Gæði og vinnsla

Í verkefnavinnu og rannsóknum er snúa að gæði og vinnslu er markmiðið að efla samkeppnishæfni og markaðstöðu íslenskra matvæla með því að stuðla að auknum hráefnis- og afurðargæðum. Stuðla að aukinni verðmætasköpun í matvælavinnslu með því að auka hráefnisgæði og stöðugleika afurða við geymslu og flutning.

Að þróa og bæta vinnsluferla, meta áhrif einstakra þátta við vinnslu og verkun. Meta áhrif meðhöndlunar, hitastigs, vinnslu- og pökkunaraðferða á gæði og geymsluþol afurða. Stuðla að aukinni tækniþróun við matvælaframleiðslu til þess að mæta þörfum framleiðanda og kröfum neytenda, auk þess sem viðmiðum matvælalöggjafar eru hafðar að leiðarljósi.

Áherslur

Áhersla er lögð á rannsóknir er varða bætta meðhöndlun hráefna til matvælavinnslu, aukna nýtingu aukahráefna og vannýttra tegunda, bæta útfærslur á vinnslu- og geymsluaðferðum sem og val á umbúðum til að auka stöðugleika afurða og líftíma þeirra. Fagleg þekking á vinnslu og meðhöndlun hráefna skilar sér í öruggari afurðum af mestu fáanlegum gæðum sem njóta trausts hjá neytendum, sem  er grunnur að markaðasetningu.

Áherslur er misjafnar eftir eiginleikum hráefnis, afurðarflokkum og umhverfislegum aðstæðum. Meðal verkefna faghópsins er að koma að þróun og úrbótum vinnsluferla, bæta vinnslueiginleika hráefna og stuðla þannig að auknum gæðum og verðmætum afurða. Koma að hönnun umbúða og gerð leiðbeinandi verklagsferla þar sem þarfir framleiðenda og kaupenda eru hafðar að leiðarljósi ásamt viðmiðum matvælalöggjafar. Metin eru m.a. áhrif einstakra þátta við vinnslu og verkun, svo sem hvernig staðið er að grunnvinnslu hráefnis, verkun, hitastigs og notkun íblöndunarefna. Auka þekkingu á gæðum og aðferðum til þess að meta gæði, þar sem áreiðanleiki og skilvirkni er í hávegum höfð. Aðferðirnar byggjast á mælingum á örveru-, efna- og eðliseiginleikum, sem og skynmati og hraðvirkri mælingartækni.

Faghópurinn stuðlar að aukinni tækniþróun og kemur að þróun vinnslubúnaðar, sem skilar sér m.a. í aukinni sjálfvirkni, afköstum og nýtingu við framleiðslu matvæla. Einnig er lögð áhersla á verðmætasköpun úr vannýttu hráefni með því að þróa vinnslutækni og afla þekkingar í takt við breyttar markaðsforsendur, hráefniseiginleika og framboð.  Stöðugt framboð afurða er eitt af lykilatriðunum sem stuðlar að bættri markaðsstöðu íslenskra matvæla.

 • 1682    Chill-on
 • 2015    Nýting á slógi m.t.t. umhverfisáhrifa
 • 2069    Veiðar og vinnsla  á lifandi beitukóngi
 • 2077    Ný tækni til verðmætaaukningar á bolfiskafla
 • 2080    Náttúruleg ensím úr slógi vinna verkin
 • 2084    Áhrif blóðgunar á gæði þorsks og ufsa
 • 2000    Breytileiki á eiginleikum makríls (eftir árstíma og geymsluaðstæðum)
 • 2141    Einangrun og vinnsla astaxanthin úr frárennslisvatni
 • 2008    Auðgun sjávarrétta
 • 2142    Auðgun norrænna sjávarrétta
 • 2161    Aukið verðmæti makríls með réttri og markvissri kælingu
 • 2166    Hámörkun gæða frosinna makrílafurða
 • 2227    Vinnslueiginleikar makríls
 • 2217    Aukið virði úr aukahráefni við línuveiðar
 • 2219    Þróun aukaafurða úr bolfiskvinnslu (Codland)
 • 2260    Vinnsla á þorskhausum um borð
 • 2254    Kæling með ískrapa um borð í smábátum