Fréttasafn: 2018

Fyrirsagnalisti

SustainCycle - lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum - 14.11.2018

Nú er nýhafið verkefni hjá Matís í samstarfi við Sæbýli með styrk frá Rannís þar sem unnið verður að því að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi. Heimsmarkaðurinn hefur vaxið gríðarlega síðastliðin 10 ár og allt bendir til að vöxtur verði áfram. 

Kynnum kindina

Fyrsta Lambaþoni lokið - 11.11.2018

Um helgina fór fram fyrsta Lambaþonið, sem er 24 klst keppni um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár.

Gagnvegir góðir - formennska Íslands 2019 - 5.11.2018

Norræna ráðherranefndin gaf út veglegt rit um formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019. Yfirskrift formennskunnar er "Gagnvegir góðir" og er sótt í Hávamál og vitnar til þess að það er alltaf stutt, gagnvegur, til góðs vinar. 

Afurðir Margildis markaðssettar í Asíu - 2.11.2018

Margildi og Matís, ásamt erlendum samstarfsaðila, vinna nú að stuttu samstarfsverkefni þar sem verið er að kanna markaðsaðstæður fyrir fiskolíu Margildis í Asíu með aðstoð AVS sjóðsins. Markmið verkefnisins er að kanna og vinna markað fyrir afurðir Margildis í Asíu og verður Víetnam markaður notaður sem tilraunamarkaður þar sem lýsið verður markaðssett hjá þarlendri heilsuvörukeðju. Kröfur neytanda, hefðir og regluverk verða kortlögð ásamt því sem greiðsluvilji verður metinn með þarlendum aðilum. 

Ertu með hugmynd fyrir Ísland? - 31.10.2018

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?

Upptökur frá matvæladegi MNÍ - 30.10.2018

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands fór fram 25. október. Á dagskránni var að fjalla um matvælastefnu fyrir Ísland frá sem flestum sjónarhornum og komu fjölmargir fyrirlesarar með sjónarhorn sitt og sinna samtaka á fundinn. 

SNP-erfðamarkasett sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa - 29.10.2018

Nú er u.þ.b. að fara í gang verulega áhugavert verkefni innan Matís. Verkefnið snýr að þróun SNP-erfðamarkasetts sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa með meira öryggi en nú þekkist á Íslandi. Vonast er til að erfðamarkasettið mun nýtast til greiningar á erfðablöndun umfram fyrstu kynslóð blendinga.

Áhættumatsnefnd – hafðu áhrif og segðu þína skoðun! - 24.10.2018

Stórt skref hefur nú verið tekið í vinnu sem miðar að því að auka matvælaöryggi á Íslandi enn frekar en í gær duttu drög að reglugerð um áhættumatsnefnd inn á Samráðsgáttina – opið samráð stjórnvalda við almenning. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur lengi staðið til að gefa út þessa reglugerð sem mun gera opinbert vísindalegt áhættumat mögulegt á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru.

Krakkar kokka – kynnum íslenskar matarhefðir fyrir börnunum okkar - 24.10.2018

Nú er rétt að hefjast áhugavert verkefni hjá Matís, í samstarfi við og styrkt af Matarauði Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Verkefnið gengur út á það að efla þekkingu og vitund íslenskra barna um staðbundna, íslenska frumframleiðslu og mikilvægi viðhalds og uppbyggingu hennar. 

Spennandi dagskrá á Matvæladegi - matvælastefna fyrir Ísland - 23.10.2018

Í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er lögð áhersla á að Ísland sé leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum og tryggð verði áframhaldandi samkeppnishæfni sjávarútvegs. Þar segir að til staðar séu tækifæri sem byggjast á áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Þróa þurfi allar lífrænar auðlindir landsins, lífhagkerfið, enn frekar og stuðla að nýsköpun og vöruþróun til að auka virði afurða og byggðafestu.

Síða 1 af 12

Fréttir