Fréttir

Markaðsaðstæður hafa áhrif á nýtingu og verðmætasköpun

Svipull er sjávarafli og sviptingar sjást jafnframt á mörkuðum hvorttveggja hefur áhrif á ráðstöfun afla til vinnslu hjá verkendum. Eins og fram kom í erindi Sveins Margeirssonar á Sjávarútvegsráðstefnunni 24. október s.l. var nýting sjávarafla sem útfluttar vörur skv. hagtölum 48% árið 2015. 

Löngum hefur verið vitað að svipull er sjávarafli og sviptingar geta jafnframt einkennt aðstæður á mörkuðum og slíkt hefur áhrif á hvað verður um aflann í vinnslu hjá verkendum og að lokum hvernig afurðir sem unnar eru úr aflanum eru seldar. Eins og fram kom í erindi Sveins Margeirssonar á Sjávarútvegsráðstefnunni 24. október s.l. var nýting sjávarafla sem útfluttar vörur skv. hagtölum 48% árið 2015.

Útflutningsnýting, ef svo má segja, lækkaði um 12 prósentu stig frá 2014 til 2015. Árið 2015 fluttum við út 631,8 þúsund tonn af sjávarafurðum, 22,5 þúsund tonnum minna en árið 2014 þrátt fyrir að veiða 242 þúsund tonnum meira en 2014 eða 1.319,3 þúsund tonn í stað fyrir 1.076,8 þúsund tonn árið 2014. Í afla munar mestu um 240,9 þúsund tonn meira af loðnu sem landað var 2014 en 2015. Árið 2015 fluttum við 92 þúsund tonnum minna af frystum afurðum en um 65 þúsund tonnum meira af mjöli og lýsi. Þá fluttum við út nærri 300 tonnum minna af hertum sjávarafurðum 2015 en 2014. Hér er um allan afla að ræða, áður hefur verið bent á að nýting Íslendinga á þorski nam árið 2015 um 77%. Áhersla rannsókna og nýsköpunar hefur verið að auka þá nýtingu með verðmætamyndandi hætti.

Timalina-ensk_2015Nýting afla til útflutnings og verðmætasköpunar

Þessar tölur bera með sér nokkuð af þeim breytingum sem birst hafa í útflutningsskýrslum íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja að undanförnu. Má leiða líkum að breytingar á mörkuðum með sjávarafurðir hafi haft áhrif sem leitt hafi til þessarar niðurstöðu rétt eins og takmörkun á aðgengi að Rússlandsmarkaði. Lækkun olíuverðs hefur haft víðtækar afleiðingar þar á meðal minnkandi kaupmátt í Nígeríu sem verið hefur mikilvægur markaður fyrir hertar sjávarafurðir, þeirrar þróunar varð vart með óyggjandi hætti á árinu 2015. Sumarið 2015 bættu rússnesk stjórnvöld Íslandi á lista landa hvaðan óheimilt væri að flytja inn matvæli eins og ítrekað hefur verið tekið fram í almennri umræðu. Hvorttveggja er meðal utanaðkomandi áhrifaþátta á nýtingu sjávarfangs.

Eins mikilvæg og góð nýting afla er m.t.t. umhverfisálags af veiðum og vinnslu er það verðmætamyndunin sem knýr hjól efnahagslífsins. Útflutningsverðmæti sjávarafurða 2015 námu 264,5 milljörðum króna sem var um 20,6 milljörðum hærra en árið 2014. Árið 2015 fékkst 201 kr. á hvert aflað kg með útflutningi, um 26 minna en fyrir hvert aflað kg árið 2014. Hinsvegar var meðal verðmæti hvers útflutts kg 418 kr. árið 2015 um 46 kr. hærra en árið 2014.

Hagnýting vísindalegrar þekkingar skiptir máli fyrir framþróun atvinnugreina og samkeppnishæfni þeirra. Fáist að endingu meira fyrir hverja einingu, hvert kg sem úr sjó er dregið, þarf minna til að skapa sambærileg verðmæti sem minnkað getur umhverfisálag af veiðum og vinnslu. Með rannsóknum og nýsköpun hefur orði vart við framþróun í íslenskum sjávarútvegi á undanförnum árum, það kemur þó fleira til, þar á meðal vega markaðsaðstæður þungt og þolinmæði við uppbyggingu markaða er mikilsverð.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson sviðsstjóri Innleiðingar og áhrifa

Fréttir

Tvær nýjar greinar í Icelandic Agricultural Sciences

Tvær nýjar greinar voru að koma út í hefti 29/2016 af vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences og hægt er að nálgast hana á slóðinni http://www.ias.is/landbunadur/wgsamvef.nsf/key2/bsinaawuad.html.

