Sérðu ekki viðhengi þessa pósts? Smelltu hér

 
matis.is Fréttabréf Matís
10. nóvember 2014
 
 

10.11.2014
Viltu vita um viðskiptatækifærin í dreifðari byggðum Grænlands?

Nú er komið að lokum Arctic Bioeconomy verkefnisins. Verkefninu lýkur með ráðstefnu um norrænt lífhagkerfi með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar en á ráðstefnunni munu margir áhugaverðir fyrirlesarar stíga í pontu. Meðal þeirra er Inunnguaq Hegelund sem er Íslendingum að góðu kunnur úr þáttunum Nautnir norðursins sem nýverið var sýnt á RÚV.

6.11.2014
Rannsóknir á aukinni nýtingu síldar til manneldis

Norðmönnum hefur gengið vel með rannsóknir á fullnýtingu á síld. Rannsóknirnar hafa staðið yfir í þrjú ár og útkoman er sú að hægt er að nýta það sem til fellur eftir flökun í einar 17 ólíkar afurðir. Hér á landi eru rannsóknir af þessu einnig í gangi hjá Matís.

6.11.2014
Verður ekki þverfótað fyrir Norðurlandabúum í næstu viku?

Næsta vika verður sannarlega hátíð fyrir Norðurlandabúa og þá sérstaklega þá sem áhuga hafa á lífhagkerfi Norðurlanda, en inni því kerfi er t.d. matur og matvælaframleiðsla.

4.11.2014
„Faðir" lífhagkerfisins í Evrópu á leið til Íslands

Ráðstefna um norrænt lífhagkerfi með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar.

23.10.2014
Ertu með gullvöru í þínum höndum? Viltu fá mat á gæðum hennar?

Þann 13. nóvember næstkomandi verður haldin fyrsta „Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki“ (ÍM í matarhandverki). Keppnin verður að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fer fram í Norræna húsinu.


Matarhandverk | Artisan Food


 Matís ohf. – Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík – Sími 422 5000 – www.matis.ismatis@matis.is
 

Afskráning af póstlista