Fréttir og viðburðir

Gæludýr njóta góðs af vinnu Matís um borð í norskum línubátum - 23.6.2017 Fréttir

Ásbjörn Jónsson, ráðgjafi hjá Matís tekur túr um mánaðarmótin júlí/ágúst með Frøyanes AS, norskum línbáti, til að veita ráðgjöf hvernig nýta má hráefni, sem annars væri hent, til framleiðslu á gæludýrafóðri. Óhætt er að segja að hundar og kettir séu raunverulegir hagaðilar enda gæludýrafóður úr sjávarfangi fyrsta flokks. 

Lesa meira

FarFish fær 5 milljónir evra til að stuðla að bættri umgengni evrópska fiskveiðiflotans um hafsvæði utan Evrópu - 22.6.2017 Fréttir

Í FarFish verkefninu taka þátt 21 fyrirtæki og stofnanir víðsvegar að úr Evrópu, Afríku og S-Ameríku. Að auki hafa fjöldi alþjóðlegra stofnanna og fulltrúar einstakra ríkja sem málið varðar skuldbundið sig til aðkoma að verkefninu eftir því sem þurfa þykir. Verkefninu er stjórnað af Matís, sem sýndur er mikill heiður með að vera treyst fyrir þessu mikilvæga verkefni.

Lesa meira

Ný grein komin út í Icelandic Agricultural Sciences - 21.6.2017 Fréttir

Ný grein, sú fjórða í röðinni í hefti 30/2017, alþjóðleg vísindaritsins Icelandic Agricultural Sciences (IAS) er komin út. 

Lesa meira

Fræðslufundur um nýtingu sauða- og geitamjólkur - 15.6.2017 Fréttir

Fullyrða má að ónýtt sóknarfæri liggi í nýtingu sauða- og geitamjólkur hér á landi.  Áhugi fyrir mjöltum og vinnslu úr mjólkinni er til staðar, enda möguleikarnir kannski meiri en nokkru sinni áður að bjóða heimaunnar landbúnaðarvörur nú þegar landið okkar er svo vinsæll áningarstaður ferðamanna.  Þá er ekki vanþörf á því að skoða alla möguleika sem kunna að vera fyrir hendi í því að auka verðmætasköpun í íslenskum landbúnaði.

Lesa meira

Fréttasafn


Viðburðir

World Seafood Congress 2017 10.9.2017 - 13.9.2017 Harpa tónlistarhús - Viðburðir

World Seafood Congress (WSC) verður haldin í Reykjavík 10. – 13. september 2017, í fyrsta sinn í einu Norðurlanda. Matís sér um skipulagninguna sem er vel á veg komin.

 

Viðburðasafn