Fréttir

Staða rannsókna í sjávarútvegi

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Í síðustu viku birtist viðtal við Hörð G. Kristinsson, rannsóknar- og nýsköpunarstjóra hjá Matís, í 200 mílum á mbl.is. Þar talar hann um rannsóknir í sjávarútvegi og mikilvægi þeirra. Hann segir að Íslendingar séu enn að mörgu leyti í fararbroddi þegar kemur að slíkum rannsóknum en hætta sé á að Ísland dragist aftur úr ef ekki verði aukið við fjármagn í rannsóknir og þróun.

„Við höfum áhyggjur af því að ef við fáum ekki meiri innspýtingu í rannsóknir og þróun eigum við eftir að missa það forskot sem við höfum á aðrar þjóðir, sem margar hafa sett aukið fjármagn í slíkar rannsóknir á meðan það er ákveðin stöðnun í gangi hér núna,“ segir Hörður.

Greinina má lesa í heild sinni hér.