Fréttir

Námskeið í þörungalíftækni

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Í samstarfi við Háskólann í Cambridge, SAMS (Scottish association for Marine Science), Fraunhofer og Culture Collection of algae & protozoa býður Matís upp á námskeið í þörungalíftækni. Námskeiðin eru hluti af EIT-food verkefninu Algae Biotechnology

Markmið þessara námskeiða er að veita grunn þjálfun og fræðslu í þörungalíftækni. Fjallað verður um ræktun þörunga, vöxt þeirra og líftækni á rannsóknarstofum og í tilraunaaðstöðu. Þátttakendur munu fá innsýn í reynsluheim sérfræðinga bæði frá iðnaðar- og frumkvöðlasjónarmiði. Þetta getur hjálpað þátttakendum að stofna eða bæta eigin starfsemi sem snýr að þörungum.

Boðið er upp á námskeið bæði á netinu og í eigin persónu og mun það tryggja uppbyggingu og eflingu tengslanets fyrir alla þátttakendur víða að úr heiminum.

Námskeiðið er opið öllum með BA-, MSc- eða doktorsgráðu eða umtalsverða reynslu úr fiskeldisgeiranum eða matvælakerfinu, sérstaklega fólki frá löndum innan ESB og EIT Food tengdum löndum.

Þrjár leiðir til þess að taka þátt í námskeiðinu:

  • 3 daga netnámskeið (28. -30. nóvember 2023) sem fylgt er eftir með 5 daga staðnámskeiði (15. – 19. apríl 2024) við háskólann í Cambridge, Algal Innovation Centre í Bretlandi. (30 laus pláss)
  • Aðeins 3 daga netnámskeið (28. -30. nóvember 2023) (60 laus pláss)
  • Aðeins 5 daga staðnámskeið (15. – 19. apríl 2024) við háskólann í Cambridge, Algal Innovation Centre í Bretlandi. (30 laus pláss)

Nánari upplýsingar um námskeiðið ásamt upplýsingum um skráningu má finna á vefsíðu verkefnisins hér: Algae Biotechnology

Skýrslur

Seaweed supplementation to mitigate methane (CH4) emissions by cattle

Útgefið:

27/09/2021

Höfundar:

Dr. Ásta H. Pétursdóttir (Matís), Dr. Helga Gunnlaugsdóttir (Matís), Natasa Desnica (Matís), Aðalheiður Ólafsdóttir (Matís), Susanne Kuenzel (University of Hohenheim), Dr. Markus Rodehutscord (University of Hohenheim), Dr. Chris Reynolds (University of Reading), Dr. David Humphries (University of Reading), James Draper (ABP).

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Niðurstöður SeaCH4NGE fela í sér ítarlega greiningu á efnasamsetningu þangs, þ.m.t þungmálma og næringarsamsetningu. Joð styrkur reyndist helsti takmarkandi þáttur varðandi þang sem fóðurbæti. Líklegt er að sú metan minnkun sem sást með tilraunum á metanframleiðslu á rannsóknarstofu (in vitro) væri vegna efnasambanda sem kallast flórótannín frekar en brómóforms sem er þekkt efni sem getur minnkað metanframleiðslu jórturdýra. In vitro skimun þangsins sýndi hóflega minnkun metans, en lægri metanframleiðsla var háð þangtegundum. Lækkunin var skammtaháð, þ.e.a.s. með því að nota meira magn af þangi mátti sjá meiri metan minnkun in vitro. Sömu tvær þangtegundirnar voru notaðar við Rusitec tilraun (in vitro) sem er mjög yfirgripsmikil greining sem veitir frekari upplýsingar. In-vivo rannsókn á kúm sýndi að fóðrun nautgripa með blöndu brúnþörunga hefur tiltölulega lítil áhrif á losun metans. Hins vegar er vitað að flórótannín hafa önnur jákvæð áhrif þegar þau eru neytt af jórturdýrum. Skýrslan inniheldur einnig könnun sem var gerð á viðhorfi breskra kúabænda til þörungagjafar og loftslagsmála.

Skýrslan er lokuð / This report is closed

Skoða skýrslu

Fréttir

Snjallmerki á matvælum

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Verkefnið skiptist upp í sex verkþætti þ.e. 1) Verkefnastjórnun, 2) greining á þeim snjallmerkjum sem eru á markaði og notkun þeirra í matvælaiðnaði, 3) greining á þörfum og væntingum neytenda og annarra hagaðila til snjallmerkja, 4) greining á, og tillögur að, nýjum þjónustutækifærum sem tengjast snjallmerkjum. Þar sem 19 útfærslur á bættri þjónustu voru kynntar, 5) prófanir á útvöldum lausnum sem lagðar voru til í fyrri verkþætti, 6) miðlun.

