Árleg umhverfisvöktun: Litlar breytingar í lífríkinu við Ísland

15.8.2005

Nýlega kom á Rf skýrsla þar sem birtar eru niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2003 og 2004. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program).

Rf hefur í mörg ár tekið þátt í verkefni þar sem fylgst er með mengun og ástandi lífríkis sjávar umhverfis Ísland og niðurstöður mælinga sem ná til áranna 2003-2004 sýna litlar breytingar frá fyrri áru. Þetta má m.a. lesa má úr skýrslunni Monitoring of the Marine Biospheare around Iceland in 2003-2004.

Lesa skýrslu
Fréttir