Fréttir

Repju mjöl í fóðri fyrir lax

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Repju ræktun, til framleiðslu á repju olíu, hefur aukist verulega á Norðurlöndum undangengin ár og er á góðri leið að verða nytjaplanta í íslenskum landbúnaði. 

Við kald-pressun á olíunni úr repju fræjum fellur til auka afurðin repju mjöl (um 70% af fræinu) sem inniheldur u.þ.b. 32% prótein, 11% olíu auk trefja. Veð á þessu hráefni er hagstætt og því áhugavert að skoða hvort hægt er að nota það í fóðurgerð. Aðeins er hægt að nýta takmarkað af þessari afurð í fóður fyrir hefðbundin húsdýr vegna neikvæðra áhrifa af hinu tiltölulega há innihaldi af ómettaðri fitu í mjölinu. 

Fyrri rannsóknir Matís, Háskólans á Hólum og Fóðurverksmiðjunnar Laxár, hafa sýnt að hægt er að nota allt að 33% repju mjöl í fóður fyrir bleikju án þess að það komi niður á vexti eða fóðurnýtingu.Þar sem markaður fyrir laxafóður er mun stærri en fyrir bleikjufóður er því áhugi fyrir því að skoða hvernig repju mjöl hentar í fóður fyrir lax.

Matís er því að skoða þetta í eldistilraun í Verinu á Sauðárkróki í samstarfi við  Háskólann á Hólum, Fóðurverksmiðjuna Laxá og Emmelev Trading í Danmörku, sem er einn stærsti framleiðandi repjumjöls á Norðurlöndum.