Sérðu ekki viðhengi þessa pósts? Smelltu hér

 
matis.is Fréttabréf Matís
23. október 2014
 
 

23.10.2014
Ertu með gullvöru í þínum höndum? Viltu fá mat á gæðum hennar?

Þann 13. nóvember næstkomandi verður haldin fyrsta „Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki“ (ÍM í matarhandverki). Keppnin verður að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fer fram í Norræna húsinu.


Matarhandverk | Artisan Food20.10.2014
Þurrkun á fiski

Matís hefur að undanförnu unnið að því að auka framboð af aðgengilegu fræðsluefni sem tengist framleiðslu sjávarafurða. Fyrir nokkru var gefin út rafræn handbók um framleiðslu á saltfiski og nú birtist handbók um þurrkun á fiski.

16.10.2014
Fiskneysla eykst í heiminum

Stöðugur vöxtur hefur einkennt fiskframleiðslu síðustu fimm áratugina, þar sem áhersla hefur verið á framleiðslu fisks til manneldis. Fiskneysla eykst frá ári til árs og bættar geymslu aðferðir gera það að verkum að fiskur kemst ferskur á sífellt fleiri markaði og aðgengi að honum verður betra. Í þessu felast vissulega tækifæri fyrir Íslendinga.

14.10.2014
Verkun saltfisks bætt með segulómun

Nýverið lauk samstarfsverkefninu „Jafnari dreifing salts í saltfisksvöðva“ sem AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi styrkti (R 052-10). Rannsóknaverkefnið var unnið í samstarfi Íslenskra Saltfisksframleiðanda (ÍSF), Institut National de la Recherche Agronomique (INRA) í Clermont-Ferrand í Frakklandi og Matís. 

3.10.2014
Hægt er að auka verðmæti karfaflaka með bættum vinnsluaðferðum

Reynsla síðasta ártugar sýnir að þekking er eitt verðmætasta verkfærið sem íslenskur sjávarútvegur hefur til umráða til að auka nýtingu og verðmæti sjávarafurða. Farsælt samstarf rannsóknaraðila og sjávarútvegsfyrirtækja hefur skilað sér í umtalsverði verðmætaaukningu og bættum gæðum íslensks sjávarfangs.

2.10.2014
Mikið fagnaðarefni í huga rektors Háskóla Íslands Í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu í dag fagnar Kristín Ingólfsdóttir því að Háskóli Íslands skuli vera á lista yfir 400 bestu háskóla heimsins. Þar er HÍ í 251.-275. sæti ásamt fleiri háskólum. Gaman er frá því að segja að í viðtalinu nefnir rektor nokkra samstarfsaðila sem hún telur að eigi mikið í þessum árangri. Matís er þar á meðal.

HI_merki19.9.2014
Nýting Íslendinga á þorski vekur athygli hjá FAO

Í nýútkomnu riti FAO (Matvæla-og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna) sem ber heitið The State of World Fisheries and Aquaculture (SOFIA) er staðfest að Íslendingar séu ein af helstu fiskveiði þjóðum heims.


Þorskur | Cod15.9.2014
Rekjanleiki skilar sér í hærra vöruverði

Kröfur um rekjanleika matvæla aukast með degi hverjum, hvort sem um ræðir kjöt, fisk, grænmeti eða ávexti. Matís vinnur nú að verkefnum sem eiga að nýtast við rekjanleikaskráningu og tryggja þannig að hægt sé að staðfesta uppruna og vinnsluferli matvæla á markaði. Í fyrstu er kastljósinu beint að fiskafurðum.


Rekjanleiki | Traceability | © iStock Swoosh-R11.9.2014
TASTE – nýting á matþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu

Í tilefni af lokum verkefnisins TASTE verður haldin opin málstofa þann 16. september á Matís um nýtingu á sjávarþörungum til bragðaukningar og saltminnkunar í matvælaframleiðslu.
 Matís ohf. – Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík – Sími 422 5000 – www.matis.ismatis@matis.is
 

Afskráning af póstlista