Öryggi, umhverfi og erfðir

  • Humar

Sviðið Öryggi, umhverfi og erfðir hefur leiðandi hlutverk í að tryggja matvælaöryggi á Íslandi og efla samkeppnishæfni í alþjóðlegu samhengi. Þetta hlutverk rækir sviðið með því að veita vöktunar- og öryggisþjónustu í efna- og örverurannsóknum fyrir stjórnvöld og með því að efla rannsóknir og mat á helstu hættum af völdum skaðlegra efna og örvera í matvælum og umhverfi. Auk þess eru markmið sviðsins að vera leiðandi í erfðagreiningum hér á landi og þróa aðferðir við stofn- og upprunagreiningar sem nýtast við auðlindastjórnun, stofngreiningar og rekjanleikarannsóknir.

Áherslum sviðsins má skipta í fernt, þ.e. erfðarannsóknir, efnarannsóknir, örverurannsóknir og áhættumat. Með efna- og örverurannsóknum er m.a. aflað gagna um óæskileg efni, næringarefni og örverur í matvælum. Einnig eru gerðar rannsóknir á efnum og örverum í umhverfinu. Rannsóknir og vöktun á örverum auka öryggi neytenda og vernda ímynd íslenskra afurða. Þessi verkefni eru unnin í samvinnu við innlenda og erlenda matvælaframleiðendur, stofnanir, háskóla, stjórnvöld og þá sem koma að þjónustu við matvælaiðnaðinn. 

Vinna sviðsins að áhættumati snýst meðal annars um aðild að þróun og mótun þess í Evrópu. Liður í þeirri vinnu er þátttaka í Evrópuverkefninu QALIBRA-Heilsuvoginni þar sem þróað hefur verið tölvuforrit sem gerir notendum kleift að framkvæma heildstætt magnbundið áhættu og ávinningsmat vegna neyslu matvæla. Þá kemur sviðið einnig að þróun gagnagrunna um íslensk matvæli fyrir neytendur, stjórnvöld og fyrirtæki.

Erfðarannsóknir sviðsins eru meðal þeirra sem best þekkjast og rekur sviðið vottunarhæfa rannsóknastofu í erfðagreiningum. Sviðið veitir viðskiptavinum sínum m.a. þjónustu við svokallaðar foreldragreininga sem eru nýttar í t.d. í hesta- og hundarækt.

Erfðatækniþróun sviðsins miðar bæði að því að þróa aðferðir til að finna svör um erfðafræðilega þætti og finna leiðir til að nýta erfðatækni til framþróunar í víðum skilningi.

Helstu verkefni sem unnið er að á sviðinu Öryggi, umhverfi og erfðir má finna hér. Bækling um sviðið má finna hér.

Faghópar sviðsins:

Sviðsstjóri:
Anna Kristín Daníelsdóttir

Fagstjórar:
Helga Gunnlaugsdóttir
Viggó Þór Marteinsson

Starfsemi sviðs:
Höfuðstöðvar Matís, Reykjavík
Matís, Akureyri