Vantar þig ráðgjöf eða mælingu?

Innra eftirlit er órjúfanlegur þáttur í starfssemi hvers matvælafyrirtækis. Það er á ábyrgð allra þeirra aðila sem sýsla með matvæli, að sjá til þess að allar keðjur starfsseminnar séu í góðum og öruggum farvegi.

Hjá Matís er boði upp á annars vegar þjónustumælingar og hins vegar ráðgjöf. Matís  hefur yfir að ráða fullkomnustu rannsóknarstofu landsins til þjónustumælinga og veitir þannig forgangs- og öryggisþjónustu fyrir stjórnvöld til mælinga á efnum og sýklum sem geta valdið matarsjúkdómum og matareitrunum. Þessi starfsemi er því mikilsverður hlekkur í matvælaöryggi landsins. Hjá Matís eru framkvæmdar alhliða þjónustumælingar á sviði örveru-, eðlis- og efnamælinga og notaðar til þess faggildar mæliaðferðir. Alls eru 35 örveru- og efnamælingar með faggildingu.

Mikilvægur þáttur í starfsemi  Matís eru örveru- og efnamælingar þar sem unnið er úr þúsundum sýna árlega frá aðilum í atvinnulífi og opinberum eftirlitsaðilum. Um er að ræða örveru- og efnarannsóknir á sýnum úr t.d. matvælum, lyfjaframleiðslu, neyslu- og baðvatni, sjó, skólpi, fóðri, áhöldum og þannig má áfram telja. Auk þess að vinna úr sýnum frá framleiðendum býður Matís matvælaframleiðendum vöktun á þeirra framleiðslu.