Fréttir

Sjálfsagt að vísindamenn vinni með sjómönnum

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

„Við viljum að það teljist sjálfsagt að vísindamenn vinni með sjómönnum við fiskveiðirannsóknir og að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi líti á vísindamenn sem verðmæta samstarfsaðila í stefnumótunarvinnu,“ sagði Steve Mackinson frá Miðstöð umhverfis-, sjávarútvegs- og fiskeldisvísinda í Bretlandi í nýlegu viðtali í Horizon, EU Research & Innovation Magazine en tilefnið var m.a. WhiteFish verkefnið sem Matís og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) tóku þátt í fyrir Íslands hönd.

Matís, ásamt samstarfsaðilum frá Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi, var þátttakandi í ransóknaverkefninu WhiteFish sem var hluti af FP7, 7. rannsóknaráætlun Evrópu, en verkefninu er nýlokið. Markmið verkefnisins var að þróa og sannreyna aðferð til að reikna út, greina niður á einstakar lotur (t.d. kassa, bretti eða veiðiferð), umhverfisálag þorsk- og ýsuafurða. Verkefnið á sérstaklega að nýtast smáum og meðalstórum fyrirtækjum í virðiskeðju þorsk- og ýsuafurða, þannig að þau geti skráð sjálfbærni afurða og vinnsluleiða. Með því að geta sýnt fram á umhverfisálag einstakra framleiðslulota mun afurð verkefnisins nýtast til að skapa framleiðendum þorsk- og ýsuafurða samkeppnisforskot á markaði sem væntanlega munu skila bættum aðgangi að mörkuðum, hærra verði og aukinni velvild neytenda.

Greinin í heild er á heimasíðu Horizon.

Skylt efni