DNA greiningar

Matís býður DNA greiningar á dýrum og umhverfissýnum; þ.a.s foreldra- og stofngreiningar á dýrum sem nýtast í kynbótastarfi, stofnerfðafræði og við rekjanleikarannsóknir auk örverugreininga á umhverfissýnum. Erfðamörk (microsatellite markers og SNP´s) í DNA lífverunnar eru höfð til grundvallar ásamt DNA basaröðum ákveðinna gena.

Helstu erfðagreiningar

  • Foreldragreiningar
  • Stofngreiningar
  • Tegunda- og rekjanleikagreiningar
  • Örverugreiningar
  • Tegundagreiningar á einstökum bakteríum

Erfðagreiningaraðferðir

Hjá Matís hefur á undanförnum árum verið unnið að uppbyggingu á erfðagreiningum dýra. Bæði er unnið með arfgerðargreiningu þar sem notaðar eru endurteknar stuttraðir (microsatellite markers og SNP's) í erfðaefninu, en einnig með raðgreiningar. Ýmis rannsókna- og þróunarverkefni á þessu sviði hafa verið unnin. Sem dæmi má nefna að ný erfðamörk í þorski, síld og leturhumri hafa verið fundin og þróuð áfram í nothæfar erfðagreiningaraðferðir, sem gerir kleift að greina margar arfgerðir samtímis. Þróuð hafa verið mörg erfðagreiningarsett af þessu tagi fyrir ýmsar dýrategundir, sem henta vel bæði við stofngreiningar, við kynbótastarf, við foreldragreiningar og í rekjanleika- og upprunarannsóknir. Einnig er verið að vinna rannsóknaverkefni sem hafa það markmið að tengja svipgerðir eins og vöxt við arfgerðir.

Fyrirtækið hefur mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði og tækjakost sem gerir kleift að vinna þúsundir sýna á stuttum tíma.