Fréttir

Útskriftir frá UNU-FTP

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Stór og öflugur hópur nemenda við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP) útskrifaðist frá skólanum núna á mánudaginn eftir sex mánaða sérnám á Íslandi. UNU-FTP er mikilvægur hlekkur í þróunarsamvinnu Íslendinga en þetta er í 18. skiptið sem skólinn útskrifar nemendur.

Skólinn er samstarfsverkefni fjögurra stofnana/fyrirtækja: Hafrannsóknastofnunar, Matís, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, en auk þess kemur Háskólinn á Hólum að samstarfinu og fer skólastarfið fram góðu samstarfi við sjávarútvegsfyrirtæki um allt land. Daglegur rekstur skólans heyrir undir Hafrannsóknastofnun og er Tumi Tómasson forstöðumaður skólans. 


Nemendurnir sem voru í náminu hjá Matís ásamt nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins

Hjá Matís hafa allir nemendur skólans fengið kennslu í grunnáfanga um gæði og vinnslu fisks og í beinu framhaldi hafa nemendur á gæðalínu skólans fengið kennslu og verklega þjálfun. Nemendurnir vinna verkefni sín að jafnaði með þarfir í eigin heimalandi í huga.

Nánari upplýsingar um UNU-FTP og útskriftina þetta árið má finna á vef sjávarútvegsháskólans.