Sérðu ekki viðhengi þessa pósts? Smelltu hér

 
matis.is Fréttabréf Matís
3. tbl. 5. árg. - 23. júní 2014
 
 

10.6.2014
Nordtic - lífhagkerfi norðurslóða

Þann 25. júní verður haldin ráðstefna á Hótel Selfoss þar sem fjallað verður um Norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy).


Nordic Bioeconomy, FP7, Horizon 2020, Industrial Leadership, Sicentific Excellence, Grand Challanges20.6.2014
Ber, krabbi og klaki vannýtar auðlindir

Á Íslandi má finna gífurlegar auðlindir í óspilltri og ómengaðir náttúru sem nýta má til matvælaframleiðslu. Í verkefninu Artic Bioeconomy var til dæmis unnið með þara í majónesi, súkkulaði og pasta. Ber, villtar jurtir, grænkál, gulrófur, rabarbari, sveppir og birki eru uppistaðan í nýstárlegum matvælum auk þess að gefa þekktum vörum nýjan keim.

18.6.2014
Hvernig verður mæjónes hollustuvara? 

30 nýjar matvörur verða kynntar á Nordtic ráðstefnunni á Selfossi. Þar verður fjallað um Norræna lífhagkerfið sem er hluti af þriggja ára formennskuverkefni íslenskra stjórnvalda í Norrænu ráðherranefndinni. Nýsköpun á sviði matvælaframleiðslu er ein af áskorunum verkefnisins.

16.6.2014
Upphafsfundur íslenska hluta MareFrame vel sóttur

Upphafsfundur íslensku tilviksrannsóknarinnar í MareFrame verkefninu er nú ný afstaðinn, en hann fór fram þriðjudaginn 10. júní. Matís tekur þátt verkefninu í samstarfi við Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun. Evrópuverkefnið MareFrame miðar að því að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi að íslenskri fyrirmynd.


Mareframe13.6.2014
Ýtir fiskeldi undir jákvæða byggðaþróun?

Samkvæmt grein á www.visir.is hefur orðið fólksfjölgun á sunnanverðum vestfjörðum á síðastliðnum tveimur árum í tengslum við aukið fiskeldi á svæðinu. Þar hefur Matís komið við sögu en nýsköpun og rannsóknir á sviði fiskeldis auk stuðnings við atvinnuuppbygging á landsbyggðinni hefur verið rauður þráður í starfsemi fyrirtækisins frá stofnun.


Fiskeldi | Aquaculture9.6.2014
Munu skordýr fæða heiminn?

Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að fólksfjöldi á jörðinni muni vera allt að 9 milljarðar árið 2050. Til þess að fæða þennan aukna fjölda fólks er talið að núverandi matvælaframleiðsla þurfi að tvöfaldast sem er erfitt að sjá fyrir því þrýstingur á náttúruauðlindir er mikill fyrir.

6.6.2014
Upphafsfundur íslenska hluta MareFrame

Þriðjudaginn 10. júní fer fram upphafsfundur íslenska hluta Evrópuverkefnisins MareFrame en verkefnið miðar að því að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi innan Evrópu þar sem áhersla er lögð á vistvæna, sjálfbæra, félagslega og hagræna stjórnun. Auk á samstarfs við sjómenn, útgerðir og vinnslu ásamt öðrum hagsmunaaðilum sem koma að stjórnun fiskveiða.


Mareframe5.5.2014
App fyrir sjómenn til að reikna ísþörf - nú fyrir Windows síma

Eins og flestir vita sem stunda sjóinn þá bjó Matís til sérstakt smáforrit (app) fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem gerir sjómönnum auðvelt að reikna út ísþörf vegna afla. Forritið var kynnt á Sjávarútvegsráðstefnunni haustið 2013.

28.4.2014
Allir hagsmunaaðilar komi að stjórnun fiskveiða

Í tengslum við EcoFishMan verkefnið er skoðanakönnun í gangi á meðal hagsmunaaðila í sjávarútvegi. Tilgangur könnunarinnar er að leita sjónarmiða allra þeirra aðila sem koma að fiskveiðum á Íslandi, hvort sem það er í stjórnun eða framkvæmd.


EcoFishMan14.4.2014
Ennþá stærri áskoranir framundan

Stórar áskoranir þarf að glíma við í nútíð og framtíð. Handan við hornið eru enn meir breytingar á öllum þáttum matvælaframleiðslu. Hvernig geta Íslendingar leikið lykilhlutverk? Með hvaða hætti getum við sem þjóð stuðlað að auknu matvælaöryggi og auknu fæðuöryggi?


Bioeconomy as a whole7.4.2014
Heildarneysla aðskotaefna

Matís vinnur nú að athyglisverðu Evrópuverkefni þar sem þróaðar verða aðferðir til meta hversu mikið af óæskilegum aðskotaefnum fólk fær úr matvælum.
 Matís ohf. – Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík – Sími 422 5000 – www.matis.ismatis@matis.is
 

Afskráning af póstlista