Námskeið Matís ohf. - markviss leið að betri árangri!

Matís ohf. býður upp á námskeið fyrir fyrirtæki og var þá reynt að taka mið af aðstæðum viðkomandi fyrirtækis, s.s. tegund vinnslu, fjölda starfsfólks o.s.frv. Hér er listi yfir flest þau námskeið sem Matís býður upp á.

Matís ohf. býður upp á námskeið fyrir fyrirtæki og var þá reynt að taka mið af aðstæðum viðkomandi fyrirtækis, s.s. tegund vinnslu, fjölda starfsfólks o.s.frv.

Hér fyrir neðan er listi yfir flest þau námskeið sem Matís býður upp á:
iStock_námskeiðAlmennt námskeið fyrir starfsfólk í fiskmjölsiðnaði
Almennt um fiskmjölsvinnslu og stjórnun á vinnsluferli

Efnamælingar
Þjálfun í efnamælingum sem framkvæmdar eru við gæða- og framleiðslueftirlit í fiskimjöls-verksmiðjum.

Frysting sjávarafurða
Ætlað þeim sem vinna við frystingu og geymslu sjávarafurða

Geymsla og flutningur frosinna matvæla
Ætlað þeim sem framleiða, selja og flytja frosin matvæli, s.s. kaupendum, útflytjendum sem og öðrum sem hafa áhuga á því að fylgjast með hvað gerist við flutning og geymslu matvæla.

Heilnæmi sjávarafurða
Þetta námskeið er almenns eðlis og hentar vel fólki sem starfar við ólíkar greinar, sem þó eiga það sameiginlegt að snúast um fisk. Má þar t.d. nefna sölumenn sjávarfurða, veitingamenn, heilbrigðisfulltrúar, fiskeftirlitsmenn, næringarráðgjafar og kennarar.

Hreinlæti og þrif
Einkum ætlað fyrir fyrirtæki og starfsfólk í matvælaiðnaði, hentar sérstaklega öllum þeim sem stjórna þrifum í matvælafyrirtækjum eða koma að hreinlætismálum almennt

Hreinna umhverfi - betri framleiðsla
Ætlað starfsmönnum í matvælavinnslu, með áherslu á fiskiðnað.

Innra eftirlit, GÁMES (HACCP), fyrir ferskan fisk
Ætlað stjórnendum fyrirtækja sem vinna með ferskan fisk.

Kvörðun á vogum og hitamælum
Einkum ætlað starfsfólki sem starfar á rannsóknastofum

Meðhöndlun á ferskum fiski
Námskeið fyrir sjómenn sem meðhöndla ferskan fisk, t.d. sjómenn á ísfisktogurum og smábátasjómenn og einnig þá aðila sem vinna við ferskan fisk í landi, t.d. á fiskmörkuðum.

Notkun bindiefna í vinnslu á fiski
Námskeiðið er einkum ætlað framleiðslustjórum í fiskvinnslufyrirtækjum og öðrum sem starfa við vöruþróun á fullunnim fiskafurðum.

Reyking matvæla
Fagleg vinnubrögð við smáframleiðslu matvæla.  Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan er bæði bókleg og verkleg.

Rækjuvinnsla
Námskeið, ætlað þeim sem starfa við veiðar, vinnslu og viðskipti með rækju.

Skynmat
Ætlað starfsmönnum sem meta matvæli og framleiðslu í fyrirtækjum og/eða vinna við gæðaeftirlit, t.d. starfsmönnum fiskmarkaða

Saltfiskverkun
Ætlað þeim sem meðhöndla og selja saltfisk.

Sultun, súrsun og niðurlagning matvæla
Fagleg vinnubrögð við smáframleiðslu matvæla.  Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan er bæði bókleg og verkleg.

Vöruþróun fiskafurða

Námskeiðið er ætlað tæknifólki er starfar í matvælaiðnaði

Þurrkun fiskafurða
Ætlað þeim sem framleiða harðfisk, saltfisk, skreið og þorskhausa.

Þurrkun matvæla. Grænmeti, krydd o.þ.h.
Fagleg vinnubrögð við smáframleiðslu matvæla.  Farið verður yfir öll meginatriði varðandi vinnslu og meðhöndlun vörunnar, allt þar til hún er komin á borð neytenda. Hvernig og hvað þarf til að framleiða hana (þ.á.m. hráefni, tækjabúnaður, aðstaða), kostir og gallar mismunandi aðferða, hættur sem ber að varast, mat á gæðum ofl. Kennslan er bæði bókleg og verkleg.

Matís ohf mun reyna að koma til móts við óskir um námskeið, eins og kostur er.

Nánari upplýsingar: info@matis.is eða í síma 422 5000