Örverumælingar

  • iStock_Bacterias

Markmið faghópsins er að stunda örverurannsóknir á matvælum, neysluvatni, lyfjum, fóðri og umhverfissýnum, veita sérhæfða, vandaða og fljóta þjónustu og ráðgjöf fyrir opinbera aðila, matvælafyrirtæki, lyfjafyrirtæki, sláturhús og einkaaðila. Einnig að veita faggilda þjónustu og vera með faggildar rannsóknaraðferðir. Þá stundar faghópurinn örverurannsóknir vegna eftirlits með dýraeldi og slátrun og örverurannsóknir á þrifum í matvælafyrirtækjum og á veitingahúsum. Gæða- og öryggisprófanir eru gerðar fyrir lyfjafyrirtæki og aðra aðila, þróaðar nýjar aðferðir í örverugreiningum og loks á faghópurinn aðild að þróun og prófun alþjóðlegra aðferða.

Örverumælingar taka til flestra mikilvægustu sýkla sem finna má í matvælum. Meðal verkefna eru aðferðaþróun og prófun  aðferða, rannsóknir á afkomu örvera í matvælum og umhverfi, vöktun örvera og áhrif hreinlætisaðgerða á örverur.

Efnarannsóknir eru m.a. gerðar á aðskotaefnum og varnarefnum í matvælum. Þar undir heyra t.d. rannsóknir á snefilefnum í sjávarafurðum og ýmsum varnarefnum í grænmeti og ávöxtum. Einnig eru framkvæmdar alhliða þjónustumælingar á sviði örveru-, eðlis- og efnamælinga og notaðar til þess faggildar mæliaðferðir. Alls eru 35 örveru- og efnamælingar með faggildingu.

Helstu viðskiptavinir eru matvælafyrirtæki, lyfjafyrirtæki og eftirlitsaðilar, auk þess sem sviðið veitir annarri starfsemi hjá Matís margvíslega þjónustu á sviði rannsókna og mælinga. Þjónustumælingar Matís fara fram í Reykjavík og í Neskaupstað.