Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Matís og Heimsmarkmiðin - 16.1.2018

Í upphafi sérhvers árs frá því árið 2011 hefur Matís glatt viðskiptavini sína, samstarfsaðila sem og aðra hagaðila með því að senda út, kl 09:30, 2. janúar, ársskýrslu um starfsemi félagsins á hinu ný liðna ári á rafrænu formi. 

Engin hugmynd of vitlaus - hún þarf bara að vera mjólkurtengd! - 12.1.2018

Nýr umsóknarfrestur í Mjólk í mörgum myndum er u.þ.b. að renna sitt skeið. Ef þú vilt fá aðstoð við að koma hugmynd þinni ennþá lengra endilega hafðu samband.

Áhugaverðar og góðar niðurstöður úr þjónustukönnun mæliþjónustu Matís - 10.1.2018

Könnun sem snéri að þjónustu mælingarþjónustu Matís var send út fyrir stuttu. Þátttakan var með ágætum og niðurstöður ánægjulegar.

Nýjar greinar komnar út í Icelandic Agricultural Sciences - 8.1.2018

Tvær nýjar greinar voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences. Þá hafa alls 8 greinar komið út í hefti 30/2017.

Þorskráðstefna á Nýfundnalandi - 5.1.2018

Í lok nóvember 2017 var haldinn tveggja daga vinnufundur í bænum Gander á Nýfundnalandi þar sem til umfjöllunar var hvernig Nýfundlendingar geti undirbúið sig fyrir auknar þorskveiðar, en væntingar standa til að þorskstofninn muni ná sér á strik aftur á allra næstu árum. 

AstaLýsi - lýsi og astaxanthin - 3.1.2018

Nýsköpunarfyrirtækin KeyNatura og Margildi hafa hafið formlegt samstarf sín á milli og hafa undirritað samning þess efnis. Fyrirtækin starfa bæði á sviði framleiðslu og sölu á íslenskum hollustuefnum sem eru m.a. astaxanthin og síldarlýsi en Margildi hefur meðal annars átt í samstarfi við Matís. 

Alls staðar hægt að selja þekkingu - 28.12.2017

Svavar Hávarðsson hjá Fiskifréttum birti um daginn grein um Lava Seafood en fyrirtækið er ört vaxandi fyrirtæki þar sem starfsmenn hafa að stórum hluta fengið menntun sína hjá Matís.

Jólakveðjur frá Matís - 22.12.2017

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Samstarf um menntun er liður í verðmætasköpun - 18.12.2017

Nýlega rituðu Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands og Sveinn Margeirsson forstjóri Matís grein sem birtist í Fréttablaðinu 30. nóvember síðast liðinn.

Shutterstock_450180892

Lífhagkerfi Snæfellsness - 13.12.2017

Með stuðningi Snæfellsnessbæjar, Grundafjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar hefur Matís unnið að því að stuðla að bættri nýtingu hráefna úr lífríki Breiðafjarðar með aukna sjálfbæra verðmætasköpun einkum m.t.t. næringarefnaþarfar til fóðrunar fiska. Unnið hefur verið að vistvænni verðmætamyndandi nýsköpun innan lífhagkerfisins með framangreindum stuðningi sem hefur verið mikilvægur fyrir þá þróunarvinnu sem Matís tekur þátt í. 

Síða 1 af 164

Fréttir