Mælingar og þjónusta

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Rannsóknastofa Matís býður upp á örveru- og efnarannsóknir á matvælum, vatni, hráefnum, lyfjum, fóðri og umhverfissýnum. Til að tryggja öryggi og heilnæmi þarf mælingar sem sýna að allir ferlar framleiðslunnar séu í góðum og öruggum farvegi.

Matís hefur yfir að ráða fullkomnum rannsóknastofum sem sinna bæði örveru- efna- og eðlismælingum á matvælum, neysluvatni, lyfjum, fóðri og umhverfissýnum. Þjónustumælingar Matís fara fram í Reykjavík og í Neskaupstað.

Auk mælinga veitir Matís opinberum aðilum, matvælafyrirtækjum, lyfjafyrirtækjum, sláturhúsum og einkaaðilum ráðgjöf í tengslum við mælingar.
Matís hefur milligöngu um að senda sýni í mælinga til erlendra rannsóknastofa í þeim tilfellum þegar Matís býður ekki upp á þær.

Matís hefur faggildingu fyrir langflestar af þeim aðferðum sem notaðar eru. Faggilding er opinber gæðavottun sem sem segir til um hvort kröfum ISO 17025 staðalsins sé framfylgt.

Opnunartími þjónustumælinga er frá 8:30 til 16:00.

IS