Skrifstofur

Hjá Matís er fyrirtækjum og einstaklingum boðið að leigja smærri skrifstofur til lengri og skemmri tíma.  Alls eru 12 skrifstofur í boði, að stærð frá 7 fm upp í 20 fm en einnig er í boði að leigja skrifborðsaðstöðu í sameiginlegu rými.

Innifalið í leigu eru húsgögn ásamt almennum rekstrarkostnaði, þar á meðal aðgangur að interneti, öryggisvöktun, aðgangur að fundarherbergjum, kaffiaðstöðu og mötuneyti Matís (skv. gjaldskrá).   Húsnæðið er tilvalið fyrir sprotafyrirtæki í matvæla- og líftækniiðnaði vegna þeirrar rannsóknaraðstöðu og matvælavinnsluaðstöðu sem er til staðar í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík.

Húsnæði til leigu hjá Matís Vínlandsleið 12 og 14