Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Beitukong

Eru vinnsla og útflutningur á lifandi beitukóngi raunhæfur kostur? - 10.12.2018

Veiðar á beitukóngi hafa verið stundaðar hér á landi um langt skeið og verið nýttur bæði í beitu og til manneldis. Í Ferðabók Eggerts Ólafssonar frá 1772 er greint frá því að beitukóngur hafi þótt mikill herramansmatur meðal íbúa í Breiðafirði. Það var hins vegar ekki fyrr en 1996 sem beitukóngsveiðar og vinnsla til útflutnings hófst fyrir alvöru hér á landi, en fyrirtækið Sægarpur á Grundarfirði ruddi þar veginn. Frá þeim tíma hefur veiðin hér við land verið nokkuð misjöfn milli ára, en þar hafa markaðsaðstæður haft mest áhrif. Veiðarnar hafa nær eingöngu verið stundaðar í Breiðafirði og það eru aðallega tvö fyrirtæki sem hafa stundað veiðar og vinnslu af krafti þ.e. Sægarpur á Grundarfirði og Royal Iceland í Reykjanesbæ. Rekstur Sægarps fór í þrot árið 2013 og síðan hefur Royal Iceland verið eitt um að sinna þessum veiðum

Nýbylgju bragð – um nýjar leiðir til þróunar og vinnslu á bragðefnum úr þörungum - 7.12.2018

Nú nýlega fór af stað virkilega áhugavert verkefni hjá Matís í samstarfi við Háskóla Íslands, verkefni sem hefur fengið nafnið Nýbylgju bragð. Markmið verkefnisins er að þróa verðmæt heilsusamleg bragðefni úr stórþörungum sem geta komið í stað salts og nýtt sem bragðbætandi einingar þ.e. efni/efnasambönd eða náttúrulegar blöndur þess. Einstakir eiginleikar bragðefnanna verða nýttir til að þróa saltminni og bragðmeiri matvæli.

Screenshot-2018-12-06-at-14.53.03

Eru smáþörungar og stórþörungar framtíðin? - 6.12.2018

Miðvikudaginn 12. desember 2018 verður Dr. Ira Levine, forseti Algae Foundation og prófessor við University of Southern Maine með kynningu á þörungum og þörungaræktun.

Fréttatilkynning stjórnar Matís - 6.12.2018

Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, hefur látið af störfum eftir 8 ára starf. Matís er öflugt félag með sterkan mannauð. Stjórn Matís þakkar Sveini fyrir hans framlag til félagsins. Undir hans stjórn og með aðkomu öflugs starfsfólks, hugviti þeirra og þekkingu, hefur Matís vaxið.

Plastmengun er raunveruleg ógn við lífríki jarðarinnar - 4.12.2018

Nú rétt í þessu lauk mögnuðum þætti í fréttaskýringaþættinum Kveik sem sýndur er á RÚV á þriðjudagskvöldum. Að þessu sinni var fjallað um plast, bæði örplast og plast sem til að mynda fuglar og önnur dýr hafa étið.

Aukin þekking á loðnu og dreifingu hennar - 3.12.2018

Nýtt verkefni er nú rétt nýhafið hjá Hafrannsóknastofnun og Matís. Verkefnið nefnist eCAP og snýr að því að rekja loðnu með umhverfis erfðagreininum (eDNA).

Þróun blæðingar- og kælibúnaðar - 30.11.2018

Nýtt verkefni er við það að hefjast hjá Matís og samstarfsaðilum. Verkefnið er einkar hagnýtt og snýr að endurhönnun og umbótum á blæðingar- og kælibúnaðinum Dreka sem framleiddur hefur verið af Micro Ryðfrí Smíði ehf. frá árinu 2012 en búnaðurinn hefur verið notaður um borð í skipum með góðum árangri.

Makríll | Mackerel

Roðskurður íslenskra makrílflaka - 28.11.2018

Ástand makríls sem veiddur er innan íslenskrar lögsögu veldur því að erfitt er að vinna hann. Rannsóknir á möguleikum tengdum flökun og geymslu á makríls sýna að dökkur vöðvi undir roði er viðkvæmur fyrir þráa. Markmið verkefnis sem nú er í gangi innan Matís er að meta möguleika á roðskurði makrílflaka og hvaða áhrif vinnslan hefur á gæði þeirra og stöðugleika. Það að fjarlægja roð og dökkan vöðva gæti skilað mun verðmætari flakaafurðum auk þess að skapa vettvang til þess að nýta hliðarhráefnið í verðmætar afurðir til manneldis.

Örugg matvæli | Food safety

Hvaða máli skipta Örugg Matvæli? - 27.11.2018

Aukinn kraftur hefur færst í umræðuna um landbúnaðarmál undanfarið. Umræðan hefur meðal annars snúist um sýklalyfjaónæmar bakteríur í matvælum, örslátrun og áhættumat, svo fátt eitt sé nefnt. En hvernig standa Íslendingar þegar kemur að því að byggja upp vísindalega þekkingu á stöðu matvælaöryggis á Íslandi?

Skipta flutningsumbúðir fyrir heilan ferskan fisk máli? - 26.11.2018

Umtalsverðar framfarir hafa orðið í þróun á geymsluílátum fyrir heilan ferskan fisk á síðustu áratugum. Karavæðingin sem hélt innreið sína á níunda áratugunum hefur til dæmis létt sjómönnum lífið svo um munar og gert það að verkum að mun skemmri tíma tekur að ganga frá aflanum niður í lest og landa honum. Kerin sem hafa verið hvað algengust eru hins vegar það stór að hætta er á að notkun þeirra hafi neikvæð áhrif á gæði aflans, ef ekki er rétt staðið að verki. 

Síða 1 af 177

Fréttir