Fréttir og viðburðir

Rjómabúið Erpsstöðum vekur athygli forseta Íslands - 8.12.2017 Fréttir

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, var í heimsókn hjá Rjómabúinu Erpsstöðum í vikunni. Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir reka þar blómlegt bú en þau, ásamt börnum sínum, hafa stundað nýsköpun af kappi undanfarin ár og áratug. Þau eru sannarlega ímynd hins íslenska frumkvöðlabónda.

Lesa meira

Nýsköpun og þróun á vörum og þjónustu eru mjög mikilvæg fyrir sjálfbæran vöxt fiskeldis - 6.12.2017 Fréttir

Matís var þátttakandi í verkefninu Aquaculture Innovation Network for northern Periphery and Arctic (AINNPA) sem styrkt var af Northern Periphery and Arctic Programme (NPA). Verkefnið, sem var forverkefni samstarfsaðilana fyrir undirbúning stærra verkefnis, snérist um að tengja saman lítil og meðalstór þróunarfyrirtæki á NPA svæðinu við fiskeldisiðnaðinn.

Lesa meira

Við þurfum gögn! - 5.12.2017 Fréttir

Til þess að geta tekið út og metið mataræði landsmanna þá þurfum við gögn. Þau eru ekki til staðar, a.m.k. ekki nýleg gögn. Sömuleiðis þurfum við gagnagrunn þar sem neysla landsmanna á matvælum er tengd við innihald þessara matvæla. Án þessa vitum við ekki hvar við stöndum þegar kemur að næringarefnum, aðskotaefnum né aukefnum! 

Lesa meira

Kornrækt á norðlægum slóðum - 1.12.2017 Fréttir

Þann  29. nóvember  var haldin ráðstefna um kornrækt á Íslandi í höfuðstöðvum Landgræðslunnar í Gunnarsholti. Fram kom að mikilvægt er að auka kornrækt á norðlægum slóðum til að mæta þörfum mankynsins fyrir holl og næringarrík matvæli í framtíðinni. 

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir

Making sense! 3.5.2018 - 4.5.2018 Matís - Nordic Sensory Workshop

Save the date! 
Iceland, May 3-4, 2018 | The Nordic Workshop in Sensory Science

 

Viðburðasafn