Áhættumat

  • Lífhagkerfi | Bioeconomy

Markmið faghópsins er að taka þátt í þeirri þróun og mótun sem nú á sér stað í Evrópu í áhættumati. Má þar nefna þátttöku í Evrópuverkefninu QALIBRA-Heilsuvoginni þar sem þróað hefur verið tölvuforrit sem gerir notendum kleift að framkvæma heildstætt magnbundið áhættu og ávinningsmat vegna neyslu matvæla, þetta tölvuforrit er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum. Ennfremur má nefna þróun gagnagrunna um íslensk matvæli fyrir neytendur og fyrirtæki og notuð verða víða á Íslandi.