Fyrri greinin nefnist „Strongyloides stercoralis found in imported dogs, household dogs and kennel dogs in Iceland“ og er eftir Matthías Eydal and Karl Skírnisson.

Höfundar tóku saman yfirlit um tilfelli sem greinst hafa af sníkjuþráðorminum Strongyloides stercoralis í hundum á Íslandi en ormurinn hefur greinst í saursýnum úr 20 (0.6%) hundum sem fluttir voru til landsins um einangrunarstöðvar á árunum 1989-2016. Árið 2012 greindist ormurinn svo í mörgum hundum á íslenskri hundaræktunarstöð og ennfremur í nokkrum hvolpum sem keyptir hafa verið þar og í tveimur heimilishundum sem höfðu haft samgang við hunda frá hundaræktunarstöðinni.Ormalyfjagjafir og aðrar aðgerðir í hundaræktunarstöðinni virðast hafa borið umtalsverðan árangur en ormurinn hefur þó greinst í stökum saursýnum á undanförnum árum. Talið er að þráðormurinn hafi borist inn í hundaræktunarstöðina með innfluttum hundi, þrátt fyrir endurteknar ormalyfjagjafir í einangrunarstöð hefur smitast milli hunda í ræktunarstöðinni og borist þaðan út með seldum hundum.

Þessi grein sýnir að við þurfum stöðugt að vera á varðbergi gagnvart innfluttum sjúkdómum í dýr hér á landi og mikilværi þess að halda utan um gögn nýtast við að finna leiðir til að halda þessum sjúkdómi í skefjum.

Seinni greinin nefnist „Geothermal ecosystems as natural climate change experiments: The ForHot research site in Iceland as a case study“ eftir Bjarna D. Sigurðsson og 20 aðra höfunda.

Rannasóknin sem hér er fjallað um nýtir sér þær sérstöku aðstæður að jarðvegur á jarðhitasvæði hefur hlýnað og hægt að bera vistkerfi þar saman við jarðveg án hita. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á áhrif hlýnunar á norðlæg þurrlendisvistkerfi. Rannsóknirnar  fóru  fram  á  þremur  stöðum í  Ölfusi, í næsta nágrenni Hveragerðis: i) í graslendum sem hafa verið undir áhrifum jarðvegshlýnunar í langan tíma allavega í 50 ár, ii) í samskonar  graslendum sem byrjuðu fyrst að hitna vorið 2008 eftir Suðurlandsskjálftann og  iii) í gróðursettum 50 ára sitkagrenisskógi sem einnig byrjaði að hitna vorið  2008.  Reynt var að velja þannig að upphitunin yrði sem næst +1, +3, +5, +10 og +20 °C. Efnagreiningar sýndu engin merki þess að jarðhitavatn næði upp í jarðveg svæðanna og lokaniðurstaðan var að jarðhitasvæði ForHot verkefnisins framkölluðu aðstæður sambærilegar við ýmsar stýrðar jarðvegsupphitunartilraunir erlendis sem notaðar eru til að rannsaka áhrif hlýnunar á þurrlendisvistkerfi.

Þessi greinin segir frá stóru verkefni sem fjöldi manns og stofnana koma að og nú þegar hafa bæði MS og ein doktorsritgerð auk nokkurra greinar byrst um það og margar eiga örugglega eftir að koma á næstu árum. Áhugi manna á þessu verkefni nær langt út fyrir landsteinana sýnir þörf manna að kynna sér og rannsaka hver möguleg áhrif hlýrra loftslags kunni að hafa á náttúruna.

