Samstarf Matís og stjórnvalda

  • Univ._Iceland

Mikilvægt og öflugt samstarf

Matís ohf. varð til við sameiningu þriggja opinberra stofnana:

  • Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins, sem heyrði undir Sjávarútvegsráðuneytið
  • Martvælarannsóknir Keldnaholti, sem heyrði undir Iðnaðarráðuneytið/Landbúnaðarráðuneytið
  • Rannsóknastofu Umhverfistofnunnar, sem heyrði undir Umhverfisráðuneytið

Þessar stofnanir ynntu margvísleg verkefni af hendi fyrir íslensk stjórnvöld, t.d. á sviði vöktunar og mælinga, þó ekki hafi beinlínis verið um stjórnsýsluverkefni að ræða, þ.e. lögboðin verkefni. Matís mun í framtíðinni halda áfram að starfa að margvíslegum verkefnum í þágu stjórnvalda.

Í frumvarpinu um Matvælarannsóknir ohf. (Matís ohf.) var m.a bent á þá skyldu stjórnvalda til að tryggja “heilsu og fæðuöryggi þjóðarinnar og ekki síður að atvinnu- og viðskiptahagsmunum í útflutningi og samkeppni við erlenda aðila. (3.grein).” Einnig að íslenska ríkinu beri að “tryggja, svo sem kostur er, gæði, öryggi og hollustu matvæla og að merkingar og aðrar upplýsingar um þau séu réttar og fullnægjandi. Þessu skal ná með fræðslu og upplýsingamiðlun, rannsóknum og eftirliti. Því er mikilvægt að stjórnvöld geri ráðstafanir svo að aðstaða, þekking og reynsla sé til staðar til að sinna verkefnum sem stuðla að öryggi matvæla.

Þá segir ennfremur að nauðsynlegt sé “að opinberir eftirlitsaðilar geti gengið að mæliþjónustu vísri, og þá sérstaklega er varðar öryggismælingar. Þar má nefna mælingar vegna matarsjúkdóma, ekki síst bráðatilfella, sem búast má við að komi upp með reglulegu millibili. Til þess að hið opinbera geti sinnt hlutverki sínu á þessu sviði þarf þjónusta á sviði matvælarannsókna að vera þannig að heilbrigðiseftirlitið og heilbrigðisþjónustan geti gengið að því vísu að njóta ávallt forgangs þegar nauðsyn krefur. Forgangsþjónusta á þessu sviði gerir sérstakar kröfur til búnaðar og starfsfólks."

Matís mun kappkosta að vera aðili sem stjórnvöld og fyrirtæki munu geta gengið að “mæliþjónustu vísri, og þá sérstaklega er varðar öryggismælingar.”