Fréttir

Viltu taka þátt í alþjóðlegu sjávarútvegsráðstefnunni – World Seafood Congress

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Hafin er móttaka á útdráttum (abströktum) fyrir erindi og veggspjaldakynningar fyrir allar málstofur World Seafood Congress sem haldin verður í Reykjavík dagana 10.-13. september 2017.

Skilyrði

Útdrættir verða að tengjast viðkomandi málstofu, útskýra þarf veggspjaldið eða framlag kynningarinnar til aukinnar þekkingar, umræðu eða vitundarvakningar varðandi umfjöllunarefni ráðstefnunnar í heild sinni eða einstaka málstofa.

Hvernig á að leggja fram útdrátt?

Sendið útdrætti á netfangið wsc2017@matis.is  þar sem eftirfarandi kemur fram (afritið og límið neðangreind átta atriði í tölvuskeytið og fyllið inn það sem við á):

  1. Heiti málstofu, dagsetning og tími þar sem óskað er eftir kynningu eða sem veggspjald tengist (sjá nánar í ráðstefnudagskrá The World Seafood Congress theme sessions).
  2. Tillaga að heiti veggspjalds eða kynningar (mest 80 stafir)
  3. Samtök/samband
  4. Heiti ræðumanns eða höfunda(r) veggspjalds
  5. Tengiliður (ef sá er annar en ræðumaður)
  6. 150 orða útdráttur
  7. Ljósmynd og stutt æviágrip ræðumanns eða aðalhöfundar veggspjalds
  8. Sérstakar kröfur ef einhverjar eru

Tekið verður á móti útdráttum til og með 15. desember 2016.

Vísindanefnd WSC 2017 mun hafa fjölbreytni að leiðarljósi við val á ræðumönnum/-konum og horfa þá til bakgrunns þeirra, sambönd, þjóðerni og kyn.

WSC 2017 áskilur sér rétt til að samþykkja eða hafna einum
eða öllum útdráttum er kunna að berast.

Nánari upplýsingar: http://www.wsc2017.com/contact