Skýrslur

Þróun aðferðar til að meta sýkingarálag í fiskeldi / Method development to estimate infection load in aquaculture

Útgefið:

15/12/2016

Höfundar:

René Groben, Viggó Þór Marteinsson

Styrkt af:

AVS (S 15 006-15)

Tengiliður

René Groben

Verkefnastjóri

rene.groben@matis.is

Þróun aðferðar til að meta sýkingarálag í fiskeldi / Method development to estimate infection load in aquaculture

Markmið forverkefnisins var að búa til DNA þreifara sem binst við erfðaefni fisksjúkdómsvaldandi bakteríanna Flavobacterium psychrophilum og Aeromonas salmonicida,undirtegund achromogenes, sem hægt væri að skima eftir með notkun flúrljómunartækni í smásjá (FISH) og í örverugreini (flow cytometry). Einn sértækur DNA þreifari fyrir bakteríunni F. psychrophilum var búin til með samsetning tveggja og notaður með mjög góðum árangri til að skima fyrir bakteríunni með örverugreini og FISH tækni. Ekki var hægt að búa til sértæka DNA þreifara fyrir A. Salmonicida,undirtegund achromogenes, þar sem auðkennisgen (16S rDNA) hennar er of líkt öðrum Aeromans tegundum sem eru ekki sýkjandi. Nauðsynlegt verður að þróa nýja þreifara sem eru einstakir fyrir A. Salmonicida, undirtegund achromogenes. Örverugreinirinn (flow cytometry) er mjög hraðvirkt tæki til að greina bindingu sértækra DNA þreifara við örverur sem gerir tækið mjög hentugt til að greina sjúkdómsvaldandi bakteríur í vatni. Magngreining baktería með slíkri tækni er þó háð ýmsum annmörkum en hún gefur samt mjög góða vísbendingu um ástand vatnsins í eldinu svo hægt sé að meta sýkingarálagið. Niðurstöður þessa forverkefnis sýna að hægt er að meta sýkingarálag í fiskeldi á hraðvirkan hátt en nauðsynlegt er að þróa áfram og sannreyna aðferðafræðina við raunaðstæður í fiskeldi. Gert var ráð fyrir þessu í upphafi þessa forverkefnis og hafa þátttakendur sótt um framhaldsstyrk til AVS sem byggir á núverandi niðurstöðum og verður aðferðafræðin prófuð við raunaðstæður í bleikjueldi.

The aim of this proof-of-concept study was the development and application of molecular probes for the fish pathogens Flavobacterium psychrophilum and Aeromonas salmonicida subsp. achromogenes, and their detection through Fluorescence In Situ Hybridization (FISH) and flow cytometry. A combination of two species-specific FISH probes was successfully used in combination with flow cytometry to identify and detected F. psychrophilum strains. It was not possible to find specific FISH probes for A. salmonicida subsp. achromogenes. The bacterium is too similar to other Aeromonas species in its 16S rRNA gene sequence and does not contain suitably unique regions that could have been used to develop a species-specific FISH probe. Flow cytometry offers a fast detection system for FISH probes, although technological limitations make reliable quantification difficult. The system is therefore best suited as a semi-quantitative early warning system for emerging fish pathogens in water samples from aquaculture tanks. The results of this preliminary project show that it is possible to estimate the infection load for certain pathogens in aquaculture rapidly but it is necessary to develop the methodology further and test it under real aquaculture conditions. The participants have applied to AVS for new funding based on these results; to develop our rapid methodology further, expand it to more pathogens and test it under real aquaculture conditions.

Skoða skýrslu

Fréttir

Uppfærðar starfsreglur stjórnar Matís

Uppfærðar starfsreglur stjórnar Matís voru samþykktar á stjórnarfundi félagsins síðdegis í gær. Starfsreglurnar eru settar í samræmi við ákvæði laga um hlutafélög, sbr. 4. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995, sbr. lög nr. 89/2006 (opinber hlutafélög).

Í reglunum er kveðið nánar á um framkvæmd starfa stjórnar Matís til fyllingar ákvæðum hlutafélagalaga þar að lútandi. Stjórn skal fylgja leiðbeiningum um góða stjórnarhætti fyrirtækja. Hér er einkum vísað til leiðbeininga Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja og leiðbeiningar Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um stjórnarhætti fyrirtæka í eigu ríkisins.

Starfsreglur stjórnar

Stjórnarhættir fyrirtækja af vef Samtaka atvinnulífsins

Leiðbeiningar OECD

Fréttir

Lofgjörð um Matís úr landsuðri – Færeyingar sjá tækifæri í rannsóknum og þróun sjávarútvegs

Nýlega skilaði nefnd um endurskoðun á fiskveiðistjórnun í Færeyjum skýrslu. Eðli málsins samkvæmt er fjallað um fleira en fiskveiðistjórnun eina og sér og farið er í skýrslunni í margbreytileika sjávarútvegs, markmið og mögulegan ávinning af veiðum, vinnslu, dreifingu og sölu sjávarfangs með nýsköpun og rekjanleika. Nefndin lítur út fyrir eyjarnar 18 og ber saman fyrirkomulag og framvindu mála í sjávarútvegi í Noregi og á Íslandi við færeyskan sjávarútveg.

