórunnar Júlíusdóttur, frumkvöðlana í Seglbúðum í samstarfi við Matís, eru að auka starfssemi hússins og er undirbúningur stórgripasláturhúss, þ.e. nauta og hrossaslátrun, þegar kominn af stað. Sú starfssemi mun styrkja starfssemina og skapa nokkur störf í sveitinni til viðbótar þeim sem urðu til við opnun sauðfjársláturhússins.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.

Fréttir

Matís auglýsir eftir handverksfyrirtækjum

Í sumar fór af stað verkefnið „Craft Reach“ sem hefur það markmið að styðja við sprotafyrirtæki og núverandi smáframleiðendur á afskekktum og strjálbýlum svæðum. Matís er einn af sjö samstarfsaðilum verkefnisins sem styrkt er til þriggja ára af Northern Pheryphery and Arctic programme. Verkefnið mun byggja á velgengni og reynslu verkefnisins „Économusée Craft International“ sem lagði grunninn að þessu verkefni.

Megináhersla verkefnisins er að aðstoða við að byggja upp og markaðssetja handverksfyrirtæki á afskekktum og strjálbýlum svæðum og í leiðinni hvetja unga fólkið og veita því innblástur. Samstarfsaðilar í verkefninu eru frá Noregi, Kanada, Færeyjum, Norður-Írlandi, Írlandi, Íslandi og Grænlandi.

Matís er að nú að leita að handverksfyrirtækjum sem hafa áhuga á því að gerast ÉCONOMUSÉE og tengjast „Craft Reach“ netverkinu. Til að fá meiri upplýsingar er hægt að fara inn á heimasíðuna, www.economusee.eu.

Á Íslandi eru nú þegar til þrjú ÉCONOMUSÉE, þau eru Leir 7 í Stykkishólmi, Arfleifð á Djúpavogi og Gestastofa Sútarans á Sauðárkróki.  

Þau handverksfyrirtæki sem hafa áhuga á því að taka þátt verða að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

ÉCONOMUSÉE er fyrirtæki sem:

  • Nota hefðbundnar handverksaðferðir
  • Framleiða hefðbundnar og/eða nýjar vörur með ákveðin menningartengsl
  • Opna dyr sínar fyrir almenningi til að kynna handverkið og fólkið þar á bak við
  • Er með húsnæði sem hannað er þannig að hægt er að sýna gestum vinnsluna og vörurnar
  • Miðar að því að verða fjárhagslega sjálfstætt

Nánari upplýsingar um verkefnið eða núverandi handverksfyrirtæki má finna á www.economusee.eu.

Ef þú telur að þú uppfyllir ofangreind skilyrði og hefur áhuga á því að vera hluti af þessu spennandi netverki getur þú haft samband við Gunnþórunni Einarsdóttur ( gunna@matis.is).

Frestur til að sækja um er 21. desember.

Skýrslur

Sub-chilling of salmon

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Gunnar Thordarson, Magnea Karlsdottir, Roger Pedersen, Magnus Johannsson, Albert Hognason

Styrkt af:

Norske Forskningsrådet

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Sub-chilling of salmon

Markmið verkefnisins var að auka gæði við framleiðslu á ferskum laxi, með því að bæta kælikeðju við framleiðslu og í flutningi. Með því að nota aðferðir ofurkælingar munu laxaframleiðendur geta lækkað framleiðslukostnað sinn vegna minni flutningskostnaðar og um leið bæta gæði framleiðslunnar. Laxinn var kældur niður í -1.5 °C sem jók líftíma og gæði vörunnar. Ásamt því að bæta framleiðslu við slátrun, slægingu og pökkun getur ofurkæling jafnframt skapað tækifæri fyrir áframvinnslu; flökun, reykingu, bitaskurð o.s.frv. til að bæta sína framleiðslu með aukinni nýtingu og verðmætum ásamt ánægðari viðskiptavinum. Meðal annars gefur ofurkæling möguleika á að flytja kælimiðilinn inn í fiskholdið í stað þess að nota ís við flutning. Í verkefninu var gerður samanburður á kælikeðju ofurkælds lax og hefðbundins. Sá fyrrnefndi var fluttur án íss en sá hefðbundni með ís, til áframvinnslu í Finnlandi og Noregi. Einnig var slíkur samanburður gerður á ofurkældum og hefðbundnum laxi sem fluttur var annarsvegar til Íslands í gegnum Osló og hinsvegar til Tokyo í gegnum Osló. Niðurstöður gefa tilefni til bjartsýni um notkun ofurkælingar í flutningakeðju á laxi, bæði til að lækka flutningskostnað og eins til að tryggja gæði afurða.

