Annað efni

Upphaf matvælarannsókna má rekja til 1. janúar 1977 en þá var hleypt af stokkunum samstarfsáætlun um matvælarannsóknir. Matvælatæknideild Iðntæknistofnunar var stofnuð árið 1983. Fæðudeild RALA og matvælatæknideild Iðntæknistofnunar voru svo sameinaðar árið 1998 í Matvælarannsóknir Keldnaholti (Matra) Á Matra var tekin saman ritaskrá yfir útgefið efni áranna 1977-2002. Alls eru 426 verk í ritaskránni, þar af eru 174 skýrslur, 106 greinar í innlendum ritum, 23 fréttabréf, 7 handbækur, 42 skýrslur úr alþjóðlegum verkefnum, 38 ritrýndar vísindagreinar og 36 önnur verk á ensku.

Hægt er að skoða ritaskrá 1977 - 2002 með því að smella hér

Einnig var tekin saman ritaskrá yfir árin 2003 - 2006 sem hægt er að skoða hér