Verkþátturinn sem fjallaði um greiningu á snjallmerkja-tækni og notkun snjallmerkja í virðiskeðjum matvæla snéri að mestu leyti að því að finna og greina útgefið efni um snjallmerki og matvæli. Sjónum var beint að því að finna út hvaða merki séu helst í notkun innan matvælageirans og hversu mikið þau séu nýtt. Þá voru einnig greindir þeirra helstu kostir og gallar. Traust neytenda á merkjunum og þeim skilaboðum sem þau geyma var lykilatriði í greiningunni. Þau snjallmerki sem til umræðu voru í þessum verkþætti voru t.d. merki sem greina hitastig, ferskleika, gas og lífefni, strikamerki, QR kóða og merki sem senda frá sér rafeindaboð (RFID). Í verkþættinum var gerð yfirgripsmikil könnun á útgefnum niðurstöðum rannsóknarverkefna og greinum í fagrímaritum um efnið. Gaf sú greining til kynna að lítið hafi verið rannsakað hvort neytendur treysti yfir höfuð snjallmerkjum, hvort þeir séu áhugasamir um að nýta sér þau eða hvort notkun slíkra merkja skapi virðisauka fyrir framleiðendur. Niðurstöður greiningarinnar benda einnig á að enn séu fyrir hendi tæknilegar hömlur á hvað hægt sé að gera með merkjunum, til að mæta kröfum neytenda og framleiðenda. Niðurstöður þessa verkþáttar verða birtar síðar í ritrýndri vísindagrein.

Verkþátturinn sem snéri að því að meta væntingar og þarfir neytenda og annarra hagaðila til snjallmerkja var yfirgripsmikill. Hann byggði að nokkru leyti á niðurstöðum fyrri verkþáttar, en að auki voru tekin viðtöl við framleiðiendur, byrgja og smásala í níu löndum; svokallaðar fókus-grúppur voru haldnar með neytendum, og netkannanir voru haldnar þar sem yfir 4 þúsund manns svöruðu. Hjá Matís voru haldnar tvær fókus-grúppur sem fjölluðu sérstaklega um snjall merkingar á sjávarfangi. Einnig stóð Matís fyrir netkönnun um sama efni, sem um 500 manns svöruðu. Niðurstöður þessa verkþáttar verða birtar síðar í ritrýndri vísindagrein. Meðal niðurstaðna er að snjallmerki geta aukið virði matvæla og upplifun neytenda, jafnframt því að það er greiðsluvilji fyrir hendi hjá neytendum að borga hærra verð fyrir vörur með snjallmerkjum.

Verkþátturinn sem fjallaði um að koma auga á nýjar þjónustuleiðir sem nýta snjallmerki fór í umfangsmikla SVÓT (Styrkleikar, Veikleikar, Ógnanir og Tækifæri) greiningu á snjallmerkja-tækni í matvælaiðnaði. Í verkþættinum voru 19 leiðir greindar og voru svo þær sem þóttu álitlegastar prófaðar í næsta verkþætti. Sá verkþáttur prófaði fjórar tegundir af snjallmerkjum í for-könnun (e. pre-pilot) í nokkrum virðiskeðjum matvæla. Þau merki sem prófuð voru eru:

· Ferskleikavísir (e. Nitrogen Smart Tag indicator) – Þar sem köfnunarefni myndast í matvælum þegar þau skemmast, þá gefur magn köfnunarefnis vísbendingu um ferskleika. Í þessari snjallmerkjalausn var QR kóði prentaður með bleki sem breytir um lit þegar hann kemst í samband við ákveðið magn af köfnunarefni. Neytendur geta því skannað QR kóðann til að sjá ferskleika vörunnar. Hér er hins vegar um þannig lausn að ræða að liturinn breytist þegar magn köfnunarefnis fer yfir ákveðinn þröskuld og því eru núverandi takmörk þessarar lausnar að upplýsingarnar sem fást eru bara ferskur eða ekki (allt eftir því hvar þessi þröskuldur er settur. Frekari þróun á þessari lausn mun því snúa það því að staðsetja ferskleikann enn frekar á einhverskonar skala. Þessi ferskleikavísir var prófaður hjá Matís hér á Íslandi, AZTI á Spáni og KU Leuven í Belgíu á mismunandi matvælum. Hér á Íslandi voru gerðar prófanir með ferskan fisk, sem lofuðu góðu. Það er því líklegt að farið verði í frekari þróun og nýsköpun á þessari lausn hjá Matís og samstarfsaðilum í framtíðinni.

Ferskleikavísir prentaður með bleki sem breytir um lit þegar hann kemst í samband við köfnunarefni.

· Hitastigsvaki (e. NFC Smart Tag Temperature logger) – lítið snjallmerki sem límt er á umbúðir til að fylgjast með hitastigi. Neytendur eða aðrir hagaðilar í virðiskeðjum matvæla geta þá tengst merkinu gegnum farsíma og séð hitastigsferilinn. Það var reyndar mat þátttakenda í verkefninu að þessi lausn væri síður áhugaverð fyrir almenna neytendur, en þeim mun mikilvægari fyrir framleiðendur, flutningsaðila, smásala og aðra með sérfræðiþekkingu til að meta áhrif hitastigs á gæði og geymsluþol matvæla. Hitastigsvakinn var prófaður hjá Matís á Íslandi og VTT í Finnlandi.

