Samstarf

Matís er í samvinnu við mörg fyrirtæki, háskóla og stofnanir. Má þar nefna 3X, Skagann, SFS,  Marigot, Nestlé, Marel, PepsiCo, Marinox, ráðuneytin, Matvælastofnun, Íslandsstofu, alþjóðlega rannsóknasjóði, erlendar ríkisstjórnir og marga fleiri. Á myndinni hér til hliðar er hluti okkar samstarfsaðila. 

Samvinnan bæði hér heima og erlendis er af ýmsum toga. Við veitum þjónustu á sviði rannsókna og nýsköpunar í matvæla- og líftækniiðnaði, styðjum við fyrirtækin með okkar hugviti, leigjum út aðstöðu og komum að umsóknum fyrirtækja í samkeppnissjóði, svo fátt eitt sé nefnt.