The ultimate goals of the project was to increase quality of fresh salmon products, give a more secure cold chain of fresh product, and lower production and logistic costs. Having the fish in a sub-chilled state throughout the production, will give Grieg Seafood several quality advantage including firmer raw material and lower bacteria and enzyme activity in the fresh fish. Fish was packed in a sub-chilled state of -1.5 °C, hence extending shelf-life and quality. This will have several advantages for the primary producer, resulting in products with higher yield and more value, and in products of higher quality for their customer of secondary processing. Secondary processors will have better control of the product logistic and extended time for selling fresh product with longer shelf-life. Using the sub-chilling method, no ice will be needed during logistic, saving enormous transportation costs, especially in airfreight. Comparison between the cold-chain of sub-chilled and traditional produced salmon was executed in this project, with the former transported without additional ice. The salmon was trucked from Simanes to a secondary processors in Finland and Denmark with excellent result. The two groups were also flown to Iceland, via Oslo, and also to Tokyo via truck to Oslo. The result of this comparisons demonstrates that the sub-chilling method could be used to minimize transportation cost and secure the product quality during logistics.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS (V12 062-12)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fullnýting próteina úr grásleppu / Full utilization of proteins from Lumpfish

Markmið verkefnisins var að þróa nýjar próteinafurðir úr hráefni sem fellur til við vinnslu grásleppuhrogna. Á þann hátt var stefnt að því að ná enn meiri verðmætum úr hráefninu með því að framleiða verðmætar próteinafurðir úr grásleppu. Í verkefninu var þróun þriggja afurða könnuð, 1) einangruð prótein fyrir surimi, 2) þurrkuð prótein sem íblöndunarefni og 3) vatnsrofin prótein sem íblöndunar og/eða fæðubótarefni. Illa gekk að einangra prótein úr grásleppuholdi en niðurstöður úr lífvirknimælingum á afurðum úr vatnsrofnum próteinum lofa góðu fyrir áframhaldandi rannsóknir.

The aim of the project was to develop new products from lump fish to increase the yield and value of the catch. In the project the aim was to develop three types of products: 1) isolated proteins for surimi, 2) dry proteins as additives and 3) hydrolysed proteins as additives and/or food supplements. The project revealed that protein isolation from lump fish is difficult but hydrolysed proteins showed promising bioactive properties.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of salt content in slurry ice on quality of fresh and thawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/12/2015

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Björn Margeirsson, Gísli Kristjánsson, Sigurjón Arason, Magnea G. Karlsdóttir, Sæmundur Elíasson, Arnljótur B. Bergsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútveg (R 12 029-12)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Effect of salt content in slurry ice on quality of fresh and thawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Markmið tilraunarinnar var að bæta aðferðir við kælingu og geymslu á ferskum afurðum í því skyni að bæta gæði frystra makrílafurða. Samanburður var gerður á kælingu í hefðbundnum ískrapa og saltbættum ískrapa. Með því að bæta salti í ískrapann var vonast til að lækka mætti hitastig fersks makríls og viðhalda þannig gæðum hans lengur. Ferski makríllinn var geymdur í allt að sjö daga frá veiðum. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort þessu mismunandi kæling á ferskum makríl hefur áhrif á gæðarýrnun frystra makrílafurða. Niðurstöðurnar sýndu að hitastigdreifing í kerunum var í samhengi við saltstyrk þar sem lægra hitastig fékkst í keri með hærra saltinnihaldi (3,3%). Aftur á móti hafði frostgeymslan mun meiri á áhrif á gæðaþætti eins of ferskleika og los makrílafurðanna samanborið við áhrif forkælingar, þar sem áhrif mismunandi saltstyrks í ískrapanum var hverfandi m.t.t. þessara gæðaþátta.

The present experiment is part of the research project – Increased value of mackerel through systematic chilling. The aim of this study was to improve methods of chilling and storing of fresh products in order to obtain better quality of frozen mackerel products. This project was carried out to develop slurry ice mixture with addition of extra salt, with the intention of temperature decrease during chill storage up to seven days after catch. Secondary objective of this research was to investigate if different chilling condition of fresh fish has an effect on the quality assignment of long-term frozen mackerel products. The results showed that temperature distribution in the tubs was correlated to the salt concentration where lower temperature was obtained in the tub with higher salt content (3.3%). Furthermore, freshness, gaping and peritoneum deterioration have been affected by the storage process but not by different salt concentration in slurry ice during chilled storage. Due to high quality variation within the same group of the mackerel is needed to conduct more methods for quality evaluation such as oxidation analysis and sensory analysis.

Skýrsla lokuð til 01.01.2018

Skoða skýrslu
IS