Vöruþróun og markaðir
Eitt af hlutverkum Matís er að styrkja samkeppnishæfni íslenskra matvælaframleiðenda og söluaðila á erlendum mörkuðum og auka hlutdeild þeirra á neytendamarkaði og stuðla þannig að auknum útflutningstekjum.
Þetta verður gert með því að þróa markaðshæfar virðisaukandi (value added) matvörur úr innlendum hráefnum, afla vísindalegrar þekkingar um sérstöðu afurða og miðla henni til framleiðanda, söluaðila og eftir þörfum væntanlegra kaupenda. Við þróunina er horft til þarfa lokamarkaðar og endanlegra kaupenda ásamt því að mæta viðmiðum matvælalöggjafarinnar og þess gætt að vörur verði samkeppnisfærar á markaði, hvað verð og gæði varðar. Virðiskeðja matvæla á markaði til hráefna er metin, tækifæri til verðmætasköpunar dregin fram ásamt hindrunum og ógnunum. Til að mæta kröfum endanlegs markaðar verður leitast við að bæta gæði frumframleiðslunnar og hvernig staðið er að meðhöndlun fisks, þar með talið úr eldi, við slátrun og veiðar.
Mikilvægt er að byggja upp traust sambönd við innlenda framleiðendur og söluaðila. Hægt er að vinna frumgerðir (sýnishorn fyrir kaupendur) að ýmsum vörum hjá Matís í tilraunaeldhúsi og matarsmiðjum. Fyllsta trúnaðar er gætt gagnvart viðskiptavinum Matís varðandi einstaka afurðir og verkefni.
- 1903 Smáverkefni í matarsmiðjunni á Höfn
- 1905 Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu
- 1936 NORA-Þurrkað lambakjöt
- 1955 Grænmetissmiðja á Suðurlandi
- 1956 Matur & Sjálfbær ferðaþjónusta
- 1959 Kjötbókin. Vefútgáfa
- 1995 Söl; Útbreiðsla, verkun og nýting
- 2036 Reyking á fiski til útflutnings
- 2068 Bragð úr Norðurhöfum,
- 2094 Þróun matvara úr beltisþara
- 2095 Fiskiperlur
- 2108 Ferðamatur og sérfæði úr vestfirsku sjávarfangi
- 2109 Tilbúnir réttir úr saltfiski
- 2114 Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða
- 2121 Vinnufundur um matarsmiðjur og ný norræn matvæli
- 2144 Smáframleiðsla á þurrkuðum kjötvörum
- 2146 Lausfryst grænmeti
- 2147 Búðir fyrir fullvinnslu á uppsjávarfiskum
- 1516 European Sensory Network
- 2076 Heilsuréttir úr hafinu
- 2110 Fagur fiskur í sjó
- 2151 Nýsköpun í fiskbúðum
- 2041 Staða þekkingar á markaði sjávarafurða og nýsköpunar drifin þróun
- 2230 Viðbót
- 2275 Vor í lofti