Nefndin tók m.a. mið af samvinnu sem miðað hefur að því að koma öllum afla af þremur hafsvæðum í land undir yfirskriftinni „Alt í land“. Sérstaklega er kafað ofan í rannsóknir og þróun í sjávarútvegi og í því sambandi er máli sérstaklega vikið að íslenskum sjávarútvegi og því samstarfi sem Matís hefur leitt í nánu samstarfi við íslensk fyrirtæki í sjávarútvegi og fyrirtæki sem þjóna sjávarútvegsfyrirtækjum. Nefndin metur að forgangsraða þurfi rannsóknum og þróun í þágu matvælaframleiðslu. Þá leggur nefndin til að kannað verði hvort stofna eigi matvælarannsóknaeiningu í líkingu við Matís í Færeyjum.

Bent er á að tæknileg nýsköpun hefur verið forsenda vermætaaukningar í gegnum alla virðiskeðju sjávarafurða og eru Íslendingar sagðir hafa verið sérstaklega duglegir í að þróa nýja tækni. Í samhengi við nýsköpun er orðum aftur vikið að Matís og dæmi á borð við betri og hraðari kælingu, betri blóðgun og þvottur, ný kælitækni, styttra úthald og togtími og stjórnun fiskveiða með hliðsjón af kröfum markaða eru nefnd.

Í lokaorðum skýrslunnar er Matís sagt geta orðið Færeyingum innblástur í rannsóknum í þágu matvælaframleiðslu, þar sem rannsóknir og þróun geti haft afgerandi áhrif á að gera vinnslu aukins hluta aflans í landi mögulega.

Matís-ingar, en með slíkum hætti vitna starfsmenn Matís oft til sjálfs síns, eru virkilega kátir með frændur okkar í Færeyjum og hrós úr þessari átt hvetur okkur enn frekar til dáða.

Samantekt Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) um fiskveiðistjórnun í Færeyjum.

Úr skýrslu Færeyinga, skýrsluna má í heild sinni finna hér

10.4.1 Verkætlanin “Alt í land”

Verkætlanin fevndi um botnfiskiskapin í trimum økjum: føroyskum havøki, grønlendskum havøki og í Barentshavinum, og arbeitt varð samstundis í fýra londum: Noregi, Grønlandi, Íslandi og Føroyum. Aðrir samstarvsfelagar í verkætlanini vóru fyritøkurnar Nofima í Noregi og Matís í Íslandi og Nátturugranskingarstovan í Grønlandi. Av tí at frágreiðingin varð liðug í juni í ár, so fer umrøðan av hesum evninum at vera nógv grundað á greiningarnar og niðurstøðurnar frá verkætlanini.

10.5.1 Samanberingar millum Noreg og Ísland

Tøknilig nýskapan er ein avgerandi fortreyt fyri virðisøking. Her hava íslendingar verið serstakliga dugnaligir at menna nýggja tøkni í øllum liðum. Ein sera týdningarmikil viðspælari í hesi menning er matvørugranskingarstovnurin, Matís (www.matis.is). Betri og skjótari niðurkøling, betri útbløðing og vasking, nýggj ísingartøkni, stytt túralongd og tógtíð og skipan av fiskiskapinum eftir tí, sum marknaðurin ynskir, eru dømir um tøkniliga nýskapan og betringar umborð á fiskiskipunum.

10.6 Gransking og menning

Sum umrøtt omanfyri, hevur íslendska fiskivinnan ment seg sera nógv seinastu árini. Ein sera týðandi partur í hesi menningini er tann gransking, sum matvørustovnurin, Matís, hevur staðið á odda fyri í tøttum samstarvi við vinnuna.

Nevndin metir, at tað almenna saman við vinnuni eigur at bera so í bandi, at menning og gransking í matvøruframleiðslu verður raðfest frammarlaga í Føroyum. Í hesum sambandi kann verða umhugsað at seta ein matvørugranskingarstovn á stovn, sum hevur Matís sum fyrimynd.

