Fréttir

Áhrif blöðruþangs á bólguþætti | Hefur þú áhuga á að taka þátt í rannsókn?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Matís og rannsóknarstofa í Öldrunarfræðum, Landakoti 5L, óska eftir þátttakendum í rannsókn sem hlotið hefur samþykki Vísindasiðanefndar.

Þátttakendur þurfa að vera fullorðnir einstaklingar, 40 ára og eldri með líkamsþyngdarstuðul (BMI) ≥ 27 kg/m2 (sjá töflu með útreiknuðum líkamsþyngdarstuðli hér að neðan). Þungaðar konur eða konur með barn á brjósti eru útilokaðar frá þátttöku. Einstaklingar sem hafa samband og hafa áhuga að taka þátt í rannsókninni þurfa að draga úr neyslu á matvælum sem innihalda ómega-3 og forðast lýsi í 2 vikur áður en íhlutun hefst og meðan á þátttöku stendur.

Sjá nánar í einblöðungi frá HÍ og LSP.