Sérðu ekki viðhengi þessa pósts? Smelltu hér

 
matis.is Fréttabréf Matís
1. desember 2015
 
 

1.12.2015
Framboði á fiski á heimsvísu verður vart viðhaldið nema með eldisfiski

Eftirspurn eftir fiski eykst stöðust og verður því að auka framboð á eldisfiski til að halda framboði stöðugu og minnka álag af fiskveiðum. Fiskmjöl er ríkjandi próteingjafi í fiskafóðri en framleiðsla mjölsins hefur dregist saman því nýting uppsjávarfisks í verðmætari afurðir hefur aukist vegna betri fiskveiðitækni og betri kælingar hráefnisins.


Fiskeldi | Aquaculture25.11.2015
Lífssaga 186 Atlantshafslaxa

Uppruni og lífssaga 186 Atlantshafslaxa veiddum innan íslensku fiskveiðilögsögunnar var rannsökuð með því að nota DNA stuttraðir til að meta uppruna og hreistur og kvarnir til að finna út hversu langan tíma laxarnir hafa dvalið í ferskvatni og sjó. Rannsókn þessi var gerð hjá Matís í samvinnu við Veiðimálastofnun, Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu.

24.11.2015
Traust samstarf við Matís um kennslu og rannsóknir

Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og Matís hafa gert samning sín á milli um áframhaldandi samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Inga Þórsdóttir, forseti Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands, og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, undirrituðu samninginn í gær. Með samningnum er tryggð áframhaldandi samvinna um að þróa og bæta nám í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands. Samkomulagið festir enn frekar í sessi hið öfluga samstarf Háskóla Íslands og Matís.


HI_merki5.10.2015
Inngangur að fisktækni

Matís og Fisktækniskólinn í Grindavík hafa unnið saman að gerð þessa efnis sem nú birtist og hefur fengið heitið „Inngangur að fisktækni“ en þar er að finna fjölbreyttar og gagnlegar upplýsingar um framleiðslu sjávarafurða.

3.10.2015
Er arsen til vandræða?

Undanfarna daga og vikur hefur verið nokkuð hávær umræða um arsen (e. arsenic) og mögulega skaðsemi efnisins. Sitt sýnist hverjum um þetta efni sem finnst í sumum matvælum og í mismiklu magni. Livsmedelsverket (systurstofnun Matvælastofnunar) þykir ástæða til að neytendur takmarki neyslu á hrísgrjónum og afurðum úr hrísgrjónum og gáfu út ráðleggingar í þá veru í síðustu viku.


Arsenic24.8.2015
Flæði gagna milli aðila í sjávarútveginum

Ljóst er að miklu magni gagna er safnað við veiðar og vinnslu hjá íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Þessar upplýsingar eru oft notaðar að þeim sjálfum við veiðistýringu síðar meir þar sem sótt er í ákveðnar tegundir eða ákveðna einginleika afla. Einnig eru dæmi um að fyrirtækin noti þessi gögn við framlegðarútreikninga fyrir veiðar og vinnslu.

10.8.2015
Hugtakasafn fiskiðnaðarins er nú aðgengileg á netinu

Hugtakasafn Fiskiðnaðarins sem nú birtist á vefnum tekur saman ýmis hugtök úr fiskiðnaðinum og gefur þeim skýrari merkingu. Þetta hefur verið reynt að gera bæði með orðum og myndum. Safnið var upphaflega unnið í tengslum við verkefnið „Aukin verðmæti gagna.“


Arnarstapi ©Páll Gunnar Pálsson26.5.2015
Fiskbókin er opin

Búið er að opna Fiskbókina en bókin er fróðleikur um helstu nytjafiska, upplýsingar um veiði þeirra, s.s. veiðisvæði, á hvaða árstíma þeir veiðast og helstu veiðarfæri. Með þessari rafrænu útgáfu Fiskbókarinnar er mögulegt að koma á framfæri margvíslegum upplýsingum um fisk og fiskafurðir, fræðslu og rannsóknum sem þeim tengjast með mun skilvirkari og fjölbreyttari hætti en hægt er í prentaðri bók.
 Matís ohf. – Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík – Sími 422 5000 – www.matis.ismatis@matis.is
 

Afskráning af póstlista