10.7 Niðurstøður og tilmæli

Nevndin metir tað vera avgerandi, at menning og gransking av matvøruframleiðslu verða raðfest frammarlaga. Vantandi lønsemi er ein týðandi forðing í mun til at fáa ein størri part av fiskinum í land, og her kann gransking og menning hava ein avgerandi leiklut. Íslendski granskingarstovnurin, Matís, kann vera íblástur í mun til gransking í matvøruframleiðslu.

Úr samantekt SFS (af bls. 22.):

Tækniþróun og nýsköpun eru lykilskilyrði í virðisaukningu og er tekið fram í færeysku skýrslunni að Íslendingar hafi verið sérstaklega framarlega í að þróa nýja tækni í gegnum alla virðiskeðjuna. Í skýrslunni er vísað sérstaklega til starfs Matís, sem oftar en ekki vinnur náið með fyrirtækjunum. Þá má einnig nefna AVS sjóðinn og frumkvæði fyrirtækjanna sjálfra og samstarf þeirra við öflug og framsækin fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn. Ýmis tækni hefur verið þróuð sem stuðlar m.a. að betri kælingu, bættri meðhöndlun á afla um borð og vöruþróun. Flutningur á vörum er einnig lykilatriði, en verulegur árangur hefur náðst við að fækka flöskuhálsum við flutning og stytta tímann milli framleiðslu og afhendingar á vörum frá Íslandi. Í skýrslunni er sérstaklega horft til starfsemi Matís hér á landi að því er rannsóknir og þróun varðar.

Fréttir

Ofurkælingin vinnur til verðlauna

Hugmyndin að ofurkælingaverkefninu (e. Superchilling of fish), sem er samstarfsverkefni Grieg Seafood í Noregi, 3X Technology, Matís, Iceprotein, FISK Seafood, Skagans, Hätälä í Finnlandi og Norway Seafood í Danmörku með stuðningi frá Nordic Innovation og Rannís, var valin sem Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016, og hlaut að launum Svifölduna, á ráðstefnunni sem fram fór í lok nóvember.

Svifaldan, verðlaunagripurinn fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016, var nú veitt í sjötta sinn, en markmiðið er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum. Svifaldan er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viðurkenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndunum.

Að þessu varð ofurkæling valin sem Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2016 og tók Albert Högnason hjá 3X við verðlaununum á ráðstefnunni. Með viðtöku Sviföldunnar er sviðsljósi beint að samstarfsverkefninu og samstarfinu sem skilar aukinni þekkingu á kælingu fisks.

Svifaldan 2016 Albert Högnason, 3X, Gunnar Þórðarson, Matís | Svifaldan 2016 | Copyright Gusti.

Um ofurkælingarverkefnið

Umtalsverðar rannsóknir hafa verið gerðar um áhrif ofurkælingar á vinnslu og afurðargæði í sjávarútveg og eldisframleiðslu og eru niðurstöður afgerandi. Með ofurkælingu er átt við að færa kæliorku inn í fiskvöðvann strax eftir veiðar/slátrun, þar sem innan við 20% af vatnsinnihaldi er fryst. Í botnfiski er miðað við að kæla niður í -0,7 °C og -1,5 °C í laxi, sem er feitari og því er frystimark hans lægra. Í báðum tilfellum er um fasaskipti að ræða við þessi hitastig og þarf töluverða orku til að fara niður fyrir þau. Miklar rannsóknir hafa verið gerða á ofurkælingu og hefur verið sýnt fram á að engar skemmdir verða á frumum vegna ískristallamyndunar svo framarlega sem kæling er innan skilgreiningar. Mikil tækifæri geta legið í flutningi á ofurkældum ferskum fiski (lax/bolfiskur) þar sem mikið sparast við að losna við ís í flutningskeðju, sérstaklega með flugi. Um 10% af þyngd á hefðbundnum afurðum við flutning er ís og því bæði fjárhagslegur og umhverfislegur ávinningur með aðferðinni. Lækkun á sótspori við framleiðslu og flutning á fiskafurðum er mikilvægt markaðstæki til framtíðar. Mestu munar þó um að sýnt hefur verið fram á betri flakagæði með ofurkælingu og þannig kann aðferðin að auka gæði fiskafurða.

Nánari upplýsingar hjá Matís veitir Gunnar Þórðarson.

