Ráðgjöf og miðlun

  • iStock Dissemination

Markmið faghópsins er að vera leiðandi í ráðgjöf og miðlun þekkingar til matvæla- og fóðurfyrirtækja með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnisstöðu þeirra. Stöðug gæði og matvælaöryggi eru nauðsynleg fyrir aðgang fyrirtækja að verðmætum mörkuðum og eykur hróður þeirra hjá viðskiptavinum. Matís vinnur náið með fyrirtækum og aðlagar þjónustu og ráðgjöf að þörfum hvers og eins.

Lögð er áhersla á að auka hlut Matís í þekkingarmiðlun til þróunarlanda á sviði matvæla og rannsókna í samvinnu við Þróunarsamvinnustofnun Íslands og  annarra er vinna að þróunarsamvinnu, m.a. með námskeiðahaldi og ráðgjafavinnu við sérhæfð verkefni í einstökum þróunarlöndum. Byggt er á reynslu og þekkingu starfsmanna Matís af þróunarverkefnum í ýmsum þróunarlöndum.

Matís er samstarfsaðili við rekstur Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) og sérfræðingar hjá Matís annast kennslu og leiðbeina nemendum í verkefnavinnu.

Starfsfólk:

Margeir Gissurarson
Heiða Pálmadóttir
Margrét Geirsdóttir
Franklín Georgsson