Útgefið efni Matís

Útgáfa Matís felst aðallega í birtingu á áfangaskýrslum og lokaskýrslum rannsóknaverkefna. Þær skýrslur sem tilheyra opinberum rannsóknaverkefnum eru birtar rafrænar á vefnum en úr verkefnum sem unnin eru í samstarfi við fyrirtæki eru aðeins birt ágrip.

Auk útgáfu Matís skýrslna er hér að finna skrá yfir ritrýndar greinar sem starfsmenn Matís fá birtar í viðurkenndum vísindaritum á ári hverju og almennar greinar og erindi sem flutt eru á ráðstefnum innanlands og erlendis.

Sérfræðingar Matís kynna rannsóknir sínar á veggspjöldum á fundum og ráðstefnum, þessi veggspjöld er hægt að skoða á rafrænu formi.