Fréttir

Matís með fyrirlestur fyrir ungmenni í Færeyjum

Guðmundur Stefánsson frá Matís var fyrir stuttu hjá Varðin Pelagic vegna makríls verkefnis og hélt m.a. fyrirlestur um mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í sjávarútvegi fyrir ungmenni í Tvøroyri á Suðurey en Varðin Pelagic er staðsettur þar.

Mynd_af_VardinPelagic

Frétt um þetta birtist á heimasíðu Varðin Pelagic.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Stefánsson hjá Matís.

Skýrslur

Influence of seasonal variation and frozen storage temperature on the lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/12/2016

Höfundar:

Paulina E. Romotowska, Magnea G. Karlsdóttir, María Gudjónsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 040-12)

Influence of seasonal variation and frozen storage temperature on the lipid stability of Atlantic mackerel (Scomber scombrus)

Áhrif geymsluhitastigs (-18 °C vs. 25 °C) og veiðitíma (ágúst vs. september) á niðurbrot fitu í Atlantshafs makríl veiddum við Íslandsstrendur voru skoðuð í þessu verkefni. Stöðugleiki fitunnar var metinn með því að mæla fyrstastigs (PV) og annarsstigs myndefni þránunar (TBARS), fríar fitusýrur (FFA) auk fitusýrusamsetningu. Niðurstöðurnar sýna marktækan mun í fituniðurbroti með langvarandi geymslu, þar sem niðurbrotið var marktækt minna þegar geymt var við – 25 °C samanborið við -18 °C. Auk þessa var fiskur veiddur í september með hærri þránunargildi samanborið við fisk frá ágúst. Aftur á móti var ensímatískst fituniðurbrot meira í águst en september. Niðurstöðurnar gáfu einnig til kynna að magn ómega-3 fjölómettaðra fitusýra var nokkuð stöðugt út geymslutímann. Með öðrum orðum þá sýndu niðurstöðurnar að hitastig í frostgeymslu hafði mikil áhrif á fituniðurbrot en stöðugleikinn var háður því hvenær fiskurinn var veiddur.

Lipid deterioration of Atlantic mackerel (Scomber scombrus) caught in Icelandic waters was studied, as affected by different frozen storage temperatures (-18 °C vs. -25 °C) and seasonal variation (August vs. September). The lipid stability was investigated by analyses of hydroperoxide value (PV), thiobarbituric acid reactive substances (TBARS), free fatty acids, as well as changes in fatty acid composition. Results showed significant lipid deterioration with extended storage time, where the lower storage temperature showed significantly more protective effects. Furthermore, a higher lipid oxidation level was recorded for fish caught in September than in August, although lipid hydrolysis occurred to be greater for fish in August than in September. Moreover, results indicated a rather stable level of omega-3 fatty acid during the whole frozen storage period. The analysis indicated that both lipid oxidation and hydrolysis were affected by the frozen storage temperature and the stability differed with regards to season of catch.

Skýrsla lokuð til 01.01.2018

Skoða skýrslu

Skýrslur

Values from waste / Hliðarafurðir í verðmæti

Útgefið:

29/11/2016

Höfundar:

Oddvar Ottesen, Jón Árnason, Birgir Örn Smárason, Nonna Zhuravleva, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Nordregio

Values from waste / Hliðarafurðir í verðmæti

Skýrslan lýsir fyrstu niðurstöðum verkefnis tækniyfirfærsla til þróunar og nýsköpunar við framleiðslu virðisaukandi afurða úr vannýttum hliðarafurðum fiskvinnslu á þremur mismunandi svæðum þ.e. Norður Íslandi, Norður Noregi og Norðvestur Rússlandi. Verkefnið var sameiginlegt átak rannsókna- og þróunaraðila auk fiskiðnaðar á svæðunum. Skýrslan gefur innsýn í magn ónýttra afurða á svæðinu. Auk þess er fjallað um nýtingu þriggja ónýttra hráefna, blóðs, svilja og augna, og mögulega nýtingu þeirra sem lífvirkra efna í sér fóður fyrir fisk auk annarra nota.

The report describes first results of work on technology transfer for development and innovation for production of value added products from underutilized by-products of fish production and processing in three different areas i.e. Northern Iceland, Northern Norway and North Western Russia. The project is a joint effort of research and development entities and fish processing industries in the above mentioned areas. The report gives an overview on availability of underutilized by-products in the area. In addition, possible ways of utilizing three different by products, fish blood, fish testes and fish eye compounds, and how they might be used as bioactive compounds into speciality feeds for aquaculture and other possible products.

