Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Samnorrænt verkefni um fiskmjöl og lýsi - 18.6.2019

Nú fer senn að ljúka samnorrænu verkefni um fiskmjöl og lýsi. Meginmarkmið verkefnisins var að skilgreina stöðu þekkingar á fiskmjöli með það fyrir augum að varpa ljósi á það hvar frekari rannsókna er þörf. Niðurstöður verkefnisins geta nýst bæði iðnaðinum og rannsóknar-samfélaginu sem vegvísir til framfara. Verkefnið var unnið með samtökum fiskmjölsframleiðenda í Evrópu EU-fishmeal, DTU Food&Aqua í Danmörku, Nofima í Noregi og hlaut styrk frá Norrænu Ráðherranefndinni (AG-fisk).

Mælingar á STEC í kjöti á innanlandsmarkaði m.t.t. matvælaöryggis - 13.6.2019

Nauðsynlegt er að tryggja að matvæli, óháð uppruna, ógni ekki heilsu neytenda eins og skýrt er sett fram í lögum um matvæli, hvort sem um er að ræða efna- eða örveruáhættur. Skipulögð sýnataka og faggildar mælingar hafa óyggjandi niðurstöður. 

Endurhönnun blæðingar-búnaðar fyrir fiskiskip - 11.6.2019

Fjallað var um samstarfsverkefni Micro ryðfrí smíði ehf., Skinney-Þinganes og Matís um þróun á lóðréttum Dreka fyrir fiskiskip í Sjómannadagsútgáfu Sóknarfæri.

Blæðingar- og kælingarbúnaðinn Drekann er að finna í mörgum skipum hér á landi en endurbætt lóðrétt útfærsla hans verður algjör nýjung í fiskiskipum.

Smáframleiðsla á rjómaís úr hrámjólk frá Mývatnssveit - 4.6.2019

Á fimmtudaginn næstkomandi mun Auður Filippusdóttir flytja MS fyrirlestur sinn í matvælafræði. Verkefni hennar snýst um að hefja smáframleiðslu á rjómaís úr hrámjólk frá sveitabænum Skútustöðum í Mývatnssveit.

Hagnýt meistaraverkefni við Matvælafræðideild Háskóla Íslands - 27.5.2019

Hagnýt nemendaverkefni um þróun sjávarútvegs verða til umfjöllunar þegar Meistaranemendur í Matvælafræðideild Háskóla Íslands flytja MS fyrirlestra sína þriðjudaginn 28. maí 2019 í Matís, Vínlandsleið 12, í fundarsal 312. Allir eru velkomnir!

Doktorsvörn við HÍ – Samlífsörverur í sjávarsvampinum Halichondria panicea - 24.5.2019

Mánudaginn 27. maí 2019 fer fram doktorsvörn við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Þá ver Stephen Knobloch doktorsritgerð sína „Samlífsörverur í sjávarsvampinum Halichondria panicea (e. Host-microbe symbiosis in the marine sponge Halichondria panicea).

Hvadmaborfa

Uppökur af erindum ráðstefnu Matvælalandsins aðgengilegar - 23.5.2019

Ráðstefna Matvælalandsins, um sérstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu, fór fram miðvikudaginn 10. apríl sl. á Hilton Reykjavík Nordica. Yfirskriftin var "Hvað má bjóða þér að borða? - Sérstaða og samkeppnisforskot í matvælaframleiðslu".

Fundur um Hringrásar-hagkerfið (e. circular economy) - 13.5.2019

Þriðjudaginn 14. maí kl. 8.30-10 verður haldinn fundur um Hringrásarkerfið í Húsi atvinnulífsins. Avanto Ventures, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Matís og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa að fundinum.

Miðbiksmat í doktorsverkefni um bætta meðhöndlun bolfisks - 10.5.2019

Matís aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmætasköpun, matvælaöryggi og lýðheilsu. Liður í því starfi er rannsókn um áhrif nýsköpunar um borð í ferskfisktogurum á gæði og geymsluþol bolfisks sem er doktorsverkefni Sæmundar Elíassonar í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Verkefni Sæmundar er dæmi um hvernig hagnýtar rannsóknir, öflun vísindalegrar þekkingar og framþróun atvinnulífsins spilar saman. Verkefni Sæmundar er liður í þeim rannsóknum innan virðiskeðju bolfisks sem hafa stutt við viðleitni hagaðila í íslenskum sjávarútvegi við að hámarka arðsemi afurða sinna með áherslu á framleiðslu ferskra afurða frekar en frosinna. Tækniþróun um borð í skipum hefur að nokkru leyti setið á hakanum í samanburði við landvinnslu og þróun flutningaferla.

Vinnustofa um saltfisk - 7.5.2019

Haldin var vinnustofa um saltfisk á vegum Matís þann 30. apríl 2019. Vinnustofuna sóttu saltfiskframleiðendur, matreiðslumeistarar og nemar við matreiðslunám Menntaskólans í Kópavogi (MK).

Síða 1 af 181

Fréttir