Fréttir og viðburðir

Logo Matís

Aðhaldsaðgerðir - 17.8.2017 Fréttir

Í síðastliðnum mánuði þurfti yfirstjórn Matís að grípa til aðgerða, m.a. vegna styrkingar íslensku krónunnar og niðurstaðna úr alþjóðlegum samkeppnissjóðum. Í þessu samhengi er rétt að benda á að ólíkt mörgum ríkisaðilum er Matís að stærstum hluta rekið fyrir sjálfsaflafé og er umtalsverður hluti þess fjár vegna alþjóðlegra rannsóknaverkefna, sem m.a. hefur verið grundvöllur fyrir vexti Matís sl. ár.

Lesa meira

Þróun, gæði, öryggi og framleiðsla á hrápylsum úr ærkjöti - 17.8.2017 Fréttir

Rúnar Ingi Tryggvason tók til umfjöllunar í sérverkefni við Matvælafræði við Háskóla Íslands framleiðslu á hrápylsum úr verðminni kjötstykkjum, svosem eins og úr ærkjöti eða hrossum. Verkefnið var unnið í samstarfi við Matís og Beint frá býli og með styrk frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins.

Lesa meira

Lætur þú fólk prófa vöruna áður en hún fer á markað? - 14.8.2017 Fréttir

Matís skipuleggur sautjándu ráðstefnu Nordic Sensory Workshop (NSW) dagana 3. til 4. maí 2018. Viðfangsefni ráðstefnunnar er samspil mismunandi skynjunar og notkun skynmats í matvælaiðnaði. 

Lesa meira

Heilindi mikilvæg í verslun með matvæli - 11.8.2017 Fréttir

Heilindi í viðskiptum er forsenda trausts. Heilindi í viðskiptum með matvæli eru lykillinn sem lýkur upp pyngjum neytenda til langframa. Áföll hafa dunið yfir matvælaframleiðendur og neytendur og traust laskast vegna hneyksla sem skekja matvælaiðnaðinn. Matís er þátttakandi í verkefninu MatarHeilindi.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir

World Seafood Congress 2017 10.9.2017 - 13.9.2017 Harpa tónlistarhús - Viðburðir

World Seafood Congress (WSC) verður haldin í Reykjavík 10. – 13. september 2017, í fyrsta sinn í einu Norðurlanda. Matís sér um skipulagninguna sem er vel á veg komin.

 

Viðburðasafn