Efnamælingar

  • Matis_maeliglas_karafla_korn_2

Markmið faghópsins er að bæta öryggi, gæði og heilnæmi matvæla með þróunarvinnu og þjónusturannsóknum.

Mikilvæg áhersluefni í efnamælingunum eru samsetning hráefnis og afurða í matvælavinnslu og fóðurgerð og þær breytingar á gæðum þeirra og öryggi sem verða við vinnslu og geymslu t.d. næringargildi, geymsluþol og stöðugleiki. Með efnamælingum eru einnig vöktuð varnarefni í grænmeti og ávöxtum og sömuleiðis er ýmsum innlendum matvæla- og fóðurframleiðendum veitt þjónusta vegna mælinga og upplýsingamiðlunar um næringargildi, gæði og óæskileg efni (t.d. þungmálmar, PCB efni, varnarefni). Þá rannsakar faghópurinn þrávirk lífræn efni í matvælum og fóðri.

Starfsmenn fagsviðsins hafa mikla sérþekkingu og reynslu á sviði efnarannsókna. Sérfræðiþekking þeirra nær m.a. yfir  mælingar á ólífrænum snefilefnum (þungmálmum s.s. selen, ofl), lífrænum snefilefnum (varnarefnum, PCB-efnum, díoxín, ofl) auk almennari efnamælinga; prótein, fita, vatn, salt, aska, TVN & TMA, Rotamín, þránunarmælingar, fitusýrugreiningar og fleira.