Sérðu ekki viðhengi þessa pósts? Smelltu hér

 
matis.is Fréttabréf Matís
10. febrúar 2015
 
 

10.2.2015
Fyrirlestrar á vegum Sameinuðu þjóðanna

Ian Goulding, sérfræðingur í fiski, fiskvinnslu og þáttum sem tengjast stjórnun fiskveiða, heldur fyrirlestra í húsakynnum Matís 14. – 18. febrúar nk. Um er að ræða fjóra hádegisfyrirlestra um mismunandi efni. Fyrirlestrarnir fara fram á ensku og eru þeir ölum opnir. Fyrirlestraröðin er í boði Sjávarútvegsskóla háskóla Sameinuðu þjóðanna en fyrirlestrarnir eru haldnir í höfuðstöðvum Matís að Vínlandsleið 12.


Logo_UNU_ftp26.1.2015
Matís veitir ráðgjöf til Kanada

Alþjóðlegt samstarf hefur aukist jafnt og þétt í starfsemi Matís frá því að fyrirtækið tók til starfa í janúar 2007. Á þessum tíma hefur Matís m.a. átt í samstarfi við Norræna nýsköpunarsjóðinn (e. Nordic Innovation), PepsiCo., alþjóðlega sjóði um þróunaraðstoð, erlenda háskóla og Evrópusambandið, m.a. varðandi hvernig bæta mætti fiskveiðistjórnun sambandsins (EcoFishMan), svo fátt eitt sé nefnt. 

12.1.2015
Ísland með sérstöðu þegar kemur að bakteríusýkingum í matvælum

Árið 1999, eftir holskeflu Campylobacter-sýkinga hérlendis, var eftirliti með kjúklingum aukið. Í dag eru tekin sýni úr hópum allra eldiskjúklinga á leið til slátrunar 2-5 dögum fyrir fyrirhugaða slátrun. Ef bakterían greinist er allur kjúklingurinn úr viðkomandi hópi frystur að slátrun lokinni.

9.2.2015
Matís tekur þátt í enn einu verkefni sem tengist fiskveiðistjórnun í Evrópu

Fyrsta verkefni Matís í nýju Horizon 2020 rannsóknaáætluninni að hefjast. Matís er þátttakandi í nýju 2.7 milljón Evra verkefni sem er fjármagnað af Horizon 2020, nýju rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópu.


Horizon 20202.2.2015
Salmonella-mengun í alifuglum mun sjaldgæfari hér á landi

Tíðni Salmonella-mengun í alifuglafurðum á Íslandi hefur lækkað mjög á síðustu áratugum og er nú svo komið að smit í alifuglaafurðum á markaði á Íslandi er mjög sjaldgæft og mun lægra en þekkist í flestum löndum í heiminum. 

23.1.2015
Mjólkursamsalan og Matís gera samstarfssamning um rannsóknir á skyri og mysu Þann 21. janúar sl. undirrituðu fulltrúar Mjólkursamsölunnar og Matís fimm ára samstarfssamning um rannsóknir á skyrgerlum og mysu. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Axel Péturssyni framkvæmdastjóra Sölu- og markaðssviðs MS er fyrirtækið mjög spennt fyrir þessu samstarfi sem fyrirtækin hafa náð samkomulagi um.
23.1.2015
Ísland í ótrúlegri stöðu hvað líftækni og lífefni varðar

Sérstaða Íslands þegar kemur að líftækni og lífefnum er fjölbreytileiki náttúrunnar og sérkenni landsins, því hefur einnig verið lögð áhersla á að rannsaka örverur sem lifa á hverasvæðum og á landgrunni Íslands. Hér er því verið að vinna með einstök lífefni sem ekki þekkjast annars staðar.

20.1.2015
Eitt verkefna Matís vekur athygli hjá framkvæmdastjórn ESB

Matís gegnir forystuhlutverki í umfangsmiklu fjölþjóðaverkefni sem vakið hefur athygli innan framkvæmdastjórnar ESB og hefur verkefnið, sem kallast Amylomics, verið valið eitt þeirra verkefna sem standa upp úr öllum þeim fjölda sem framkvæmdastjórnin styrkir ár hvert (Sucess story).

22.12.2014
Kæling afla með ískrapa um borð í smábátum

Hjá Matís er í gangi áhugavert verkefni í samstarfi við Thor-Ice, Háskóla Íslands, 3X-Technology, Landssamband smábátaeigenda og Valdi ehf. um kælingu afla með ískrapa um borð í smábátum.

11.12.2014
Ert þú að borða nóg af ómega-3 fitusýrum?

Þrátt fyrir að heilsusamleg áhrif þess að neyta fjölómettra fitusýra séu margsönnuð er þeirra ekki alltaf neytt í nægu magni vegna þess að neysla á feitum fiski er frekar lítil á Íslandi. Matís og fyrirtækið Grímur kokkur (www.grimurkokkur.is) hafa á undanförnum árum unnið saman að verkefnum um auðgun sjávarrétta úr mögrum fiski með ómega olíum.

8.12.2014
Afurðum ætlað að mæta þörfum á mörkuðum Umbreyting afla í útflutningsverðmæti skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Nýting og vinnsla sjávarafurða koma þar við sögu. Eins og vinnslan snýst um virðingu fyrir neytendum og hráefnum, snýst nýtingin um virðingu fyrir hráefnum og umhverfi að samaskapi snýst verðmætasköpunin um virðingu fyrir samfélagi og auðlindum. Fullmargir fullyrða fullmikið um fullvinnslu og fullnýtingu. Samhliða fullyrðingaflaumi ber á óþarfa mismunun, þar sem afurðir eru flokkaðar nokkuð frjálslega sem aðalatriði og aukaatriði.
17.11.2014
Frá grunnrannsóknum til lækningavara á markaði

Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og stjórnarmaður í Matís, fjallar um tilurð og vöxt líftæknifyrirtækisins Zymetech og tengsl þess við grunnrannsóknir í skólanum í öðru erindi fyrirlestraraðarinnar Vísindi á mannamáli sem Háskóli Íslands stendur fyrir. Erindið verður í Hátíðasal Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. nóvember nk. kl. 12:10.


HI_merki14.11.2014
Hvert er sótspor ferskra þorskhnakka frá Íslandi?

Í seinni tíð hefur krafan um sjálfbæra nýtingu og lágmörkun umhverfisáhrifa í framleiðslu á matvælum aukist mikið á mörkuðum sem eru mikilvægir fyrir ferskfiskafurðir okkar Íslendinga.
 Matís ohf. – Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík – Sími 422 5000 – www.matis.ismatis@matis.is
 

Afskráning af póstlista