Raðgreiningar

Matís býður raðgreiningar á genum eða genahlutum auk heilraðgreininga eða hlutaraðgreininga á erfðamengi lífvera. Fyrirtækið notar ABI3730 raðgreiningarvél ásamt FLX (454-Roche) raðgreini sem getur raðgreint allt að 500.000.000 basa á nokkrum klst. Viðskiptavinur kemur með DNA eða lífsýni og sérfræðingar okkar raðgreina það með þeim aðferðum sem henta best í hverju tilviki.