Vinnsluferlar

Tryggðu gæði, hagkvæmni og bætta nýtingu

Góðir vinnsluferlar stuðla að aukinni verðmætasköpun með því að auka hráefnisgæði og stöðugleika afurða við geymslu og flutning, og auka öryggi og hagkvæmni við framleiðslu. Matís veitir margvíslega rágjöf við þróun og aðlögun á vinnsluferlum. Allar vörur sem fara á markað þurfa að fara í gengum staðlaðan vinnsluferil sem mikilvægt er að uppfæra og endurskoða ef einhverjar breytingar verða á framleiðslu, t.d. ef auka á framleiðslumagn. 

Í þróun vinnsluferla eru áhrif einstakra þátta við vinnslu og verkun á gæði og geymsluþol afurða metin, svo sem meðhöndlun, hitastig, vinnslu- og pökkunaraðferðir. Vinnsluferill er síðan aðlagaður eftir þörfum til að hámarka gæði og geymsluþol.

Kælikeðjur – Rétt kæling hráefnis í framleiðslu, flutningi og alla leið til neytenda eykur geymsluþol og gæði vörunnar.

Bætt nýting – Bætt nýting hráefnis skilar sér í minni afföllum og auknu verðmæti. Matís sérhæfir sig í ráðgjöf um bætta nýtingu, hvernig hægt er að nýta hliðarhráefni, og beitingu líftækni við vinnslu.

Fóðrun og fóðurgerð – Rétt fóðrun og fóðurgerð hefur mikil áhrif á magn og gæði kjöts, mjólkurafurða og eldisfisks. Matís er leiðandi í þróun á nýjum hágæðainnihaldsefnum í fóður sem miða að minni umhverfisáhrifum, lægri kostnaði og betri vexti. Matís á fóðurgerðartæki (extruder) og veitir fyrirtækjum aðgang að slíkum tækjabúnaði, ásamt ráðgjöf um notkun.

Fiskeldi – Matís rekur rannsóknaaðstöðu fyrir fiskeldi þar sem sérfræðingar vinna að rannsóknum á vexti fiska og hegðun ásamt ýmsum líffræðilegum þáttum. Matís leggur áherslu og þróun og prófun nýrra fóðurhráefna og fóðurtegunda, þar sem meðal annars meltanleiki, vöxtur og fóðurnýting er mælt. Matís veitir fiskeldisfyrirtækjum ýmsa ráðgjöf tengdri greininni.

IS