Skoða skýrslu

Fréttir

Tæknivæðing fiskvinnslu í Kanada

Matís var þátttakandi á ráðstefnu á vegnum CCFI (The Canadian Center for Fisheries Innovation www.ccfi.ca) 15.-16. nóvember sl. en ráðstefnan (Process Automation in Seafood Processing www.ccfi.co/workshop) fjallaði um framtíð tæknivæðingar og notkun sjálfvirkni í fiskvinnslu í Kanada.

Undanfarin ár hefur tækniþróun í uppsjávar- og bolfiskvinnslu fleytt hratt fram á Íslandi og horfa nú önnur lönd til okkar og þess árangurs sem hér hefur náðst.

Fulltrúar Íslendinga á ráðstefnunni voru Sæmundur Elíasson frá Matís og Ögmundur Knútsson frá Háskólanum á Akureyri.

Í erindi Sæmundar var fjallað um þá tækniþróun sem hefur rutt sér til rúms í íslenskum sjávarútvegi. Í uppsjávarvinnslu hefur sá árangur náðst að ferlar í veiðum og vinnslu eru að mestu leiti sjálfvirkir og hvergi í ferlinu snertir mannshöndin fiskinn. Verklagið eykur matvælaöryggi og auðveldar rekjanleika afurða í gegnum vinnsluferlin.

Bolfiskvinnslan á íslandi hefur í gegnum tíðina krafist meiri erfiðisvinnu við vinnslu en nýlegar tæknilausnir eru að snúa þeirri þróun við þannig að fleiri störf eru að færast í gæðastjórnun og eftirlit. Í landvinnslu bolfisks hefur verið bylting í skurðartækni flaka sem fer nú fram í sjálfvirkum vélum. Einnig hafa stærri vinnslur tæknivætt pökkun og frágang afurða þar sem þjarkar (e. robots) sjá um verkið.

Þáttur í tæknivæðingu íslendinga hefur einnig teygt anga sína út á sjó þar sem stýringar á blæðingar- og kæliferlum hafa aukist. Nýjustu togararnir verða einnig búnir sjálfvirkni í færslu kera af millidekki og niður í lest skipanna en sú þróun mun gjörbylta vinnuumhverfi sjómanna og auka bæði öryggi manna og afla um borð. Loks var í erindinu farið yfir hvata og áskoranir þeirra aðila sem að tækniþróuninni koma en þar eru samvinna framleiðanda, þróunaraðila, rannsókna og stjórnvalda lykilatriði að árangri.

Erindi Ögmundar fjallaði um sögu og þróun íslensks sjávarútvegs þar sem farið var yfir þróun fiskveiðistjórnunar, veiða, skipaflota og sett í samhengi við verðmætasköpun sem hefur aukist töluvert undanfarna áratugi. Þrátt fyrir minna veitt magn hefur íslendingum tekist að auka verðmætasköpun þess fisks sem kemur úr sjó með bættri nýtingu og verðmeiri afurðum. Tæknivæðing og sjálfvirkni hefur spilað stóran þátt í þeirri þróun og einnig hjálpað til við að staðla framleiðslu og lengja geymsluþol ferskra afurða, sem er mikilvægt fyrir íslendinga vegna fjarlægðar frá mörkuðum.

Áhersla íslendinga á þessa tækniþróun hefur skapað tækifæri fyrir útflutning tæknilausna og áhugi Kanadamanna leyndi sér ekki. Þeirra aðstæður eru að mörgu leiti frábrugðnar þar sem mestu verðmæti sjávarfangs eru í krabba-, humar og skelfiskvinnslu. Mikil áhersla er sett á þessar verðmiklu tegundir meðan bolfiskur og uppsjávarfiskur mæta afgangi. Það vakti því áhuga Kanadamanna hversu mikið verðmæti íslendingar ná að skapa úr því hráefni og mikið var einnig rætt um hagkvæmi fiskveiðistjórnunarkerfis íslendinga í samanburði við það Kanadíska.

Ljóst er að tæknivæðing og sjálfvirkni sjávarútvegs leiðir til margra tækifæra og athyglivert er að íslendingar séu leiðandi afl í þeirri þróun. Þessi þróun mun skapa þörf fyrir aukna menntun og sérþekkingu í iðnaðinum og breyta störfum í sjávarútvegi þar sem framleiðslugeta og afurðagæði aukast til muna.

IS