• Lógó Íslensku sjávarútvegssýningarinnar 2005

Rf verður á Sjávarútvegssýningunni 2005

18.8.2005

Sjávarútvegssýningin 2005 verður haldin í Smáranum í Kópavogi 7.-10. september n.k. en sýningin er haldin hér á landi þriðja hvert ár.  Rf mun taka þátt í sýningunni að þessu sinni og verður með á sameiginlegum sýningarbás Sjávarútvegsráðuneytisins, Hafrannsóknastofnunar og Fiskistofu. 

Íslenska sjávarútvegssýningin hefur unnið sér sess sem ein besta sjávarútvegssýning sem haldin er í heiminum. Árið 2002 kynntu um 800 aðilar frá 35 löndum vörur sínar og þjónustu og rúmlega 20.000 gestir heimsóttu þá sýninguna.

Rf ákvað að taka ekki þátt í sýningunni fyrir þremur árum, en sem fyrr segir verður Rf nú með á glæsilegum sýningarbás með öðrum stofnunum Sjávarútvegsráðuneytisins.
Fréttir