Rf

RF_logo


Rf átti að baki langa og merka sögu og í gegnum tíðina kom mikið af efni þar út, enda lagði Rf sig fram um að miðla niðurstöðum úr rannsóknum sínum og öðrum upplýsingum til fyrirtækja og einstaklinga. Ör þróun upplýsingatækni, einkum tölvutækninnar, á síðustu árum opnaði síðan möguleika á að miðla upplýsingum á tölvutæku formi.

Mikið af því efni sem til var á Rf er enn í fullu gildi, einkum niðurstöður úr ýmis konar grunnrannsóknum og mælingum sem gerðar voru og er mikið af slíkum upplýsingum að finna t.d. í Rf ritum, Tæknitíðindum, Rf pistlum og Rf skýrslum. Annað efni hefur e.t.v. meira sögulegt gildi, s.s. ársskýrslur Rf, sem komið hafa út síðan 1934 og segja sögu rannsókna á sjávarfangi hér á landi og fólksins sem þar lagði hönd á plóginn.