Mælingar og miðlun

  • Bakteria

Starfsemi sviðsins Mælinga og miðlunar skiptist í tvær megin áherslur, annars vegar þjónustumælingar og hins vegar ráðgjöf. Sviðið hefur yfir að ráða fullkomnustu rannsóknarstofu landsins til þjónustumælinga og veitir þannig stjónvöldum forgangs- og öryggisþjónustu til mælinga á efnum og sýklum sem geta valdið matarsjúkdómum og matareitrunum. Sviðið er því mikilsverður hlekkur í matvælaöryggi landsins.

Stærsti þáttur í starfsemi sviðsins eru örveru- og efnamælingar þar sem unnið er úr þúsundum sýna árlega frá aðilum í atvinnulífi og opinberum eftirlitsaðilum. Um er að ræða örveru- og efnarannsóknir á sýnum úr t.d. matvælum, lyfjaframleiðslu, neyslu- og baðvatni, sjó, skólpi, fóðri, áhöldum og þannig má áfram telja. Auk þess að vinna úr sýnum frá framleiðendum býður sviðið matvælaframleiðendum vöktun á þeirra framleiðslu.

Ráðgjafarhlutverk sviðsins felst í námskeiðahaldi fyrir starfsmenn og stjórnendur í matvælaiðnaði og þjálfun þeirra í uppsetningu og notkun gæðakerfa. Námskeið eru einnig haldin fyrir opinbera eftirlitsaðila í matvælaiðnaði og almenna starfsmenn, þá gjarnan í samstarfi við viðkomandi matvælafyrirtæki.

Sviðið tekur þátt í alþjóðlegu starfi sem miðar að því að þróa mæliaðferðir í þjónustumælingum og tryggja þannig að starfsemin sé á hverjum tíma eins og best gerist.

Helstu verkefni sem unnið er að á sviðinu Mælingar og miðlun má finna hér. Bækling um sviðið má finna hér.

Faghópar innan sviðsins:

Sviðsstjóri:

Franklín Georgsson

Fagstjóri:

Heiða Pálmadóttir

Starfsemi sviðsins:

Höfuðstöðvar Matís, Reykjavík
Matís, Neskaupstað