Sérðu ekki viðhengi þessa pósts? Smelltu hér

 
matis.is Fréttabréf Matís
30. mars 2016
 
 

29.3.2016
Fjölgun þróunarsamvinnuerkefna

Matís og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þar á undan, hefur tengst þróunarverkefnum í rúm 10 ár í gegnum kennslu og leiðbeiningastarf við Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP). Þessi samvinna hefur leitt af sér frekari verkefni fyrir Matís með námskeiðahaldi í þróunarríkjum.


Developmental_cooperation_Margeir_Gissurarson_621.3.2016
Alþjóðleg rannsókn - heilindi í viðskiptum með sjávarfang

Undanfarna daga hefur átt sér stað mikil umræða um heilindi í viðskiptum með sjávarfang. Upphaf umræðunnar má rekja til málstofu sem Matís hélt miðvikdaginn 16. mars en þar var greint frá niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar sem Matís er þátttakandi í.

9.3.2016
Útskriftir frá UNU-FTP

Stór og öflugur hópur nemenda við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) útskrifaðist frá skólanum núna á mánudaginn eftir sex mánaða sérnám á Íslandi. UNU-FTP er mikilvægur hlekkur í þróunarsamvinnu Íslendinga en þetta er í 18. skiptið sem skólinn útskrifar nemendur.


Logo_UNU_ftp24.2.2016
Fréttir að norðan – heimsóknir nemenda

Margir vita af starfsstöð Matís á Sauðárkróki en þar rekur Matís líftæknismiðju sína. Matís er einn Verbúanna, fyrirtækja og stofnanna sem hafa hreiðrað um sig í Verinu, Vísindagörðum. Í verinu er alltaf eitthvað að frétta og hér eru tvær fréttir frá Króknum!

19.2.2016
HACCP og framleiðsla sjávarfangs

HACCP – bókin sem nú birtist á vefnum er ætluð sem stuðningsefni fyrir þá sem vilja kynna sér HACCP og uppsetningu slíks kerfis í sjávarútvegsfyrirtækjum. Þetta fræðsluefni er liður í því að koma á framfæri þekkingu til þeirra sem bera ábyrgð á öruggri matvælaframleiðslu.

16.2.2016
Matís – stórt hlutverk í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum

Matís hefur í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki á meðal fyrirtækja í sjávarútvegi. Að hluta til má segja það saman varðandi landbúnaðinn þá sérstaklega undanfarið þegar kemur að smáframleiðslu matvæla, og eru matarsmiðjur Matís mikilvægur hlekkur í því.

9.2.2016
Hvítfiskur í Norður-Atlantshafi – leiðir til aðgreiningar frá ódýrari fiski

WhiteFishMall verkefninu er nú nýlokið en í því verkefni var markmiðið að tryggja enn frekari aðgreiningu á bolfiski úr Norður-Atlantshafinu frá ódýrari hvítfisktegundum, sem nú streyma inn á okkar helstu markaðssvæði, sér í lagi inn á Bretlandsmarkað.

1.2.2016
Allt vitlaust eftir viðtal í Bítinu á Bylgjunni

Í síðastliðinni viku var viðtal við Ásthildi Björgvinsdóttur en fyrirtækið hennar, Ástrík, www.astrik.is, framleiðir popp meðal annars með karamellu og sjávarsalti. Í lok viðtalsins talaði Ásthildur eilítið um Matís og sagði að fyrirtækið væri „snilld“.

18.1.2016
Þrjú útflutningsleyfi fyrirtækja í gegnum Matarsmiðju Matís

Á dögunum fékk Margildi svokallað A leyfi útgefið af Matvælastofnun til framleiðslu, sölu og dreifingar á lýsi úr uppsjávarfiskum en slíkt leyfi gerir þeim kleyft að flytja framleiðsluvörur sínar til annarra Evrópulanda.


!!Matis_logo6.1.2016
Hagnýting korns til matvælaframleiðslu

Eitt viðfangsefna sem Matís hefur umsjón með og byggir á gamalli arfleifð, er samstarf um hagnýtingu korns til matvælaframleiðslu. Landbúnaður í löndum við Norður-Atlandshaf býr við svalt loftslag og stuttan vaxtartíma plantna.

11.12.2015
Sjálfsagt að vísindamenn vinni með sjómönnum

„Við viljum að það teljist sjálfsagt að vísindamenn vinni með sjómönnum við fiskveiðirannsóknir og að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi líti á vísindamenn sem verðmæta samstarfsaðila í stefnumótunarvinnu,“ sagði Steve Mackinson frá Miðstöð umhverfis-, sjávarútvegs- og fiskeldisvísinda í Bretlandi í nýlegu viðtali í Horizon, EU Research & Innovation Magazine en tilefnið var m.a. WhiteFish verkefnið sem Matís og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) tóku þátt í fyrir Íslands hönd.
 Matís ohf. – Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík – Sími 422 5000 – www.matis.ismatis@matis.is
 

Afskráning af póstlista