Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Spennandi dagskrá á Matvæladegi - matvælastefna fyrir Ísland - 23.10.2018

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Hestar | Icelandic Horses

Flestir telja hrossakjöt vera hreina og umhverfisvæna fæðu - 22.10.2018

Mjög áhugaverðu B.Sc. verkefni lauk nú í sumar við Landbúnaðarháskóla Íslands. Verkefnið vann Eva Margrét Jónudóttir og gekk verkefnið út á það að kanna viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti. 

Áhættugreining, áhættumat, áhættustjórnun....... - 17.10.2018

Áhættumat hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Umræðan hefur til að mynda snúist að óheftum innflutningi á ferskum kjötvörum og að slátrun lamba. En hvað þýða þessi hugtök? Dr. Helga Gunnlaugsdóttir, faglegur leiðtogi á sviði öruggrar virðiskeðju matvæla hjá Matís getur svarað því. 

Loftslagsmaraþonið fer fram í annað sinn 26. október nk. - 16.10.2018

Loftslagsmaraþonið fer fram í Reykjavík 26. október nk. Er þetta í annað sinn sem loftslagsmaraþonið fer fram en Justine Vanhalst, sérfræðingur á Matís, hafði veg og vanda af fyrsta maraþoninu sem fram fór í október í fyrra.

iStock_000015515320_Lysi_Large

Getum við bætt framleiðsluferla við framleiðslu á hágæða próteinum til manneldis? - 15.10.2018

Fiskmjöls- og lýsisframleiðsla skipa mikilvægan sess í fiskvinnslu á Íslandi. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Styrkja norrænt samstarf og auka þekkingu á gæðaeiginleikum fiskimjöls og lýsis - 12.10.2018

Fiskimjöls- og lýsisframleiðsla hefur í gegnum tíðina leikið stórt hlutverk í fiskvinnslu Norðurlanda. Ferlarnir hafa lítið breyst á undanförnum áratugum, en á sama tíma hefur próteinþörf á heimsvísu, auk krafna um bætta nýtingu hráefnis, aukin gæði afurða og minnkun úrgangsefna, snaraukist.

Hvað er áhættumat? - 11.10.2018

Starfsmenn Matís hafa orðið varir við aukinn áhuga á gerð áhættumats í samhengi við örsláturhús og þess vegna viljum við því útskýra hvað áhættumat er.

Lagmetishandbókin - 10.10.2018

Á undanförnum árum hefur lagmetisiðnaðurinn gengið í endurnýjum lífdaga og eru nú fleiri niðursuðuverksmiðjur starfandi en um langt árabil og því mikilvægt að hafa gott og aðgengilegt fræðsluefni til staðar fyrir þá sem þar starfa eða ætla að starfa.

Þurrkaðir þorskhausar

Gullhausinn – hvað er það? - 10.10.2018

Þorskurinn hefur í gegnum tíðina verið verðmætasta tegundin sem veidd er innan lögsögu Íslands. Meira að segja hafa Íslendingar háð stríð vegna þorsksins en þorskastríðin voru háð við Breta á tímabilinu 1958 – 1976. 

Skiptir áhættumat máli fyrir verðmætasköpun í landbúnaði? - 9.10.2018

Matís vinnur nú að ýmsum verkefnum sem miða að aukinni verðmætasköpun í framleiðslu landbúnaðarafurða. Meðal annars hefur Matís átt í samstarfi við bændur um örslátrun, en þann 25. september sl. var 10 lömbum slátrað á bænum Birkihlíð, í samstarfi við Matís. Úrvinnsla niðurstaðna stendur yfir og verða þær birtar þegar þær liggja fyrir. Tímamælingar sem framkvæmdar voru á meðan á slátrun stóð benda til þess að möguleikar bænda til að skapa sér aukin verðmæti með örslátrun séu umtalsverðir.

Síða 1 af 174

Fréttir