Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Tækifæri í nýsköpun innan EES - 23.4.2019

Minnum á vinnustofu um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu sem haldin verður á vegum Uppbyggingasjóðs EES, miðvikudaginn 24. apríl
kl. 8:30-11:30 hjá Íslandsstofu að Sundagörðum 2.

Screenshot-2019-04-17-at-11.25.49

Vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með Umhverfis DNA - 17.4.2019

Líffræðilegur fjölbreytileiki á undir högg að sækja í hafinu en talið er að fjölbreytileikinn sé að dala hratt og hraðar en áður í sögu hafsins. Sýnt hefur verið fram á að útbreiðsla og göngumynstur margra sjávartegunda hafi breyst vegna hnattrænnar hlýnunar. Einnig hefur veðurfar breytt vistkerfum þannig að margar tegundir hafa horfið en slíkt tap á tegundum er eflaust vanmetið þar sem aðeins lítið brot af tegundum í djúpsævi og á heimskautasvæðum eru þekktar. Tegundir sem lifa í hafinu eru flestar huldar sjónum okkar og því er erfiðara að finna og meta fjölda þeirra.

Erfðastuðlar fyrir íslenskar mjólkurkýr með mælidagalíkani - 16.4.2019

Nýverið birti tímaritið Icelandic Agricultural Science greinina Erfðastuðlar fyrir íslenskar mjólkurkýr með mælidagalíkani eftir þau Jón H. Eiríksson, Ágúst Sigurðsson, Guðmund Jóhannesson og Emmu Eyþórsdóttur.

Nýsköpun og viðskiptaþróun í bláa og græna hagkerfinu - 11.4.2019

Vinnustofa um tækifæri og styrki fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki á sviði nýsköpunar og viðskiptaþróunar í bláa og græna hagkerfinu verður haldin þann 24. apríl.

Scottishseafoodsummit

Matís á „Scottish Seafood Summit“ - 9.4.2019

Seafish í Bretlandi, sem að vissu leyti er systurstofnun Matís, stóð fyrir ráðstefnu í Aberdeen í lok Mars, sem bar yfirskriftina the Scottish Seafood Summit. Þetta var í fyrsta sinn sem Seafish stendur fyrir svona viðburði í Skotlandi, en viðlíka ráðstefnur hafa virðið árlegir viðburðir í Grimsby um árabil s.k. Humber seafood summit.

Jessica-Vogelsang-bordad-uti-i-natturunni

Hvert verður hlutverk staðbundinna matvæla í ferðaþjónustu framtíðarinnar? - 29.3.2019

Matarhefð er stór hluti af ímynd lands og þjóðar enda speglar hún menningu og sögu og markast af tíðarfari og náttúru. Matarupplifun er órjúfanlegur þáttur í lífi ferðamanna hvar sem þeir koma, hvort sem hún er megin tilgangur ferðalagsins eða ekki.

Embla_900x503_isl

Opið fyrir tilnefningar til Embluverðlaunanna - 25.3.2019

Embluverðlaunin eru norræn matarverðlaun, en að þessu sinni verða þau afhent í Hörpu í Reykjavík 1. júní næstkomandi í tengslum við norrænt kokkaþing. Verðlaununum er ætlað að auka sýnileika og vekja áhuga almennings á norrænni matarhefð og matvælum sem framleidd eru á Norðurlöndunum. Embluverðlaunin eru veitt á tveggja ára fresti en þau voru fyrst afhent í Kaupmannahöfn árið 2017. Að verðlaununum standa norræn bændasamtök með stuðningi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Sérstaða og samkeppnisforskot í matvælaframleiðslu - 20.3.2019

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland efnir til ráðstefnu um sérstöðu íslenskrar matvælaframleiðslu miðvikudaginn 10. apríl kl. 10-12 á Hilton Hótel Nordica. 

Strandbunadur

Strandbúnaður 2019 - 15.3.2019

Ráðstefnan Strandbúnaður 2019 fer fram dagana 21. og 22. mars á Grand Hótel Reykjavík, en um er að ræða stærsta árlega vettvang allra þeirra sem starfa í strandbúnaði.

Er rafrænt eftirlit framtíðin? - 11.3.2019

Jónas R. Viðarsson hjá Matís segir í viðtali við Fiskifréttir sem birtist 7. mars s.l. að hann telji einsýnt að á endanum verði rafrænt eftirlit með myndavélum það eina sem dugar til að koma í veg fyrir brottkast á fiski hjá Evrópuflotanum.

Síða 2 af 181

Fréttir