Fréttasafn

Fyrirsagnalisti

Er hafkóngur ónýtt tækifæri í íslenskum sjávarútvegi? - 23.11.2018

Hafkóngur (Neptunea despecta) er kuðungur sem líkist beitukóng, en er þó nokkuð stærri og heldur sig yfirleitt á meira dýpi. Talið er að hafkóngur sé í veiðanlegu magni víða hér við land og að stofninn þoli töluverða veiði. Hafrannsóknarstofnun hefur skráð upplýsingar um hafkóng úr humarleiðöngrum til fjölda ára sem benda til talsverðs þéttleika víða í kringum landið. 

EFSA leggur til lækkun viðmiðunargildis díoxína í matvælum - 21.11.2018

Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) hefur kynnt nýtt vísindaálit um hættu fyrir menn og dýr vegna díoxíns og díoxínlíkra PCB-efna í matvælum og fóðri. Hætta getur stafað af þessum efnum í matvælum skv. álitinu og leggur EFSA til sjöfalda lækkun viðmiðunargilda á grundvelli nýrra rannsókna en frétt þess efnis birtist í dag á vef Matvælastofnunar (www.mats.is).

Kynnum kindina | Sigurvegari fyrsta Lambaþonsins - 21.11.2018

9.-10. nóvember sl. var hugmyndakeppni, svokallað hakkaþon, um verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár haldin í fyrsta sinn. Keppnin var kölluð Lambaþon en í Lambaþoni hafa keppendur 24 klukkustundir til þess að setja saman hugmyndir sem þeir fá svo þrjár mínútur til þess að kynna fyrir dómnefnd að loknum þessum 24 klukkustundum. 

SustainCycle - lóðrétt stórskalaeldi á sæeyrum - 14.11.2018

Nú er nýhafið verkefni hjá Matís í samstarfi við Sæbýli með styrk frá Tækniþróunarsjóði þar sem unnið verður að því að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi. Heimsmarkaðurinn hefur vaxið gríðarlega síðastliðin 10 ár og allt bendir til að vöxtur verði áfram. 

Kynnum kindina

Fyrsta Lambaþoni lokið - 11.11.2018

Um helgina fór fram fyrsta Lambaþonið, sem er 24 klst keppni um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár.

Gagnvegir góðir - formennska Íslands 2019 - 5.11.2018

Norræna ráðherranefndin gaf út veglegt rit um formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni 2019. Yfirskrift formennskunnar er "Gagnvegir góðir" og er sótt í Hávamál og vitnar til þess að það er alltaf stutt, gagnvegur, til góðs vinar. 

Afurðir Margildis markaðssettar í Asíu - 2.11.2018

Margildi og Matís, ásamt erlendum samstarfsaðila, vinna nú að stuttu samstarfsverkefni þar sem verið er að kanna markaðsaðstæður fyrir fiskolíu Margildis í Asíu með aðstoð AVS sjóðsins. Markmið verkefnisins er að kanna og vinna markað fyrir afurðir Margildis í Asíu og verður Víetnam markaður notaður sem tilraunamarkaður þar sem lýsið verður markaðssett hjá þarlendri heilsuvörukeðju. Kröfur neytanda, hefðir og regluverk verða kortlögð ásamt því sem greiðsluvilji verður metinn með þarlendum aðilum. 

Ertu með hugmynd fyrir Ísland? - 31.10.2018

Hvernig getum við aukið verðmæti í virðiskeðju sauðfjár? Ertu með frábæra hugmynd til dæmis um nýja vöru, markaðssetningu, þjónustu, hönnun, dreifingu, beitarstjórnun, dýravelferð, sjálfbærni, nýtingu hliðarafurða, búvörusamninga, lagaumhverfi, umbyltingar eða annað?

Upptökur frá matvæladegi MNÍ - 30.10.2018

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands fór fram 25. október. Á dagskránni var að fjalla um matvælastefnu fyrir Ísland frá sem flestum sjónarhornum og komu fjölmargir fyrirlesarar með sjónarhorn sitt og sinna samtaka á fundinn. 

SNP-erfðamarkasett sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa - 29.10.2018

Nú er u.þ.b. að fara í gang verulega áhugavert verkefni innan Matís. Verkefnið snýr að þróun SNP-erfðamarkasetts sem nýta má til greiningar á erfðablöndun eldislaxa og villtra laxa með meira öryggi en nú þekkist á Íslandi. Vonast er til að erfðamarkasettið mun nýtast til greiningar á erfðablöndun umfram fyrstu kynslóð blendinga.

Síða 2 af 177

Fréttir