Ráðgjöf, prófanir og þjónusta


DNA greiningar

Matís býður DNA greiningar á dýrum og á umhverfissýnum; þ.a.s foreldra- og stofngreiningar á dýrum sem nýtast í kynbótastarfi,stofnerfðafræði og við rekjanleikarannsóknir auk örverugreininga á umhverfissýnum. Endurteknar stuttraðir (microsatellite markers) í DNA lífverunnar eru hafðar til grundvallar ásamt DNA basaröðum ákveðinna gena.

Helstu erfðagreiningar:

 • Foreldragreiningar
 • Stofngreiningar
 • Tegunda- og rekjanleikagreiningar
 • Örverugreiningar
 • Tegundagreiningar á einstökum bakteríum

Dæmi um erfðagreiningarverkefni:

 • Upprunagreining á Atlantshafslaxi.
 • Foreldragreining á laxi, þorski, lúðu, hestum.
 • Stofnerfðarannsóknir á villtum laxi, þorski, hrefnu, langreiði, karfa, hrossum og hænsnum.
 • Örverugreining á lífríki í hverum á Hengilssvæði, Torfajökulssvæði og Krísuvík

Nánar hér um DNA greiningar.

Raðgreiningar
Matís býður raðgreiningar á genum eða genahlutum. Viðskiptavinur kemur með genið sem PCR afurð eða á plasmíði og sérfræðingar okkar raðgreina það með þeim raðgreiningarvísum sem henta best í hverju tilviki.

Raðgreiningarhvörfin eru framkvæmd í tvíriti í ABI 3730 raðgreini. Raðirnar eru lesnar yfir og síðan sendar viðtakanda í tölvupósti.

Örverugreiningar - greiningar á örverum í umhverfissýnum

Matís býður greiningar á örverutegundum í umhverfissýnum án þess að þörf sé á að rækta fyrst úr sýninu. Með þessari aðferð má greina tegundasamsetningu í blönduðu sýni úr sjó, ferskvatni, afrennsli, jarðvegi og fleiru.  Hægt er að fylgjast með breytingum á tegundasamsetningu í  t.d. frárennsli, rekja uppruna örverumengunar og fleira. Sjá meira hér um örverugreiningar í umhverfissýnum.

Þjónustumælingar og prófanir
Matís býður upp á þjónustumælingar og prófanir fyrir viðskiptavini sína, fyrirtæki, opinbera aðila og einstaklinga. Árið 1997 öðluðust nokkrar algengustu mælingar á þjónustusviði Rf (nú Matís) faggildingu samkvæmt EN 45001 staðlinum en frá árinu 2001 voru mælingar gerðar samkvæmt ISO-17025 staðli.

Hægt er að nálgast eyðublöð vegna þjónustu Matís hér.

Símanúmer Örverudeildar: 422 5116 / 858 5116.

Örveru- og efnarannsóknir

Rannsóknastofa Umhverfistofnunar (RUst) var sjálfstætt svið innan Umhverfisstofnunar (er nú hluti af Matís) og annaðist örveru- og efnafræðilegar rannsóknir á sviði matvæla-, neyslu- og nauðsynjavara og mengunar.

Helstu verkefni

 • Þjónustu við heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga á sviði örveru- eðlis og efnarannsókna.
 • Þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga á á sviði överu- eðlis og efnarannsókna.
 • Rannsóknir á varnarefnum í grænmeti og ávöxtum.
 • Upplýsingar, fræðsla og ráðgjöf til almennings.
Faggildar örverurannsóknir og faggildar efnamælingar

Allt frá árinu 1994 kváðu reglugerðir Evrópusambandsins (93/99/EEC) á um að allar mælingar skyldu framkvæmdar af faggildum aðila. Ákvæði þetta var tekið upp í íslenskri reglugerð nr. 522 frá árinu 1994.

Þegar sótt er um faggildingu er umsóknaraðili tekinn til nákvæmrar skoðunar og verður að uppfylla ýmsar kröfur er varða tæki, húsnæði, hæfni starfsfólks og síðast en ekki síst, þá þarf að vera til staðar öflugt innra eftirlit í formi gæðakerfis. Þannig er tryggt að mælingar séu ávallt framkvæmdar af hæfum aðilum þar sem fagmennska er höfð í fyrirrúmi.

Það er Löggildingarstofa, í samvinnu við SWEDAC í Svíþjóð, sem framkvæmdi árlegt eftirlit hjá Rf. Alls hlutu 14 algengustu mælingarnar, 6 efnamælingar og 8 örverumælingar, sem Rf framkvæmdi, faggildingu. Auk þess voru mælingar Rf á mjöli viðurkenndar hjá samtökum fóðurframleiðenda í Bretlandi (GAFTA) og mælingar á örverum og þörungaeitri fengu viðurkenningu FDA í Bandaríkjunum.

Snefilefnamælingar

Snefilefnamælingar - Mælingar á ólífrænum snefilefnum með ICP-MS:

Skynmat

Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla. Þörfin fyrir skipulagt skynmat á hráefni við hráefniskaup og framleiðslu og mat á afurðum fer vaxandi bæði vegna krafna kaupenda erlendis frá og ekki síður vegna þess að matvælafyrirtæki taka upp gæðastýringu.

Skipulegar aðferðir við skynmat og skráningar á niðurstöðum skynmats á hráefni, framleiðslu og afurðum eru nauðsynlegur þáttur í gæðastýringu.