Hitatigsvakinn er límiði sem festist á matvælaumbúðir og safnar gögnum um hitastig.

· Súrefnisvísir (e. Oxygen Smart Tag indicator) virkar svipað og ferskleikavísirinn, þar sem hann er prentaður með bleki sem breytir um lit þegar hann kemst í samband við súrefni. Þessi lausn virkar vel á matvæli sem eru í lofttæmdum eða loftskiptum umbúðum, þar sem súrefnisvísirinn sýnir þá hvort umbúðirnar „leki“ eða ekki. Súrefnisvísirinn var prófaður hjá AZTI á Spáni og KU Leuven í Belgíu. 

Súrefnisvísir prentaður með bleki sem breytir um lit þegar hann kemst í samband við súrefni.

· Tappa-merki (e. ‘Wine Cap’ Tag) eru merki sem fest eru á tappa vínflaska. Þau senda frá sér rafeindamerki sem snjallsímar geta móttekið og þannig fengið ýmisskonar upplýsingar um flöskuna s.s. hvar vínið var ræktað, gæðaprófanir og upplýsingar um pörun við matvæli. Merkið er einnig með innbyggðan hitamæli sem lætur vita hvenær vínið er að réttu hitastigi til neyslu. Þetta merki var prófað af Háskólanum í Reading. 

Tappa-merkið sendir frá sér rafeindamerki sem snjallsímar geta móttekið.

Verkefnið Snjallmerki var skilgreint sem miðlunarverkefni, þar sem meginmarkmiðið var að safna og miðla þekkingu um snjallmerki. Óhætt er að fullyrða að þeim markmiðum hafi verið náð, þar sem um 6.500 manns höfðu beint innlegg í verkefnið í gegnum viðtöl, fókus grúppur og neytendakannanir, auk þess sem yfir 60 þúsund manns hafa heimsótt netsíður með upplýsingum frá verkefninu.

Þó svo að þessu verkefni sé nú lokið, þá er ljóst að frekari rannsóknir og nýsköpun mun fara fram á þessu sviði. Þátttakendur í verkefninu eru því þakklátir fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna að þessu mjög svo spennandi verkefni og munu án efa halda því starfi áfram.

Að SmartTag verkefninu komu átta fyrirtæki og stofnanir, en verkefnið var fjármagnað af EIT food.

Skýrslur

Holding of Sea Urchins and Scallops in a RAS Transport System

Útgefið:

23/12/2019

Höfundar:

Guðmundur Stefánsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

Holding of Sea Urchins and Scallops in a RAS Transport System

Trials were carried out at Matís on holding live sea urchins and scallops in a RAS system developed by Technion, Israel, which not only recirculates the water, but additionally controls the pH and removes toxic ammonia. The aim of the trials was to test the feasibility of holding sea urchins and scallops alive in the RAS system for 10 days at 4°C, with at least 90% survival. The project was funded by EIT food, and the participants were Technion and Matís. 

The survival of sea urchins held in the RAS system at 4°C was high during the first five days. Eight days from catch the survival was only 80%, after 12 days about 50% and after 15 days, 10%. Sea urchins, packed in the standard way of transporting live urchins (in polystyrene boxes at 4°C) were at similar quality as the RAS stored sea urchins, five days from catch and the roe was still edible at eight days from catch. All the urchins in the polystyrene boxes were dead after 12 days storage and the roe inedible.

Scallops had a high survival when held in the RAS system or about 89% after 24-days at 4°C.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Holding of Arctic char in a RAS transport system

Útgefið:

16/12/2019

Höfundar:

Guðmundur Stefánsson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

EIT Food

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

Holding of Arctic char in a RAS transport system

In September 2019 two live holding trials with Arctic char (Salvelinus alpinus) were carried out at Matís where the fish was kept for up to eight days in a RAS holding and transport system developed by Technion, Israel Institute of Technology. The RAS system, which recirculated the water, controled the pH and removed accumulated ammonia, was set up in a 40 feet reefer tank to control the temperature at 4°C. The project was funded by EIT food and the participants were Technion and Matís.

The results show that Arctic char could be held at a density of 80 kg/m3 at 4°C for 8 days in the RAS system, without adverse effects on mortality. Moreover, no differences were found in the sensory quality (flavour, odour, appearance and texture) of the stored fish compared with fish before it was placed in the RAS system. The stored fish had however more gaping, higher cooking yield and marginally lighter colour than fish before placing in the system. 

However, a bio-load of 135-145 kg/m3 Arctic char in the RAS storage and holding system led to a high mortality. Moreover, on slaughter the surviving fish had adverse sensory quality as indicated by loss of characteristic flavour and odour as well as firmer, drier and tougher texture. The fish had a high incidence of gaping, a high cooking yield and showed evidence of deformation on cooking.

Skoða skýrslu
IS