Örverumælingar

Hjá Matís eru stundaðar örverurannsóknir á matvælum, neysluvatni, lyfjum, fóðri og umhverfissýnum, veitt sérhæfð, vönduð og fljót þjónusta og ráðgjöf fyrir opinbera aðila, matvælafyrirtæki, lyfjafyrirtæki, sláturhús og einkaaðila. 

Einnig er veitt faggild þjónusta og boðið upp á faggildar rannsóknaraðferðir. Hjá fyrirtækinu eru einnig stundaðar örverurannsóknir vegna eftirlits með dýraeldi og slátrun og örverurannsóknir á þrifum í matvælafyrirtækjum og á veitingahúsum. Gæða- og öryggisprófanir eru gerðar fyrir lyfjafyrirtæki og aðra aðila, þróaðar nýjar aðferðir í örverugreiningum og Matís á einnig aðild að þróun og prófun alþjóðlegra aðferða.

Örverumælingar taka til flestra mikilvægustu sýkla sem finna má í matvælum. Meðal verkefna eru aðferðaþróun og prófun  aðferða, rannsóknir á afkomu örvera í matvælum og umhverfi, vöktun örvera og áhrif hreinlætisaðgerða á örverur.

Helstu viðskiptavinir eru matvæla- og lyfjafyrirtæki og eftirlitsaðilar, auk þess sem sviðið veitir annarri starfsemi hjá Matís margvíslega þjónustu á sviði rannsókna og mælinga. Þjónustumælingar Matís fara fram í Reykjavík og í Neskaupstað.

*Stjörnumerktar mælingar hafa ekki hlotið faggildingu samkvæmt staðlinum ISO 17025

Vatnsaðferðir

 • Líftala ( við 22°C, 35°C og 37°C , áhellingaraðferð, síunaraðferð )
 • Kólígerlar  ( MPN aðferð, síunaraðferð  )
 • Saurkólígerlar ( MPN aðferð, síunaraðferð  )
 • Escherichia coli ( MPN aðferð, síunaraðferð  )
 • Enterokokkar  ( síunaraðferð )
 • Sulfítreducerandi clostridia  ( síunaraðferð )
 • Pseudomonas aeruginosa  ( síunaraðferð )
 • Ger og mygla ( síunaraðferð )

Matvælaaðferðir

 • Líftala ( við 7°C, 22°C og 30°C ( áhellingaraðferð, yfirborðssáning  )
 • Kólígerlar  ( MPN aðferð, áhellingaraðferð  )
 • Saurkólígerlar ( MPN aðferð, áhellingaraðferð  )
 • Escherichia coli ( MPN aðferð, áhellingaraðferð )
 • Iðragerlar ( Enterobacteriaceae ) ( áhellingaraðferð )
 • Bacillus cereus ( yfirborðssáning )
 • Coagulasa jákvæðir staphylokokkar  ( yfirborðssáning )
 • Clostridium perfringens ( áhellingaraðferð )
 • Listeria ( jákvæð/neikvæð , tegundagreining )
 • Salmonella ( jákvæð/neikvæð, tegundagreining )
 • *Sulfítreducerandi clostridia
 • Campylobacter ( jákvæð/neikvæð, tegundagreining )
 • *E.coli O157 ( jákvæð/neikvæð )
 • *Gram neikvæðir gerlar  ( í súrmat )
 • *Hitaþolnir gerlar ( áhellingaraðferð )
 • *Líftala, sérhæfð  ( áhellingaraðferð, yfirborðssáning á járnagar)
 • *Mjólkursýrugerlar ( áhellingaraðferð, yfirborðssáning )
 • Myglu og gersveppir ( yfirborðssáning )
 • *Roðagerlar  (yfirborðssáning )
 • *Sjúkdómsvaldandi vibrio
 • *Pseudomonas  ( yfirborðssáning )
 • B-glucuronidasa jákvæðir E.coli ( MPN aðferð )

Lyfjaaðferðir og aðferðir fyrir vatn til lyfjagerðar.  Heimildir: European pharmacopoeia

 • Líftala (við 30°C, áhellingaraðferð, síunaraðferð )
 • Ger og mygla ( 22°C, yfirborðssáning, síunaraðferð )
 • Escherichia coli ( jákvæð/neikvæð )
 • Salmonella  ( jákvæð/neikvæð )
 • Pseudomonas aeruginosa  ( jákvæð/neikvæð )
 • Staphylococcus aureus  ( jákvæð/neikvæð )