Fréttir

Strandbúnaður 2019

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Ráðstefnan Strandbúnaður 2019 fer fram dagana 21. og 22. mars á Grand Hótel Reykjavík, en um er að ræða stærsta árlega vettvang allra þeirra sem starfa í strandbúnaði.

Hér að neðan má sjá lista yfir málstofur ráðstefnunnar:

  • Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar
  • Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks
  • Áskoranir og tækifæri í skeldýrarækt á Ísland
  • Tækniþróun – Landeldi (keypt erindi)
  • Tækniþróun – Hafeldi (keypt erindi)
  • Umhverfis- og öryggismál í sjókvíaeldi
  • Þróun í fiskeldi
  • Framfarir í laxeldi
  • Þörungarækt á Íslandi – Tækifæri í framtíðinni eða iðnaður dagsins í dag?
  • Salmon Farming in the North Atlantic
  • Algae Culture Extension Short-course

Jón Árnason, verkefnastjóri hjá Matís, verður með erindi á málstofunni Meginstraumar í strandbúnaði: Tækifæri til vaxtar sem ber heitið Þróun fiskeldisfóðurs. Þar gerir hann grein fyrir þróun fóðurs fyrir eldisfisk á norðurhveli með sérstakri áherslu á fóður fyrir lax. Einnig verður fjallað um ný hráefni sem gætu tryggt nægjanlegt fóður fyrir fyrirsjáanlegan vöxt sem verða þarf í fiskeldi til að mæta aukinni prótein þörf heimsins í framtíðinni.

Sigurjón Arason hjá Matís tekur þátt í málstofunni Vinnsla, flutningur og markaðssetning eldisfisks. Erindi hans ber yfirskriftina Vinnsla fyrir dauðastirðnun þar sem hann bendir á mikilvægi alls þess sem hefur áhrif á gæði afurða. Endanleg gæði afurða ráðast m.a. af því hvernig fiskurinn fer í og í gegnum dauðastriðnun. Fjallað verður um hvað er vitað um þessi áhrif og hvernig má stýra vinnslunni til að ná sem bestum árangri. M.a. meðhöndlun fisks og eins skiptir máli hvaða afurð á að framleiða t.d. hvort það eru flök eða heill, slægður fiskur.

Dagskrána má finna hér.