Auðlindir og afurðir

Stefna sviðsins Auðlindir og afurðir snýr að bestun innan lífhagkerfisins, einkum þeim hlutum þess sem koma að matvælaframleiðslu. Í sjálfbærri virðiskeðju matvæla innan lífhagkerfisins er unnið með hráefni sem heimt eru úr hreinum auðlindum lands og sjávar, hvort sem hráefnið er afrakstur veiða, ræktunar eða eldis. Hráefnin eru tekin til vinnslu hvar mælikvarðarnir eru gæði og stöðugleiki, afurðir vinnslunnar eru seldar á mörkuðum víðsvegar um heim sem þróaðar vörur.

Meginhlutverk sviðsins Auðlindir og afurðir er að styrkja samkeppnishæfni fyrirtækja með rannsóknum og þróun á virðiskeðju matvæla og hagnýtingu nýsköpunar og uppfinninga í sömu keðjum. Markmiðið er að auka virði, hagkvæmni og sjálfbærni í þágu matvælaiðnaðarins og neytenda. Þróa framleiðsluaðferðir og afurðir út frá þörfum markaða og eiginleikum hráefna.  

Sviðið Auðlindir og afurðir stuðlar auknum gæðum og stöðugleika íslenskra matvæla o.þ.m. auknu virði þeirra, með skilvirkri framleiðslu auk þess að efla nýsköpun með við vöruþróun.

Sviðið leggur áherslu á markaðssetningu íslenskra matvæla, að styðja við frumkvöðla og aðstoða með vöruþróun og sjálfbæra framleiðslu. Auk þess að nýta rannsóknir og þróun í innlendri matvælaframleiðslu og leita nýrra tækifæra til virðisaukningar í eldi með það fyrir augum að hámarka afurðanýtingu.

Lífhagkerfið endurspeglast í allri starfsemi sviðsins og er tilurð þess tilkomin vegna mikilvægi lífhagkerfisins fyrir íslenskt samfélag. Sviðið vinnur að úrlausn ýmsa áskorana sem felast í fæðuframleiðslu hérlendis. Markmiðið er að standa vörð um þau gæði sem matvælin búa yfir og verja þau þannig að þau skili sér til neytenda í gegnum virðiskeðjuna, með því að afla hráefnis á vistvænan og sjálfbæran máta og framleiða síðan vörur sem uppfylla allar gæðakröfur. Þá leggur sviðið líka upp með að stuðla að hagnýtingu rekjanleika matvæla til verðmætasköpunar. Tækifæri felast í því fyrir íslenska matvælaframleiðendur að stefna að því að mæta aukinni eftirspurn eftir lagarafurðum með eldi og ræktun og grípa þar með tækifæri sem upp kunna að koma.

Stöðug gæði matvæla tryggja ekki einungis tekjur til framleiðenda, þau stuðla einnig að bættu matvælaöryggi. Áhersla á sjálfbærni er rauður þráður í mögum af verkefnum sviðsins þar sem virðing fyrir náttúrunni skilar sér í háu hlutfalli vöru af hráefni og virðing fyrir hráefninu skilar sér í vinnslu verðmætrar vöru.

Á sviðinu er lagt upp með að bregðast við áskorunum og mögulegum vandamálum áður en áhrifa þeirra fer að gæta. Til þess að það sé hægt þarf að fylgjast vel með og vera vakandi fyrir tækifærum sem felast í breytilegu umhverfi. Loftslagsbreytingar eru sífelld áskorun á jaðarsvæðum líkt og Ísland, en þeim fylgja líka ný tækifæri og jafnvel möguleikar á aukinni matvælaframleiðslu bæði í tengslum við sjávarútveg og landbúnað.

Faghópar innan sviðsins:

Sviðsstjóri:

Arnljótur Bjarki Bergsson

Fagstjórar:

  • Rannveig Björnsdóttir
  • Magnea Karlsdóttir
  • Jónas R. Viðarsson
  • Guðmundur Stefánsson

Starfsemi sviðsins: