Alþjóðlegt matvælafræðinám

Meistaranám í matvælafræði er í samvinnu Háskóla Íslands, aðra ríkisháskóla og Matís, með aðkomu fyrirtækja í matvæla- og líftækniiðnaði. Boðið er upp á þrjár námsleiðir í náminu og ljúka þá nemendur meistaragráðu í matvælafræði með áherslu á framleiðslustjórnun, gæðastjórnun eða líftækni.

  • Framleiðslustjórnunarlína: áhersla á vinnslu, vöruþróun og virðisaukningu.
  • Gæðastjórnunarlína: áhersla á örverumælingar og rannsóknir og innleiðingu og útfærslu gæðaeftirlits.
  • Líftæknilína: áhersla á lífefnavinnslu, rannsóknir og nýsköpun.

Námið hófst með þessu sniði í september 2012. Fyrsta árið voru 14 nemendur skráðir í námið og er það margföldun á fjölda nemenda í meistaranámi fyrri ára. Þess má einnig geta að gríðarleg fjölgun hefur átt sér stað í fjölda nemenda í grunnnámi í matvælafræði.

Slík aukning í fjölda nemenda í matvælafræðinámi kemur ekki á óvart. Tækifærin eru mikil í íslenskri matvælaframleiðslu og á því eru landsmenn að átta sig.

Hægt er að byggja upp varanleg verðmæti í matvæla- og líftækniiðnaði, hvort sem slíkt er hugsað með útflutning í huga eða sem viðbót við það sem Ísland hefur upp á að bjóða allan ársins hring, t.d. í ferðatengdri matvælaframleiðslu.

Nánari upplýsingar: www.framtidarnam.is.