Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Fjör á fyrsta degi Bændamarkaðar! - 12.7.2018

Fyrsti opnunardagur Bændamarkaðar í Pakkhúsinu á Hofsósi var laugardaginn 30. júní sl. Um er að ræða tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði og Þjóðminjasafn Íslands, en Pakkhúsið er menningarsögulegt hús frá um 1777 og tilheyrir Húsasafni Þjóðminjasafnsins.

Fiskeldi | Aquaculture

Hvað segir FAO um áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg og fiskeldi? - 12.7.2018

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) gaf á þriðjudaginn út ítarlega skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á sjávarútveg og fiskeldi. Skýrslan, sem telur fyrir sex hundruð blaðsíður af efni frá yfir tvö hundruð höfundum, hefur að geyma eina umfangsmestu úttekt á málefninu sem birt hefur verið til þessa og leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þróunar á aðgerða- og aðlögunaráætlunum og framkvæmd þeirra.

Getur áhættumat stuðlað að beinum viðskiptum bænda með kjöt og kjötafurðir? - 11.7.2018

Dreifing og sala heimaslátraðra afurða er ekki leyfileg í dag en hver er raunverulega áhættan? Í Þýskalandi er eftirliti með slátrun bænda á lömbum undir þriggja mánaða aldri haldið í lágmarki þar sem áhættan fyrir neytendur er metin lítil. Bein viðskipti með afurðir af þeim lömbum eru ekki takmörkunum háð umfram hefðbundnar afurðir, en þetta kom fram í fyrirlestri Andreasar Hensel, forstjóra þýsku áhættumatsstofnuninni BfR á fundi Matís í Miðgarði, Varmahlíð, 5. júlí síðastliðinn.

20180705_135955

Mikill áhugi á beinum viðskiptum með heimaslátrað kjöt - 9.7.2018

Nú fyrir helgi stóð Matís fyrir fundi um möguleika til beinna viðskipta með heimaslátrað kjöt og mikilvægi áhættumats í því samhengi.  Fundurinn var haldinn í Miðgarði í Skagafirði og var mjög vel sóttur, enda ljóst að mikill áhugi er á því meðal bænda að slátra á bæjum sínum og selja afurðirnar í beinum viðskiptum til neytenda.

Lífræn mysa – ný viðbót á snyrtivörumarkaði? - 28.6.2018

Í Matís er unnið að verkefninu „Heilandi máttur lífrænnar mysu“. Markmið verkefnisins er að finna leið til að nýta vannýtta auðlind á sjálfbæran hátt, þ.e. íslenska lífræna mysu í húðvörur. Vonir standa til að rannsóknin leiði til aukins verðmætis mysu og að um leið minnki náttúruspjöll þar sem þessi afurð færi annars mikið til í sjóinn.

Shutterstock_237417664_steinarba

Viltu kaupa heimaslátrað? - 27.6.2018

Matís býður til fundar í Miðgarði, Varmahlíð, fimmtudaginn 5. júlí 2018 kl. 13:00, þar sem fjallað verður um áskoranir og möguleika tengda nýsköpun í landbúnaði, sölu og dreifingu afurða úr heimaslátrun og mikilvægi áhættumats. Allir eru velkomnir á fundinn.

Frá fjalli að kjötvinnslu - 26.6.2018

Nýtt ráðgjafarverkefni er nú í burðarliðnum hjá Matís. Tilgangur þess er að taka saman leiðbeiningar sem byggðar eru á rannsóknum Matís, Landbúnaðarháskóla Íslands (Lbhí) og forvera þeirra undanfarin ár, sem sýna fram á mikilvægi réttrar meðhöndlunar sláturfjár frá smölun af fjalli, að dyrum kjötvinnslu.

Matís fær styrk til að gefa út Síldverkunarhandbókina - 21.6.2018

Nú nýverið tók Páll Gunnar Pálsson, fyrir hönd Matís, við tveggja milljóna króna styrk frá Félagi síldarútgerða til ritunar Síldverkunarhandbókarinnar. Fjármagnið verður nýtt til að taka saman efni og meðal annars verður óútgefin „Síldarverkunarhandbók“ sem dr. Jónas Bjarnason, efnaverkfræðingur tók saman á síðasta áratug síðustu aldar, nýtt til verksins, sem og efni sem unnið var með fyrir allnokkrum árum um vinnslu og verkun síldar.

Getum við nýtt geitastofninn betur? - 19.6.2018

Nýtt verkefni er nú í farvatninu hjá Matís. Viðfangsefnið er að bregðast við þörfinni fyrir aukna nýtingu íslenska geitastofnsins en talið er að framtíð stofnsins byggist fjölbreyttri nýtingu hans. 

Síða 1 af 170

Fréttir