Fréttasafn (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

Meistaravörn í matvælafræði - Nýting hliðarafurða úr laxavinnslu - 23.9.2019

Zhihao Liu, meistaranemi í matvælafræði heldur opinn fyrirlestur í tengslum við meistaravörn sína á verkefninu „Nýting hliðarafurða úr laxavinnslu - Greining á efnasamsetningu og stöðugleika laxahöfða“.

Matís veitti innsýn í „prumpklefa“ í morgunútvarpi Rásar 2 - 19.9.2019

Rætt var við Ástu Heiðrúnu Pétursdóttur sérfræðing Matís í Morgunútvarpi Rásar 2, um verkefnið SeaCH4NGE sem fjallar um að kanna hvort viðbættir þörungar í fóður kúa hafi áhrif á metanlosun þeirra.

Fræðslufundur um matvælasvindl - 17.9.2019

Þriðjudaginn 24. september stendur Matvælastofnun og Matís fyrir fræðslufundi um matvælasvindl (food fraud). Fundurinn verður haldinn í salarkynnum Matís að Vínlandsleið 12 í Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 13:00 og er hann opinn öllum sem áhuga hafa á umjöllunarefninu.

Krakkar_kokka

Skemmtilegur fróðleikur um matarhefðir, nærumhverfisneyslu og sjálfbærni, fyrir grunnskóla og leikskóla - 12.9.2019

 

Innlendar matarhefðir og uppruni matvæla eru börnum víða óljós í dag þar sem tenging frá haga í maga er óskýrari en áður. Nærumhverfisneyslu þarf jafnframt að gera hærra undir höfði og kynda undir áhuga á nýtingu hráefna og náttúruafurða úr eigin umhverfi. Börnin eru framtíðin og búa að skemmtilegum drifkrafti nýsköpunar og heilsusamlegs lífsstíls í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni samfélaga heims. Verkefnið KRAKKAR KOKKA er hannað af Matís með stuðningi Matarauðs Íslands hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Ráðstefna um vöktun líffræðilegs fjölbreytileika með umhverfis DNA - 10.9.2019

Ráðstefna um nýja aðferðafræði í verndunarlíffræði sem notast við umhverfis DNA (environmental DNA) til að meta líffræðilegan fjölbreytileika í vistkerfum verður haldin 2. og 3. október næstkomandi í fundarsal Hafrannsóknastofnunar. Þessi tækni hjálpar við að komast fyrir ýmsa af þeim annörkum sem fylgir öðrum aðferðum og býður upp á fljótlega og ódýra leið til þess að meta líffræðilegan fjöbreytileika í hafinu.

_MG_0865

Saltfiskvika fer vel af stað - 9.9.2019

Saltfiskvika hófst í síðustu viku og hefur hún farið vel af stað. Þrettán veitingastaðir í kringum landið bjóða upp á sælkerasaltfiskrétti, hver með sínu sniði.

_MG_0578

Heimsfrægir kokkar á Saltfiskviku - 5.9.2019

Í gær var Saltfiskvika formlega sett við skemmtilega athöfn í Salt eldhúsi við Þórunnartún. Frú Eliza Reid, verndari kokkalandsliðsins og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, voru viðstödd. Meistarakokkar frá Ítalíu, Spáni, Portúgal og úr íslenska kokkalandsliðinu töfruðu fram fjölda ólíkra og gómsæta rétti þar sem saltfiskur var í öndvegi.

Bacalao-from-Iceland

Hvað finnst íslenskum neytendum um saltfisk? - 3.9.2019

Löng hefð er fyrir vinnslu saltfisks hér á landi en áður fyrr var öðru fremur notast við saltið til að lengja geymsluþol fiskins. Í dag telst saltfiskur sælkeravara sem nýtur mikilla vinsælda víða um heim, ekki síst í Suður-Evrópu, þar sem hefðir og gæði íslenska saltfisksins leika stórt hlutverk.

University_of_Stuttgart

Matís tekur við safni ensíma og próteinframleiðslukerfa frá Háskólanum í Stuttgart - 2.9.2019

Matís og Erfðatæknideild Háskólans í Stuttgart, Þýskalandi, hafa starfað saman um árabil í ýmsum Evrópuverkefnum, nú síðast í verkefninu „Virus-X“ þar sem erfðabreytileiki bakteríuveira í umhverfinu var rannsakaður og ný ensím fyrir erfðatækni þróuð.

Hestar | Icelandic Horses

Fjallað um folaldakjötið - 22.8.2019

Í nýjasta tölublaði Bændablaðsins er fjallað um skýrslu sem Matís gaf út um framleiðslu hestakjöts og niðurstöður á mælingum um næringarinnihald og eiginleika kjötsins.

Síða 2 af 184

Fréttir