Fréttir

Tilnefningar til FÍT verðlauna

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Efni sem Kontor Reykjavík bjó til fyrir Matís hlaut tvær tilnefningar til hinna árlegu FÍT-verðlauna, sem veitt eru af Félagi íslenskra teiknara, en verðlaunin verða afhent næstkomandi miðvikudag, 9. mars. FÍT verðlaunin eru veitt ár hvert fyrir þau verk sem skara fram úr á sviði grafískrar hönnunar og myndskreytingar.

Önnur tilnefningin var vegna myndbands sem fjallar um þær jákvæðu breytingar sem átt hafa sér stað síðastliðna áratugi í sjávarútveginum. Sjávarútvegurinn hefur tekið stórstígum framförum á þessum tíma í virðisaukningu afla m.a. vegna aukinnar áherslu greinarinnar á rannsóknir og þróun og hafa Matís og fyrirrennarar, t.d. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf,) verið mikilvægur samstarfsaðili margra íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja í þeim rannsóknum.

Value Creation in the Icelandic Fishing Industry

Hin tilnefningin kom vegna myndar, teiknimyndar, sem gerð var til þess að varpa ljósi á lífhagkerfið og hvernig lífhagkerfið spilar stórt hlutverk í lífi fólks á hverjum einasta degi. Myndin var upphaflega einungis hugsuð fyrir sjávarútveg og tengdist stóru verkefni sem Matís stjórnar innan rannsóknaráætlun Evrópu (MareFrame) en sú mynd var svo vel gerð að ákveðið var að útfæra hana fyrir landbúnaðinn einnig, enda er lífhagkerfið alls staðar.

Smelltu á Bioeconomy til að skoða myndina, en hún er einnig sem smámynd við þessa frétt.

Um FÍT verðlaunin

Í ár er bryddað upp á þeirri nýj­ung að birta til­nefn­ing­ar til verðlaun­anna, en dóm­nefnd­ina skip­ar breiður hóp­ur fag­manna á sviði graf­ískr­ar hönn­un­ar. Til­nefnt er í 17 flokk­um og ná þeir yfir helstu und­ir­flokka graf­ískr­ar hönn­un­ar, svo sem skjágrafík, vef­hönn­un, prent­verk, aug­lýs­inga­hönn­un og myndskreyt­ing­ar.

Til­nefn­ing­arn­ar má sjá í heild sinni má finna á vef Morgunblaðsins.