Fréttir

Lokafundur Discardless

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Verkefninu DiscardLess lauk formlega nú fyrir skemmstu með lokafundi verkefnisins sem haldinn var í húsakynnum DTU í Lyngby í Danmörku. Verkefnið stóð yfir í fjögur ár og tóku alls 31 fyrirtæki og stofnanir frá 12 löndum þátt í því.

Helsta markmið DiscardLess var að greiða fyrir innleiðingu á brottkastsbanni sem Evróusambandið hefur verið að reyna að koma á síðastliðin fjögur ár, með takmörkuðum árangri. Nú í upphafi árs 2019 átti brottkastbannið að vera að fullu innleitt á öllum hafsvæðum sem hin sameininlega fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins (CFP – Common Fisheries Policy) nær til, en ljóst er þó að langt er enn í land að bannið geti talist hafa skilað þeim árangri sem að var stefnt. Meðal þátttakenda í verkefninu voru fyrirtækin Matís, SkipaSýn, Hampiðjan og Marel, og átti ekkert land jafn marga fulltrúa og Ísland í verkefninu. Í DiscardLess verkefninu var sjónum meðal annars beint að löndum sem hafa nú þegar reynslu af brottkastbönnum, með það fyrir augum að reyna að miðla af reynslu þeirra og ljóst er að horft er til Íslands hvað það varðar.

Á fundinum var farið yfir helstu áfanga verkefnsins, hindranir og næstu skref.

Hér má nálgast kynningarnar og niðurstöður sem kynntar voru á lokafundinum.