Örverugreiningar

Greiningar á örverum í umhverfissýnum

Matís býður greiningar á örverutegundum í umhverfissýnum án þess að þörf sé á að rækta fyrst úr sýninu. Með þessari aðferð má greina tegundasamsetningu í blönduðu sýni úr sjó, ferskvatni, afrennsli, jarðvegi og fleiru.  Hægt er að fylgjast með breytingum á tegundasamsetningu í  t.d. frárennsli, rekja uppruna örverumengunar og fleira.

Greining á örverum í umhverfissýnum felur í sér einangrun á lífmassa úr sýninu, DNA einangrun, mögnun (PCR) á tegundagreinandi genum (16S rRNA), klónun og hlutaraðgreiningu (u.þ.b. 500bp) í ABI3730 raðgreini. Raðirnar eru bornar saman við þekktar raðir í Genbank sem gefur nánustu ættingja. Miðað er við að raðgreining á 50-100 klónum úr sýni gefi góða mynd.

Viðskiptavinurinn fær niðurstöður sendar í tölvupósti.