Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Strandbúnaður 2018 - 15.3.2018

Spennandi ráðstefna um málefni þörungaræktar, fiskeldis og skelræktar fer fram dagana 19. og 20. mars undir yfirskriftinni Strandbúnaður 2018.

Skýr framtíðarsýn – miklir möguleikar - 14.3.2018

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, Heimsmarkmiðin, eru 17 talsins. Hið níunda lýtur að uppbyggingu sterkra innviða, að stuðlað sé að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúð að nýsköpun. Stefnt er m.a. að því að endurbæta tæknigetu iðngreina til að ýta undir nýsköpun og fjölgun starfa við rannsóknir og þróun. Í þessu samhengi stefnir Ísland á að auka framlög opinbers- og einkaframtaks til rannsókna og þróunar í 3% af landsframleiðslu.

Nýtum tækifæri framtíðar með nýsköpun - 8.3.2018

„Forsenda þess að landbúnaður geti nýtt tækifæri framtíðarinnar er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt eftirlit og nýsköpun“ / Þessi fyrirsögn er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og eru orð að sönnu. En hvað þýðir hún? Hvert er samhengi tækifæra framtíðar, jafnvægis í framleiðslu, skilvirks eftirlits og nýsköpunar? Þessu þarf að svara og það verður einvörðungu gert með því að móta skýra stefnu um matvælaframleiðslu á Íslandi að sögn Hrannar Ólínu Jörundsdóttur, Guðjóns Þorkelssonar og Sveins Margeirssonar.

Dr. Shima Barakat, byggingaverkfræðingurinn sem vann að byggingu lestarkerfisins í Cairo, er á leið til landsins - 8.3.2018

Hver stórviðburðurinn á fætur öðrum hjá Matís | Í síðustu viku var yfirmaður hjá einum frægasta viskíframleiðanda í heimi hér á landi vegna ráðstefnu sem haldin var í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík. Í þessari viku er EiT Food nýsköpunarvika og í tengslum við hana mæta til landsins um 20 erlendir nemendur ásamt prófessorum sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í Evrópu og víðar. Auk þess eru um 10 íslenskir nemendur sem taka munu þátt.

Áhugaverð frétt um vín úr mjólk - 5.3.2018

Laugardalskvöldið 3. mars var skemmtileg umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 um hvernig MS er að breyta mysu í vín en MS er í samstarfi við nokkra aðila um þetta áhugaverða verkefni, þar á meðal Matís og Auðhumlu, sem styrkir verkefnið í gegnum Mjólk í mörgum myndum

Markaðssetning og sala á "Icelandic Herring Fish Oil" í Bandaríkjunum - 27.2.2018

Icelandic Trademark Holding, eigandi vörumerkjanna Icelandic og Icelandic Seafood og Margildi ehf. hafa skrifað undir leyfissamning um markaðssetningu og sölu á fiskolíum undir vörumerkinu Icelandic Fish Oil í Bandaríkjunum.  Áætlað er að sala og dreifing hefjist síðar á árinu. Þessa má geta að Matís er náinn samstarfsaðili Margildis.  

Stærsti árlegi vettvangurinn á sviði fiskeldis, skeldýra- og þörungaræktar - 26.2.2018

Strandbúnaður 2018 er ráðstefna um fiskeldi, skeldýra- og þörungarækt. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars.

Beint frá býli og Matís undirrita samstarfssamning - 20.2.2018

Matís og Beint frá býli (BFB), félag heimavinnsluaðila, hafa gengið frá samstarfssamningi þess efnis að Matís framkvæmi efna- og örverumælingar fyrir félagsmenn Beint frá býli sem nauðsynlegar eru samkvæmt opinberum kröfum til lítilla matvælavinnslna, til að tryggja öryggi matvæla. 

Virkilega áhugaverð ráðstefna um málefni landbúnaðar - 5.2.2018

Íslenskur landbúnaður er staddur á krossgötum. Staðan er að einhverju leyti þannig að það er að hrökkva eða stökkva. Tækifærin eru til staðar með tækninýjungum, loftslagsbreytingum, auknum ferðamannafjölda ofl. en hætturnar eru einnig handan við hornið. 

Hvernig skynjum við matvæli? - 30.1.2018

Yfirskrift Nordic Sensory Workshop 2018 sem haldin verður í Reykjavík dagana 3. og 4. maí er að þessu sinni „Making Sense“, en þar verður fjallað um skynfærin okkar og samspil þeirra í tengslum við vöruþróun og matvælaframleiðslu. 

Síða 1 af 166

Fréttir