Fréttir

Örugg matvæli?

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Þriðjudaginn 16. apríl stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís og Valur N. Gunnlaugsson frá Matís halda erindi en auk þess mun Sveinn stjórna fundi.

Á ráðstefnunni verður leitað svara við því hvernig hægt er að tryggja aukið öryggi í matvælaframleiðslu og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem verið hafa í umfjöllun á nýliðnum vikum. Meðal annars verða ræddar leiðir og lausnir til að tryggja öryggi neytenda varðandi upplýsingar um uppruna hráefna í matvörum.

Ráðstefnan er haldin í samvinnu við GS1 Ísland, Matís og Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands.

Þrír erlendir og sjö innlendir sérfræðingar með reynslu úr aðfangakeðju matvæla og af matvælaöryggi munu halda erindi á ráðstefnunni sem haldin verður á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig, frá kl. 8:30 til 12:20.  

Almennt verð kr. 12.900 kr., verð fyrir nema kr. 3.900 kr.