Fréttir

Hlutverk landbúnaðarins í lífhagkerfi Norðurslóða – 6.-8. október

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Níunda alþjóðaráðstefna Samtaka um landbúnað á Norðurslóðum (Circumpolar Agricultural Conference) verður haldin hér á landi á Hótel Söga 6.-8. október 2016.

Á ráðstefnunni verður fjallað um svæðisbundna framleiðslu sem styrkir dreifðar byggðir, matvælaframleiðslu á Norðurslóðum, ferðamennsku og nýsköpun sem bregst við breyttum aðstæðum. Sérstök áhersla verður lögð á að að kynna góðan árangur sem hefur náðst á einu svæði og aðrir geta notið góðs af. Matvælasýning á vegum lokaráðstefnu NordBio áætlunarinnar verður felld inn í.

Hægt er að skrá sig á heimasíðu ráðstefnunnar, www.caa2016.com. Ráðstefnugjaldið er kr. 35.200.

Þann 8. október verður farin skoðunarferð um landbúnaðarhérað með menningarlegu ívafi þar sem gestir kynnast íslenskum landbúnaði.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Reykdal hjá Matís.